Peningamál - 01.03.2006, Síða 67
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
67
á gengi krónunnar í febrúar og framan af mars stóð gjaldeyrisforðinn
í 79 ma.kr. um miðjan mars. Þar af átti ríkissjóður um 13 ma.kr. Í apríl
nk. fellur erlent lán ríkissjóðs í gjalddaga að fjárhæð um 22 ma.kr. og
mun hann þá nýta uppsafnaðar gjaldeyrisinnstæður ásamt skamm-
tímalántöku til að greiða það upp. Skammtímalánin verða síðan greidd
upp smátt og smátt út árið með þeim gjaldeyri sem Seðlabankinn
kaupir reglulega á innlendum millibankamarkaði í samræmi við áform
sem lýst var í Peningamálum 2005/4, þ.e. 5 m. Bandaríkjadala á viku.
Ávöxtun íbúðabréfa á fl eygiferð
Miklar sveifl ur hafa verið á ávöxtun íbúðabréfa frá miðjum september
þegar hún var hvað lægst. Það vekur einnig athygli hversu ólík þróun
hefur orðið á einstökum fl okkum. Þannig reis ávöxtun HFF 150914 í
4,78% 8. febrúar, talsvert hærra en hinir fl okkarnir, en lækkaði einn-
ig meira en þeir og fór í 3,89% 13. mars. Ljóst er að vegna þess að
þetta er styttri fl okkur en hinir er minni áhætta að eiga viðskipti með
hann en mynstrið hefur þó ekki verið algilt eins og sjá má á mynd 6.
Íbúðalánasjóður bauð út íbúðabréf í júlí en síðan kom hlé á útboðum
til 22. nóvember. Þá hækkaði ávöxtun íbúðalána um 0,45 prósentur
í 4,60% en sjóðurinn bauð þá einnig nýja tegund lána sem voru án
uppgreiðsluheimildar. Þessi fl okkur bar 4,35% ávöxtun. Kjósi skuldari
að greiða upp lán þarf hann að greiða mun á uppreiknuðu verði þess
og markaðskjörum íbúðabréfa af sambærilegri lengd. Íbúðalánasjóður
bauð út íbúðabréf hinn 22. desember og tók þá tilboðum að fjárhæð
3,1 ma.kr. í lengsta fl okki íbúðabréfa, HFF 150644, á ávöxtunarkröfu
4,11%. Þetta leiddi til 0,10% hækkunar vaxta í útlánum sjóðsins. Í
útboðinu beitti sjóðurinn nýrri aðferð, þ.e. útboðið fór fram utan hefð-
bundins viðskiptatíma og virtist sú aðferð reynast vel. Íbúðalánajóður
bauð aftur út íbúðabréf 7. mars og tók tilboðum að fjárhæð 4,4 ma.kr.
í bréf í skemmsta fl okknum, HFF 150914 á ávöxtunarkröfu 4,09%. Í
kjölfarið lækkaði sjóðurinn vexti til lántaka um 0,05%. Hinn 7. febrúar
voru birtar fréttir af lánshæfi smati fyrirhugaðrar útgáfu Kaupþings
banka á fasteignatryggðum skulda bréfum og hafði það talsverð áhrif
á ávöxtun íbúðabréfa.
Hægt hefur á útlánum til fasteignakaupa og kann samdráttur í
útgáfu að valda aukinni eftirspurn eftir þeim en einnig hefur yfi rlýs-
ing frá lánshæfi smatsfyrirtækinu Moody’s, sem fyrr er greint frá, um
mat á fyrirhugaðri útgáfu Kaupþings banka á veðskuldabréfum, sem
byggjast á fasteignaveðbréfum, sennilega haft áhrif á væntingar mark-
aðarins um framboð íbúðabréfa. Íbúðalánasjóður lánaði út 10,6 ma.kr.
á tímabilinu frá desember 2005 til febrúarloka 2006, samanborið við
14,45 ma.kr. ári fyrr sem er um 26% samdráttur. Útlán banka til fast-
eignakaupa hafa einnig dregist skarpt saman. Talsvert hefur hægt á
uppgreiðslum eldri lána Íbúðalánasjóðs.
Vanhöld í vaxtamyndun óverðtryggðra bréfa
Í desember tilkynnti ríkissjóður að hann hygðist breyta fyrirkomulagi
verðbréfaútgáfu sinnar. Breytingarnar miðuðu að því að styrkja þá tvo
fl okka ríkisbréfa sem eru á gjalddaga 2010 og 2013 en einnig var til-
kynnt um breytingu á útgáfu ríkisvíxla þar sem einungis verða gefnir
út eins mánaðar víxlar í stað þriggja mánaða víxla áður. Þar að auki
Mynd 7
Ávöxtun ríkisbréfa
Daglegar tölur 16. nóvember 2005 - 17. mars 2006
%
Heimild: Seðlabanki Íslands.
7,0
7,5
8,0
8,5
9,0
9,5
10,0
10,5
RIKB 13 0517
RIKB 10 0317
RIKB 07 0209
marsfeb.jan.des.nóv.
3,5
4,0
4,5
5,0
marsfeb.jan.des.nóv.
HFF 15 0644
HFF 15 0634
HFF 15 0224
HFF 15 0914
Mynd 6
Raunávöxtun íbúðabréfa
Daglegar tölur 16. nóvember 2005 - 17. mars 2006
%
Heimild: Seðlabanki Íslands.
PM061_MOA.indd 67 6.4.2006 09:27:06