Peningamál - 01.03.2006, Page 45
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
45
árshækkun þessa þáttar neysluverðsvísitölunnar 4,6%. Auk þess sem
verðhækkun almennrar þjónustu hefur verið tiltölulega hófleg und-
anfarna mánuði gætir þess að 1% hækkun í janúar 2005 hverfur
úr tólf mánaða samanburðinum. Hækkunin í janúar 2005 skýrðist
af verðhækkun allmargra þátta, t.d. símaþjónustu, íþrótta- og tóm-
stundaiðju og bankaþjónustu, svo að nokkuð sé nefnt. Þessir liðir
hækkuðu ekki jafn mikið í byrjun þessa árs, þótt ýmsir liðir, t.d. flutn-
ingar og ferðalög innanlands, menntun, gisting, veitingar, hársnyrting
og bankaþjónusta hafi hækkað verulega á árinu 2005.
Meiri verðbólga undanfarna mánuði en spáð var
Í verðbólguspá sem birt var í Peningamálum 2005/4 var reiknað með að
verðbólga yrði 4% á síðasta fjórðungi ársins.3 Í reynd hækkaði vísi talan
um 4,3%. Einnig stefnir í að verðbólga á fyrsta fjórðungi þessa árs verði
töluvert meiri en Seðlabankinn reiknaði með í desember, eða rúm lega
4%. Í desember var spáð 3,4% verðbólgu á fyrsta fjórð ungi ársins.
Verðbólguvæntingar færast í aukana eftir gengislækkun
krónunnar
Í kjölfar þess að gengi krónunnar lækkaði eftir skýrslu matsfyrirtækis-
ins Fitch færðust verðbólguvæntingar verulega í aukana, hvort heldur
horft er til verðbólguálags skuldabréfa eða væntinga fyrirtækja. Vænt-
ingar einstaklinga höfðu hins vegar heldur hjaðnað í síðustu könnun, í
takti við síðustu verðbólgumælingar áður en könnunin var gerð.
Samkvæmt könnun sem gerð var 15. til 27. febrúar væntu ein-
staklingar að meðaltali 4,4% verðbólgu næstu tólf mánuði. Þetta voru
ívið lægri væntingar en í næstu könnun á undan og endurspegla lík-
lega minni verðbólgu í febrúar en mánuðina á undan. Í ljósi verðbólg-
unnar sem mældist í mars má því reikna með að verðbólguvæntingar
einstaklinga færist í aukana á ný.
Í könnun sem gerð var á viðhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi
á tímabilinu 9. febrúar til 3. mars gerðu forráðamenn fyrirtækjanna
að meðaltali ráð fyrir að verðbólga yrði 4,2% næstu tólf mánuði og
að vísitala neysluverðs hækkaði um 7,2% á næstu tveimur árum, sem
felur í sér 3% verðbólgu seinna árið. Þetta eru mestu verðbólguvænt-
ingar forráðamanna íslenskra fyrirtækja frá því að þessi könnun hóf
göngu sína í september árið 2002. Í síðustu könnun, sem gerð var
í október sl., væntu þeir að meðaltali 3,7% verðbólgu næstu 12
mánuði.
Eins og fjallað er um í kafla III jókst verðbólguálag skuldabréfa
skarpt í kjölfar þess að gengi krónunnar lækkaði í febrúar. Greinilegt
er að lækkunin ýtti undir verðbólguvæntingar, sem leiddu til þess að
eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum jókst og ávöxtunarkrafa
þeirra lækkaði. Miðað við verðbólguálag skuldabréfa til átta ára á
tímabilinu frá því að skýrsla Fitch kom út til 27. mars væntu markaðs-
aðilar að meðaltali 3,9% verðbólgu yfir líftíma bréfanna.
3. Þá lá fyrir vísitala neysluverðs í nóvember, en desember- og janúargildi vísitölunnar eru
einnig notuð við útreikning á ársfjórðungsvísitölunni. Október- og janúargildin fá hálft
vægi nóvember- og desembermánaðar. Ársfjórðungsmeðaltal fjórða ársfjórðungs er
reiknað sem (0,5*Vokt+Vnóv+Vdes+0,5*Vjan)/3, þar sem Vokt, Vnóv, Vdes og Vjan eru vísi tölu-
gildi viðkomandi mánaða.
-1
0
1
2
3
4
Opinber þjónusta
Húsnæði
Sl. 1 mán.Sl. 3 mán.Sl. 6 mán.Sl. 12 mán.
Mynd VIII-6
Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs
í mars 2006
Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 1, 3, 6 og 12 mánuði
%
Heimild: Hagstofa Íslands.
Innfluttar vörur án
áfengis og tóbaks
Innlendar vörur án
búvöru og grænmetis
Almenn þjónusta
%
Mynd VIII-7
Verðbólguvæntingar
Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 14. mars 2006
Verðbólguvæntingar almennings og stærstu fyrirtækja eru til næstu
tólf mánaða, verðbólguspár sérfræðinga á markaði miða við tólf
mánaða verðbólgu til loka árs 2006.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára
Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja
Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði
Verðbólguvæntingar almennings
2
3
4
5
6
200520042003
.
..
2006
%
Mynd VIII-8
Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði
um verðbólgu milli ársmeðaltala1
0
1
2
3
4
5
6
2005200420032002
*
*
*
*
2002
2003
2004
2005
2006
1. Punktar sýna raunverulega verðbólgu hvers árs.
Heimild: Seðlabanki Íslands.