Peningamál - 01.03.2006, Page 52

Peningamál - 01.03.2006, Page 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 52 gefur vísbendingu um að hækkun stýrivaxta, sem greiningaraðilar vænta, nægi ekki til að vega á móti áhrifum gengislækkunarinnar sem gert er ráð fyrir í spánni. Áhættumat grunnverðbólguspárinnar Umtalsverð óvissa er um ýmsar forsendur spárinnar og áföll og búhnykki sem dunið gætu á þjóðarbúskapnum á næstu árum. Af þessum sökum leggur bankinn mikla áherslu á að horfa til allrar lík- indadreifingar grunnspárinnar við mat sitt á verðbólguhorfum næstu tveggja ára. Helstu óvissuþættir spárinnar þeir sömu og áður Í meginatriðum eru óvissuþættir grunnspárinnar þeir sömu og hafa verið í síðustu spám bankans. Þó hefur líklega heldur dregið úr hættu á verulegri gengislækkun í ljósi þess að gengi krónunnar hefur þegar lækkað nokkuð og vaxtamunur gagnvart útlöndum er enn töluvert mikill. Hins vegar hefur ójafnvægið á eignamarkaði frekar aukist og því e.t.v. meiri hætta á skarpri leiðréttingu á næstu misserum sem dregið gæti snögglega úr innlendum eftirspurnarþrýstingi. Nú er þó gert ráð fyrir nokkurri lækkun húsnæðisverðs síðari hluta spátímans, sem ætti að draga úr líkum á stórum frávikum. Einnig er hætta á að launaliður kjarasamninga verði endurskoð- aður eða þeim verði sagt upp næsta vetur ef verðbólga verður langt Tafl a VIII-1 Helstu ósamhverfi r óvissuþættir grunnspár Óvissuþáttur Skýring Einkaneysla Aukin skuldsetning og lækkun eignaverðs gæti sleg- ið á mögulegan vöxt einkaneyslu umfram það sem gert er ráð fyrir í meginspánni Gengisþróun Mikill viðskiptahalli og væntingar um aukna verð- bólgu næstu árin geta þrýst niður gengi krónunnar Opinber fjármál Möguleiki á að aðhald í opinberum fjármálum verði minna en gert er ráð fyrir – sérstaklega í ljósi kosn- ingaára framundan Möguleiki á að áhrif skattalækkanaáætlana á vænt- ingar um framtíðartekjur séu vanmetin og að eftir- spurnaráhrif áforma verði því meiri Launakostnaður Möguleiki á að launakostnaður hækki meira en gert er ráð fyrir vegna mikillar verðbólgu og slæmra verðbólguhorfa á sama tíma og mikil þensla er á inn- lendum vinnumarkaði Eignaverð Möguleiki á lækkun eignaverðs sem dragi úr einka- neyslu þegar líða tekur á spátímabilið Alþjóðleg efnahagsmál Erlendir vextir gætu hækkað hraðar og meira en gert er ráð fyrir og aukið þannig við greiðslubyrði erlendra lána umfram það sem meginspáin gerir ráð fyrir Áhættumat Seðlabankans Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Peningamál 2005/3 Upp á við Upp á við Peningamál 2005/4 Upp á við Upp á við Peningamál 2006/1 Upp á við Upp á við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.