Peningamál - 01.03.2006, Page 70

Peningamál - 01.03.2006, Page 70
STARFSREGLUR UM UNDIRBÚNING, RÖKSTUÐNING OG KYNNINGU ÁKVARÐANA Í PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 70 • Að tryggt sé eftir föngum að upplýsingar sem máli skipta og þekk- ing starfsmanna nýtist við ákvarðanir í peningamálum. • Að ákvörðunarferlið auki gagnsæi peningastefnunnar og auðveldi kynningu á henni. • Að fyrir liggi eftir á hvernig einstakar ákvarðanir voru teknar og hvaða ráð og rök lágu að baki. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 23. gr. nr 36/2001 fer bankastjórn með ákvörðunarvald í peningamálum. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 36/2001 er meginmarkmið Seðlabanka Íslands að stuðla að stöðugu verðlagi. Í yfi rlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 var bankanum sett tölulegt mark- mið um verðbólgu sem er að jafnaði sem næst 2½% hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum. Vinnuferli við ákvarðanir í peningamálum 1. Seðlabanki Íslands gerir verðbólguspá sem skal birt í riti bankans Peningamálum. Verðbólguspáin er gerð á hagfræðisviði bankans og byggist á þjóðhagsspá og öðrum spálíkönum sem hagfræðisvið ræður yfi r og þróar. Bankastjórn staðfestir formlega verðbólguspá til birtingar í Peningamálum. Ítarleg grein skal hverju sinni gerð fyrir forsendum hennar. 2. Fyrir lok hvers almanaksárs skal bankastjórn ákveða og tilkynna opinberlega eigi færri en sex vaxtaákvörðunardaga fyrir komandi ár. Útgáfudagar Peningamála geta verið formlegir vaxtaákvörð un- ardagar. 3. Í aðdraganda vaxtaákvarðana efnir bankastjórn til peningastefnu- funda sem hér segir: a. Um það bil viku fyrir vaxtaákvörðunardag efnir bankastjórn til fundar þar sem ítarlega er farið yfi r þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Á þessum fundi skal leggja fram öll tiltæk gögn sem máli skipta við greiningu á framvindu efnahagsmála og við mat bankans á samræmi peningastefnu og verðbólg- umarkmiðs. Meðal þessa efnis eru Hagvísar, frekari vísbend- ingar um þróun eftirspurnar, utanríkisviðskipti og vinnumarkað og upp lýsingar um miðlun peningastefnunnar og lausafjáráhrif að gerða Seðlabankans. Í þeim tilvikum þar sem vaxtaákvörðunardagur er jafn- framt útgáfudagur Peningamála skal fyrir fundinn leggja fram drög að þjóðhags- og verðbólguspá og drög að meginköfl um Peningamála til kynningar og umræðu á fundinum. Aðalhag- fræðingur og framkvæmdastjórar hafa framsögu um efni sem frá sviðum þeirra kemur. b. Þegar líður nær vaxtaákvörðun efnir bankastjórn til fundar þar sem m.a. verður kynnt og rætt mat á samræmi peninga stefnu og verðbólgumarkmiðs í ljósi greiningarinnar á stöðu og horf- um sem kynnt var og rædd á fundi skv. a-lið. Lögð skulu fram til umfjöllunar drög að inngangi í Peningamál eða frétt um vænt- anlega ákvörðun bankastjórnar þegar ákvörðunardagur er ekki útgáfudagur Peningamála. PM061_Starfsreglur.indd 70 30.3.2006 10:04:33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.