Peningamál - 01.03.2006, Síða 42

Peningamál - 01.03.2006, Síða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 42 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðlagsþróun Undanfarna mánuði hefur verðbólga áfram verið töluvert yfir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans. Í marsbyrjun hafði vísitala neysluverðs hækkað um 4,5% á tólf mánuðum. Er það sjöundi mánuðurinn í röð sem verðbólga mælist yfir 4%. Ef horft er framhjá sveiflukenndum liðum mælist verðbólgan örlitlu minni (kjarnavísitala 1) en munur- inn minnkar ef einnig er horft fram hjá opinberum verðhækkunum (kjarnavísitala 2), sem hafa verið litlar frá ársbyrjun 2005. Meginhluti verðbólgunnar undanfarið ár skýrist af hækkun húsnæðiskostnaðar. Húsnæðisverðbólgan hefur þó hjaðnað töluvert frá því í október og horfur eru á að hjöðnun hennar haldi áfram. Á sama tíma hefur dregið úr hjöðnun vöruverðlags og verður að telja líklegt að framhald verði á þeirri þróun einnig. Á hinn bóginn hefur dregið nokkuð úr tólf mán- aða verðhækkun þjónustu, bæði opinberrar og þjónustu einkaaðila. Á bak við þessar breytingar á verðbólgunni eru að miklu leyti svokölluð grunnáhrif, þ.e.a.s. breytingar á vísitölunni fyrir tólf mánuðum, fremur en að skörp skil hafi orðið undanfarna mánuði. Hröð hækkun hús- næðis á fyrstu mánuðum ársins 2005 er að hverfa úr tólf mánaða verðbólgumælingu, sem veldur því að verðbólgan mælist minni. Á vormánuðum mun hins vegar gæta gagnstæðra grunnáhrifa verðstríðs á dagvörumarkaði sl. vor. Því eru horfur á að verulegar breytingar verði á því hvernig verðbólgan er saman sett á þessu ári, hvað sem líður framvindu verðbólgunnar í heild. Húsnæðisverðbólga hjaðnar Töluvert hefur dregið úr húsnæðisverðbólgu frá nóvembermán- uði, þ.e.a.s. þeirri verðlagsmælingu sem lá fyrir þegar Peningamál 2005/4 voru gefin út í byrjun desember. Húsnæðisverðbólga varð mest 18,3% í október en var komin niður í 13,7% í byrjun mars. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs vegur rúmlega 23% í vísitölunni. Hækkun hans hefur því umtalsverð áhrif á verðbólguna og hefur raun- ar skýrt meginhluta hennar á sl. ári. Sá þáttur húsnæðisliðarins sem þyngst vegur, u.þ.b 15% í vísitölu neysluverðs, er svokölluð reiknuð húsaleiga, þ.e.a.s. reiknaður húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði. Helstu áhrifaþættir reiknaðrar húsaleigu eru breytingar á markaðsverði húsnæðis og vöxtum.1 Markaðsverð húsnæðis hækkaði, sem kunnugt er, hröðum skrefum í kjölfar þess að aðgengi almenn- ings að lánsfé til húsnæðiskaupa var bætt verulega á árinu 2004 og vextir húsnæðislána voru lækkaðir verulega sumarið og haustið 2004.2 Verðhækkunarbylgja þessi reis hæst snemma árs 2005, og hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu t.d. um því sem næst 10% fyrstu tvo mánuði ársins og um ríflega fimmtung á tímabilinu desember 2004 til maí 2005. 1. Gerð er grein fyrir því hvernig Hagstofan reiknar húsnæðisliðinn í Peningamálum 2005/2. 2. Um áhrif kerfisbreytinganna á innlendum húsnæðislánamarkaði á þróun húsnæðisverðs er fjallað nánar í grein Lúðvíks Elíassonar og Þórarins G. Péturssonar, ,,The residential housing market in Iceland: Analysing the effects of the recent mortgage market restructuring”, Central Bank of Iceland, Working Papers, nr. 29/2006. Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - mars 20061 0 2 4 6 8 10 12 200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Verðbólgumarkmið Seðlabankans 80 120 160 200 240 280 200620052004200320022001200019991998 Reiknuð húsaleiga Greidd húsaleiga 1992 = 100 Mynd VIII-2 Þróun greiddrar og reiknaðrar húsaleigu janúar 1998 - mars 2006 Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.