Peningamál - 01.03.2006, Síða 50

Peningamál - 01.03.2006, Síða 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 50 Ramma grein VIII-2 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum Eftirfarandi tafl a sýnir efnahagsspár sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerðar voru um miðjan mars sl. Að venju voru þátttakendur í könnuninni greiningardeildir Glitnis hf., KB banka hf., Landsbanka Íslands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. Auk þeirra upplýsinga sem fram koma í töfl unni var spurt um nánara álit á vaxtaferli Seðlabankans þ.e. hvenær og við hvaða gildi hámarki og lágmarki stýrivaxta verði náð innan spátímabilsins. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í nóvember sl. eru þær að þeir gera nú ráð fyrir heldur minni hagvexti í ár en meiri á næsta ári, meiri verðbólgu í ár en svipaðri árið 2007, hærri stýrivöxtum og lægra gengi krónunnar á spátímabilinu. Sérfræðingar spá meiri verðbólgu á þessu ári en í grunnspá Seðlabankans Eins og í september og nóvember sl. telja sérfræðingarnir að verðbólgan verði töluvert yfi r 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans allt spátímabilið. Mat þeirra á verðbólgu milli ársmeðaltala 2005 og 2006 hefur hækkað töluvert frá því í nóvember og er nú 5,4%, sem er heldur hærra en 4,9% spá Seðlabankans. Árið 2007 telja spámenn að verðbólgan lækki í 4,6% en samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður verðbólga þá verulega meiri, eða tæplega 6%. Við samanburð á þessum spám þarf að hafa í huga að í grunnspá Seðlabankans er reiknað með óbreyttum vöxtum og gengi á spátímabilinu, ólíkt spám sérfræðinganna. Fráviksspá, sem byggist á breytilegum vöxtum og gengi, gerir ráð fyrir meiri verðbólgu á næsta ári en grunnspáin. Frávikið er því enn meira milli fráviksspár bankans og spár sérfræðinganna. Hagvaxtarhorfur hafa breyst Hagvaxtarspá sérfræðinganna hefur breyst mikið frá því í nóvember. Hún hefur lækkað fyrir árið 2006 en hækkað fyrir árið 2007. Nokkur munur er á einstökum spám, einkum fyrir árið 2007. Að meðaltali reikna sérfræðingar með 4,6% hagvexti í ár og 2,5% á næsta ári. Í spá Seðlabankans gætir meiri svartsýni: Búist er við 4,2% vexti nú í ár en aðeins 0,4% á næsta ári. Sérfræðingar spá frekari lækkun á gengi krónunnar... Sýn svarenda á þróun gengisvísitölu hefur breyst mikið frá síðustu spá enda gengi krónunnar lækkað hratt undanfarið og reikna þeir nú með miklu veikari krónu en síðast bæði til eins og tveggja ára. Spá þeir 123 stiga gengisvísitölu eftir tólf mánuði og nánast þeirri sömu eftir tvö ár. Gengisvísitalan stóð í rúmum 116 stigum 17. mars sl. Í fráviksspá Seðlabankans er reiknað með að gengisvísitalan verði komin í rúmlega 127 stig eftir tvö ár. ... hækkun stýrivaxta Seðlabankans... Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur tvívegis á síðustu mánuðum, hinn 2. desember árið 2005 og 26. janúar sl. og eru nú 10,75%. Sérfræðingarnir búast við frekari hækkun stýrivaxta og er spá þeirra jafnframt hærri en hún var í nóvember. Að meðal tali spá þeir að stýrivextir verði rúmlega 12% eftir eitt ár en að þeir lækki á ný og verði tæplega 9% eftir tvö ár en töluverður innbyrðis munur er á spám – sérstaklega þegar litið er til tveggja ára. Sem fyrr segir var einnig spurt um hágildi og lággildi stýrivaxtanna á næstu tveimur árum. Svarendur eru mjög ósammála um hvert hágildi stýrivaxta verður og eru svör á bilinu 11,25-14,75%. Meirihluti telur þó að hágildi vaxtanna náist á síðari hluta þessa árs og lággildi verði í byrjun ársins 2008 en um það eru menn frekar sammála, telja að lággildi verði í kringum 8%. Einn svarenda er á annarri skoðun og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.