Peningamál - 01.03.2006, Síða 64
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
64
Ungverjalandi til Brasilíu. Í kjölfarið hafa fjárfestar vafalítið endurmetið
stöðu sína og sumir jafnvel horfi ð frá viðskiptum með krónuna.
Neikvæð skilaboð
Hinn 8. mars birtist greining stórs alþjóðlegs banka á íslenskum bönk-
um en þar var farið fremur neikvæðum orðum um stöðu þeirra. Fleiri
greiningaraðilar fetuðu sömu slóð og því til viðbótar jókst umfjöllun um
íslenska bankakerfi ð í erlendum fjölmiðlum. Þetta olli fremur snarpri
lækkun á gengi krónunnar og hækkaði vísitala gengis skráningar úr
111,9 í 116,2 frá upphafi til loka viðskipta 8. mars. Næsta dag sveifl -
aðist krónan hófl ega og endaði á smávægilegri styrkingu. Hinn 10.
mars varð allsnörp veiking í upphafi dags og hækkaði vísitala geng-
isskráningar um 2,5% á u.þ.b. klukkustund en róaðist síðan og var á
bilinu frá 117 til 118,2 það sem eftir lifði dags. Mánudaginn 13. mars
varð aftur skörp veiking gengisins rétt eftir opnun fyrir viðskipti og
hækkaði vísitala gengisskráningar um 1,9% á 25 mínútum. Vísitalan
fór yfi r 120 en var 119,6 í lok dags. Samtals hafði þá vísitalan hækkað
um rúmlega 13% frá 21. febrúar 2006. Við upphaf viðskipta 14. mars
lækkaði vísitalan og var á bilinu frá 117,6 til 118,8 það sem eftir lifði
dagsins. Mesti óróinn var genginn yfi r og næstu daga voru sveifl ur
hófl egri.
Hinn 16. mars var birt tilkynning um að Standard & Poor's stað-
festi óbreytt lánshæfi smat íslenska ríkisins og að horfur væru áfram
stöðugar. Í lok dags 17. mars var vísitalan 117,6. Greinilegt er af hreyf-
ingum á markaði að hann er viðkvæmur og kvikur ef óvæntar fréttir
berast. Hættan á yfi rskotum er því augljós. Veltan á gjaldeyrismarkaði
fyrstu 2½ mánuði þessa árs var 803 ma.kr. en til samanburðar var hún
tæplega 2.100 ma.kr. á öllu síðasta ári.
Ramma grein 1
Yfirlit gjaldeyrismarkaðar
2005
Gengisstyrking
Á árunum 2002 til 2005 styrktist gengi krónunnar eins og sjá má í
töfl u 1. Viðskipti Seðlabankans voru heldur minni í fyrra en árið áður
og hann keypti eingöngu gjaldeyri fyrir ríkissjóð. Framan af síðasta
ári keypti Seðlabankinn 2,5 milljónir Bandaríkjadala einu sinni í viku.
Í maí keypti bankinn aukalega 100 milljónir Bandaríkjadala í fi mm
jöfnum áföngum. Í september jók bankinn reglu leg kaup í 2,5 millj-
ónir Bandaríkjadala á dag út árið.
Á árinu 2005 var vísitalan skráð lægst þann 4. nóvember
100,5898 stig sem er lægsta gildi síðan 1992. Hæst var vísitalan
skráð á árinu hinn 13. maí 116,8131 stig.
Tafl a 1. Yfi rlit millibankamarkaðar með gjaldeyri 2002-2005
Gengisvísitala
Meðalvelta Breyting Styrking/ Gengi Gengi Banda-
Velta Velta SÍ á dag yfi r ár veiking evru í ríkjadals
(m.kr.) (m.kr.) (m.kr.) Í lok árs (%) (%) lok árs í lok árs
2002 834.444 4.528 3.378 124,8994 -11,92 13,53 84,71 80,77
2003 1.185.566 43.208 4.781 123,4179 -1,19 1,20 89,76 71,16
2004 948.249 27.228 3.763 113,0158 -8,43 9,20 83,51 61,19
2005 2.077.467 24.648 8.310 104,9002 -7,18 7,74 74,70 63,13
PM061_MOA.indd 64 6.4.2006 09:27:04