Peningamál - 01.03.2006, Page 40

Peningamál - 01.03.2006, Page 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 40 Árið 2002 varð nokkur afgangur á utanríkisviðskiptum. Árið 2003 hófust framkvæmdir við virkjanir og einkavæðingu bankanna. Því er eðlilegt að nota árið 2002 sem grunnár við athugun á fram- lagi aukinnar fjármunamyndunar og minni þjóðhagslegs sparnaðar til myndunar viðskiptahallans. Breyting viðskiptajafnaðar á þessu tímabili samsvarar 17,7% af landsframleiðslu. Þar af skýrast 11,3% af aukinni fjármunamyndun, en 6,5% af minni þjóðhagslegum sparnaði. Í sam- anburði við viðskiptahallann sem myndaðist á árunum 1995-2000 skýrist hlutfallslega stærri hluti hallans því af aukinni fjármunamyndun, en hallinn er jafnframt mun meiri. Þjóðhagslegur sparnaður hefur hins vegar rýrnað meira á síðustu þremur árum en á fimm ára tímabilinu 1995-2000. Þetta segir þó ekki alla söguna, því að ekki er öll fjárfest- ing útflutningsskapandi. Íbúðafjárfesting hefur t.d. aukist meira á und- anförnum árum en í síðustu uppsveiflu. Áætlað er að hún hafi numið tæplega 6% af landsframleiðslu á sl. ári og hefur hlutfallið hækkað á hverju ári frá árinu 1999, þegar fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði nam aðeins 3½% af landsframleiðslu. Innflutningur neysluvöru hefur aukist hratt á þessu hallaskeiði Innflutningur neysluvöru, einkum varanlegrar neysluvöru, er næmur fyrir tekju- og gengisþróun. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil á þessu hallaskeiði, ekki síst á síðasta ári. Fjöldi innfluttra fólksbíla jókst t.d. um rúmlega helming árið 2005. Innflutningur heimilistækja jókst um fjórðung og innflutningur annarra varanlegra neysluvara um tæplega fjórðung. Hlutfall innfluttrar varanlegrar neysluvöru af lands- framleiðslu varð hærra í fyrra en á síðasta viðskiptahallaskeiði, eða rúmlega 5½%. Frá árinu 2002 skýrir aukinn innflutningur varanlegrar neysluvöru hallamyndun sem nemur 2,2% af landsframleiðslu. Þá skýrir aukin neysla Íslendinga erlendis rúmlega 1% af landsframleiðslu og aukinn eldsneytisinnflutningur innan við 1%. Að óbreyttu gengi og vöxtum yrði umtalsverður halli enn til staðar árið 2007 en aðlögun gæti orðið hraðari Hvaða ályktun er hægt að draga af ofangreindum tölum um líklega þróun viðskiptahallans á næstu árum? Ekki er óeðlilegt að horfa til áranna 2001 og 2002, sem var tímabil nokkuð harkalegrar aðlögunar í kjölfar hallatímabilsins árin 1998-2000.3 Gengi krónunnar lækkaði þá um tæplega 30% frá vori 2000 til nóvember 2001, verðbólga varð 9,4% í byrjun árs 2002 og þjóðarútgjöld voru 6% lægri árið 2002 en árið 2000. Vísbendingar eru um að aðlögunarþörfin sé öllu meiri núna.4 Viðskiptahallinn er töluvert meiri og hækkun erlendra vaxta myndi auka á hallann og gera kröfu um enn meiri aðlögun. Á móti kemur að hlutur útflutningsskapandi fjárfestingar er stærri. 3. Sjá Arnór Sighvatsson, „Myndun og hjöðnun viðskiptahalla árin 1998-2002“, Peningamál 2003/1, bls. 72-94. 4. Viðskiptahallinn náði hámarki árið 2000 þegar hann stóð í rúmlega 10% af landsframleiðslu en árið 2002 var hann horfinn að fullu og gott betur. Það ár var viðskiptajöfnuður jákvæður um sem nam 1½% af landsframleiðslu. Vegna þess að horfið var frá fastgengisstefnu snemma á árinu 2001 er hugsanlegt að aðlögunin í kjölfar núverandi hallaskeiðs verði töluvert öðruvísi. Mynd VII-6 Þjóðhagslegur sparnaður sem hlutfall af VLF 1990 - 2005 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 ‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 Mynd VII-7 Innflutningur varanlegra neysluvara sem hlutfall af VLF 1999 - 20051 % af VLF 1. Innflutningur hálfvaranlegra neysluvara er meðtalinn. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 2005200420032002200120001999
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.