Peningamál - 01.03.2006, Page 51

Peningamál - 01.03.2006, Page 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 51 álítur að lággildi vaxta næstu tveggja ára sé einmitt nú og að vextir verði hæstir að ári. ... og minni hækkunum eignaverðs en oft áður Hinn 15. mars sl. stóð úrvalsvísitalan í tæpum 6.154 stigum sem er um 18% hækkun frá því um miðjan nóvember þegar sérfræðingar á fjármálamarkaði spáðu síðast fyrir um efnahagsframvindu. Ekki sýnist þeim að sá hækkunartaktur geti haldist og gera þeir ráð fyrir að hægi á. Skoðanir eru þó afar skiptar. Einn spámannanna telur t.d. að hlutabréf muni lækka í verði hvort sem litið er til eins árs eða tveggja. Loks bjuggust svarendur við minni hækkun fasteignaverðs á næstu tveimur árum en nokkru sinni áður sem er í samræmi við framvinduna á fasteignamarki. Þó á enginn von á lækkun á verði fasteigna. Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði1 2005 2006 Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Verðbólga (yfir árið) 6,1 5,2 7,0 4,1 3,2 5,1 Verðbólga (milli ársmeðaltala) 5,4 4,7 5,8 4,6 2,9 5,6 Hagvöxtur 4,6 4,0 5,1 2,5 0,8 3,5 Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Verðbólga 5,8 5,1 6,7 3,9 2,9 5,0 Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla 123,4 120,0 127,5 122,8 116,0 125,0 Stýrivextir Seðlabankans 12,1 10,8 14,5 8,7 7,0 12,0 Langtímanafnvextir2 8,1 7,0 9,5 7,4 6,4 8,5 Langtímaraunvextir3 4,1 3,6 5,2 3,8 3,4 4,6 Úrvalsvísitala aðallista 6.594 5.500 7.066 7.154 5.200 8.295 Breyting fasteignaverðs 5,5 2,0 10,0 6,6 4,0 10,0 1. Taflan sýnir breytingu milli tímabila í % nema að því er varðar gengi, vexti og úrvalsvísitölu. Sýnd eru þau gildi sem spáð er fyrir vexti (%), gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (stig) og úrvalsvísitölu aðallista (stig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningardeildir Glitnis hf., KB banka hf., Landsbanka Íslands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. 2. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í ríkisbréf (RIKB 13 0517). 3. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í húsnæðisbréf (HFF 15 0644). Heimild: Seðlabanki Íslands. verður lítillega minni í fráviksspánni fram undir mitt næsta ár en þá er aðhaldsstig peningastefnunnar orðið minna og leiðir til þess að sam- drátturinn í fráviksspánni verður minni undir lok spátímans. Verðbólguhorfur í báðum spánum eru því svipaðar framan af en draga fer í sundur þegar líður á næsta ár. Verðbólgan hjaðnar heldur hægar í fráviksspánni, enda gengi krónunnar lægra og framleiðslu- spenna meiri, þrátt fyrir heldur hærri stýrivexti framan af. Samkvæmt fráviksspánni verður verðbólga u.þ.b. 6% eftir tvö ár, eða um ½ prósentu meiri en í grunnspánni. Slæmar verðbólguhorfur staðfestast því enn frekar í fráviksspánni. Útlit er fyrir að stýrivextir þurfi að hækka meira en greiningaraðilar gera ráð fyrir Bæði grunn- og fráviksspá gefa til kynna að stýrivextir þurfi að hækka töluvert frá því sem nú er eigi að ná verðbólgumarkmiðinu á spá- tímanum. Samkvæmt grunnspánni verður verðbólga töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu jafnvel að því gefnu að gengi krónunnar lækki ekki frekar frá því sem orðið er. Allir greiningaraðilar gera hins vegar ráð fyrir því að gengi krónunnar lækki áfram á næstunni. Fráviksspáin 3 4 5 6 7 Fráviksspá með breytilegum vöxtum og gengi Grunnspá 200720062005 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd VIII-11 Mismunandi verðbólguferlar Spátímabil: 1. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.