Peningamál - 01.03.2006, Page 44

Peningamál - 01.03.2006, Page 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 44 2000, því að Hagstofan kannar nú húsaleigu á þriggja mánaða fresti. Einnig má líta á þetta bil sem vísbendingu um að íbúðaverð sé orðið úr takti við undirliggjandi áhrifaþætti og að það sé vísbending um að íbúðaverð kunni að lækka á ný í átt að leiguverðinu. Ef sú yrði raunin myndu áhrifin auðvitað verða til að draga úr verðbólgu. Hjöðnun vöruverðs hefur gengið til baka og horfur eru á vaxandi árshækkun á næstu mánuðum Á vormánuðum sl. ár lækkaði vöruverð verulega. Verðlækkunina mátti einkum rekja til dagvörumarkaðarins, þar sem samkeppni um markaðshlutdeild leiddi um tíma til lægra verðlags. Síðla sl. sumar og á haustmánuðum gekk þessi lækkun til baka að miklu leyti. Með vor- inu mun, sem fyrr segir, gæta grunnáhrifa lækkunarinnar fyrir ári og má gera ráð fyrir að árshækkun dagvöruverðs geti þá numið allt að 10%, ef ekki verða verulegar breytingar á dagvöruverði næstu mán- uði. Ef áhrif gengislækkunar krónunnar að undanförnu skila sér í enn frekari verðhækkunum gæti tólf mánaða breytingin orðið enn meiri. Þessar hræringar og lækkun á gengi krónunnar gætu leitt til þess að verðbólga aukist töluvert um sinn með vorinu. Eins og sjá má á mynd VIII-4, er langt frá því að verðlag inn- fluttrar vöru hafi ævinlega fylgt gengisbreytingum fyllilega eftir. T.d. gætti gengislækkunarinnar síðla árs 2001 aldrei fyllilega í innflutnings- verði, né heldur gengishækkunar krónunnar undanfarin tvö ár. Margs er að gæta í því sambandi. Í fyrsta lagi ber að gæta þess að innlendur kostnaður hefur umtalsverð áhrif á verðmyndun vöru þótt hún sé inn- flutt. Þetta getur verið nokkuð mismunandi eftir vörutegundum og ræðst meðal annars af kostnaði við dreifingu, birgðahald og smásölu. Í mörgum tilvikum er þetta umtalsverður þáttur í verðmynduninni, sem þýðir að þróun innlends launa- og húsnæðiskostnaðar, svo að nokkuð sé nefnt, getur vegið á móti áhrifum gengisbreytinga. Þá er líklegt að notkun gengisvarna sé í sumum tilvikum umtalsverð, sem dregur úr hraða aðlögunarinnar og getur jafnvel leitt til þess að skammtímabreytingar hafi lítil sem engin áhrif. Þá er hugsanlegt að mismikil samkeppni hafi áhrif á hve hratt gengisbreytinga gætir í inn- lendu verðlagi. Hins vegar er hægt að færa rök fyrir hvoru tveggja, að fákeppni auki fylgni við gengissveiflur og að hún leiði til minni fylgni. Því er ekki ljóst hvort fákeppni er ein af skýringunum. Dregið hefur úr árshækkun þjónustuverðlags Fyrir u.þ.b. ári stóðu vísitölur opinberrar og almennrar þjónustu (einka- aðila) nokkurn veginn jafnfætis miðað við grunnmánuðinn í mars 1997. Undanfarin ár hefur verðlag opinberrar þjónustu hækkað umtalsvert umfram neysluverðsvísitöluna í heild. Í ársbyrjun 2006 lækkuðu leik- skólagjöld og verðlag annarrar opinberrar þjónustu hækkaði minna en oft er raunin um áramót. Lækkun leikskólagjalda um 10% undanfarið ár vegur upp aðrar hækkanir. Fyrir vikið dró verulega úr árshækkun opinberrar þjónustu í ársbyrjun. Í mars nam hún einungis 1,8%. Þetta veldur því að kjarnavísitala 2, sem inniheldur ekki opinbera þjónustu, hækkaði nokkru meira en kjarnavísitala 1, eða um 4,4%. Verðlag þjónustu einkaaðila var í marsbyrjun 3,5% hærra en fyrir ári. Er það töluverð lækkun frá því í byrjun desember, en þá nam -10 -5 0 5 10 15 200620052004200320022001 Mynd VIII-5 Vöruverð janúar 2001 - mars 2006 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Dagvara Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis 80 90 100 110 120 130 Dagvara Nýir bílar og varahlutir Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning 2006200520042003200220012000199919981997 Mars 1997 = 100 Mynd VIII-4 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - mars 2006 Heimild: Hagstofa Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.