Peningamál - 01.03.2006, Síða 69

Peningamál - 01.03.2006, Síða 69
Starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum Í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 segir að bankastjórn setji starfsreglur sem bankaráð staðfestir um und ir búning, rökstuðning og kynningu ákvarðana sinna í peningamálum. Í samræmi við þetta ákvæði voru starfs reglur staðfestar í janúar 2002.1 Þær hafa nú verið endurskoðaðar og voru þær staðfestar að nýju í febrúar 2006. Í skýringum við greinina um starfsreglurnar sagði í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga um Seðlabanka Íslands 2001: „Ákvarðanir sem teknar eru á fundum bankastjórnar skulu skráðar með viðeigandi hætti og staðfestar með áritun bankastjórnar. Til þess að tryggja að ætíð séu viðhöfð bestu faglegu vinnubrögð við mótun og framkvæmd pen inga- stefnunnar, í ljósi ákvæðanna um meginmarkmið stefnunnar skv. 3. gr., þykir rétt að festa í lög ákvæði um að sérstakar starfsreglur gildi um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana bankastjórnar í peningamálum. Hér er t.d. átt við verkferli sem gilda við undirbúning ákvarðana, við hvaða upplýsingar skuli stuðst og eftir atvikum hvaða embættismenn bankans aðrir en bankastjórar taki þátt í því ferli þótt á endanum sé það bankastjórn sem formlega tekur ákvörðun. Mik- ilvægt er einnig að gera skýra grein fyrir ákvörðunum bankastjórnar, sérstaklega þeim sem varða beitingu stjórntækja bankans í peninga- málum. Þær skal birta opinberlega þannig að skýrt sé á hvaða forsend- um þær byggjast og hvað í þeim felst. Með ákvæðum þessarar greinar er leit ast við að tryggja að ákvarðanir bankastjórnar séu ætíð reistar á eins faglegum grunni og kostur er, að peningastefnan sé gagnsæ og að bankastjórn standi reikningsskil gerða sinna gagnvart stjórnvöldum og almenningi. Greinin felur ekki í sér kvöð um að bankastjórn skuli birta frásagnir af umræðum á fundum þegar ákvarðanir í peningamálum eru teknar eða afstöðu einstakra bankastjóra.” Sem fyrr segir voru fyrstu reglur þessa efnis settar í janúar 2002. Þær hafa nú verið endurskoðaðar í ljósi reynslu og með hliðsjón af því að frá og með árinu 2006 tekur bankastjórn Seðlabanka Íslands ákvarðanir um vexti á fyrirfram ákveðnum og tilkynntum dögum. Nýj- ar reglur voru formlega staðfestar 24. febrúar 2006. Þær eru eftirfar- andi: Starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum Starfsreglur þessar eru settar með hliðsjón af ákvæðum 3. mgr. 24. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Þær byggjast á eftirfarandi meginsjónarmiðum: • Að ákvarðanir í peningamálum séu í samræmi við markmið bank- ans. • Að bestu faglegu vinnubrögð séu viðhöfð við ákvarðanir í pen- ingamálum og að þær séu vel grundaðar. 1. Birtar í Peningamálum 2002/1. PM061_Starfsreglur.indd 69 30.3.2006 10:04:30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.