Peningamál - 01.03.2006, Page 45

Peningamál - 01.03.2006, Page 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 45 árshækkun þessa þáttar neysluverðsvísitölunnar 4,6%. Auk þess sem verðhækkun almennrar þjónustu hefur verið tiltölulega hófleg und- anfarna mánuði gætir þess að 1% hækkun í janúar 2005 hverfur úr tólf mánaða samanburðinum. Hækkunin í janúar 2005 skýrðist af verðhækkun allmargra þátta, t.d. símaþjónustu, íþrótta- og tóm- stundaiðju og bankaþjónustu, svo að nokkuð sé nefnt. Þessir liðir hækkuðu ekki jafn mikið í byrjun þessa árs, þótt ýmsir liðir, t.d. flutn- ingar og ferðalög innanlands, menntun, gisting, veitingar, hársnyrting og bankaþjónusta hafi hækkað verulega á árinu 2005. Meiri verðbólga undanfarna mánuði en spáð var Í verðbólguspá sem birt var í Peningamálum 2005/4 var reiknað með að verðbólga yrði 4% á síðasta fjórðungi ársins.3 Í reynd hækkaði vísi talan um 4,3%. Einnig stefnir í að verðbólga á fyrsta fjórðungi þessa árs verði töluvert meiri en Seðlabankinn reiknaði með í desember, eða rúm lega 4%. Í desember var spáð 3,4% verðbólgu á fyrsta fjórð ungi ársins. Verðbólguvæntingar færast í aukana eftir gengislækkun krónunnar Í kjölfar þess að gengi krónunnar lækkaði eftir skýrslu matsfyrirtækis- ins Fitch færðust verðbólguvæntingar verulega í aukana, hvort heldur horft er til verðbólguálags skuldabréfa eða væntinga fyrirtækja. Vænt- ingar einstaklinga höfðu hins vegar heldur hjaðnað í síðustu könnun, í takti við síðustu verðbólgumælingar áður en könnunin var gerð. Samkvæmt könnun sem gerð var 15. til 27. febrúar væntu ein- staklingar að meðaltali 4,4% verðbólgu næstu tólf mánuði. Þetta voru ívið lægri væntingar en í næstu könnun á undan og endurspegla lík- lega minni verðbólgu í febrúar en mánuðina á undan. Í ljósi verðbólg- unnar sem mældist í mars má því reikna með að verðbólguvæntingar einstaklinga færist í aukana á ný. Í könnun sem gerð var á viðhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi á tímabilinu 9. febrúar til 3. mars gerðu forráðamenn fyrirtækjanna að meðaltali ráð fyrir að verðbólga yrði 4,2% næstu tólf mánuði og að vísitala neysluverðs hækkaði um 7,2% á næstu tveimur árum, sem felur í sér 3% verðbólgu seinna árið. Þetta eru mestu verðbólguvænt- ingar forráðamanna íslenskra fyrirtækja frá því að þessi könnun hóf göngu sína í september árið 2002. Í síðustu könnun, sem gerð var í október sl., væntu þeir að meðaltali 3,7% verðbólgu næstu 12 mánuði. Eins og fjallað er um í kafla III jókst verðbólguálag skuldabréfa skarpt í kjölfar þess að gengi krónunnar lækkaði í febrúar. Greinilegt er að lækkunin ýtti undir verðbólguvæntingar, sem leiddu til þess að eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum jókst og ávöxtunarkrafa þeirra lækkaði. Miðað við verðbólguálag skuldabréfa til átta ára á tímabilinu frá því að skýrsla Fitch kom út til 27. mars væntu markaðs- aðilar að meðaltali 3,9% verðbólgu yfir líftíma bréfanna. 3. Þá lá fyrir vísitala neysluverðs í nóvember, en desember- og janúargildi vísitölunnar eru einnig notuð við útreikning á ársfjórðungsvísitölunni. Október- og janúargildin fá hálft vægi nóvember- og desembermánaðar. Ársfjórðungsmeðaltal fjórða ársfjórðungs er reiknað sem (0,5*Vokt+Vnóv+Vdes+0,5*Vjan)/3, þar sem Vokt, Vnóv, Vdes og Vjan eru vísi tölu- gildi viðkomandi mánaða. -1 0 1 2 3 4 Opinber þjónusta Húsnæði Sl. 1 mán.Sl. 3 mán.Sl. 6 mán.Sl. 12 mán. Mynd VIII-6 Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs í mars 2006 Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 1, 3, 6 og 12 mánuði % Heimild: Hagstofa Íslands. Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta % Mynd VIII-7 Verðbólguvæntingar Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 14. mars 2006 Verðbólguvæntingar almennings og stærstu fyrirtækja eru til næstu tólf mánaða, verðbólguspár sérfræðinga á markaði miða við tólf mánaða verðbólgu til loka árs 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði Verðbólguvæntingar almennings 2 3 4 5 6 200520042003 . .. 2006 % Mynd VIII-8 Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði um verðbólgu milli ársmeðaltala1 0 1 2 3 4 5 6 2005200420032002 * * * * 2002 2003 2004 2005 2006 1. Punktar sýna raunverulega verðbólgu hvers árs. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.