Peningamál - 01.05.2010, Side 5

Peningamál - 01.05.2010, Side 5
I Verðbólguhorfur og stefnan í peningamálum Gengi krónunnar styrkist … Frá því að Peningamál komu síðast út 27. janúar sl. hefur gengi krón- unnar styrkst um 3½% miðað við viðskiptavegið meðaltal og tæplega 6% gagnvart evru. Gengi krónunnar gagnvart evru var því tæplega 176 kr. að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og hafði styrkst um 4% frá fyrri ársfjórðungi en síðasta spá gerði ráð fyrir að gengi evru héldist nánast óbreytt frá fjórðungnum á undan, í rúmlega 183 kr. Þessi styrking varð án nokkurra inngripa Seðlabankans á gjald- eyrismarkaði en bankinn hefur ekki komið inn á markaðinn frá því snemma í nóvember á síðasta ári. Gengisstyrkingin endurspeglar að nokkru leyti lækkun á gengi evru og punds gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Viðskiptakjör hafa einn- ig batnað, viðskiptaafgangur aukist og gjaldeyrishöftin virðast halda betur en áður. Líklegt er að höftin hafi komið í veg fyrir að tímabund- in hækkun áhættuálags á innlendar fjáreignir að undanförnu veiktu krónuna. … sem hefur gefið svigrúm til áframhaldandi lækkunar vaxta Styrking krónunnar að undanförnu og áframhaldandi hjöðnun árs verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi hafa gert peningastefnunefnd 1. Í þessari grein er byggt á gögnum sem lágu fyrir í lok apríl. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Horfur á hægum bata frá seinni hluta þessa árs Gengi krónunnar hefur styrkst frá útgáfu Peningamála í lok janúar. Á sama tíma hafa vextir Seðlabankans lækk- að um eina prósentu. Skammtímaraunvextir hafa einnig lækkað en áhættuleiðréttur vaxtamunur við útlönd hefur aukist lítillega og hefur, ásamt gjaldeyrishöftum, stutt við gengi krónunnar. Alþjóðlegur efnahagsbati heldur áfram með svipuðum hætti og spáð var í janúar, þótt alþjóðaviðskipti hafi reynst kröftugri. Þróttur inn- lends efnahagslífs hefur einnig reynst nokkru meiri en spáð var í janúar. Samdráttur síðasta árs var minni en áður hafði verið reiknað með og vísbendingar eru um að einkaneysla verði sterkari út spátímann. Fjárfesting verður hins vegar veikari á þessu ári vegna frekari seinkunar stóriðjufjárfestingar og meiri samdráttar ann- arrar atvinnuvegafjárfestingar. Efnahagsbata seinkar því um einn ársfjórðung, til þriðja ársfjórðungs þessa árs. Samkvæmt því mun efnahagssamdrátturinn hér á landi vara í tíu ársfjórðunga sem er lengra en í öðrum iðnríkj- um. Þótt efnahagsbata seinki frá því sem spáð var í janúar, veldur kröftugri einkaneysla því að landsframleiðsla dregst minna saman á þessu ári en þá var spáð. Jafnframt eru horfur á hægum vexti á næstu tveimur árum. Sveigjanleiki á vinnumarkaði hefur verið töluvert meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þannig dróst atvinna meira saman á síðasta ári og launakostnaður jókst mun minna en reiknað var með í janúar. Sveigjanleikinn hefur líklega átt ríkan þátt í að vega á móti meiri verðbólguþrýstingi sakir gengislækkunar og komið í veg fyrir að atvinnuleysi ykist meira en raun ber vitni. Útlit er fyrir að gengi krónunnar verði heldur sterkara á spátím- anum en spáð var í janúar. Tiltölulega stöðugt gengi og vannýtt framleiðslugeta munu stuðla að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Spáð er að undirliggjandi verðbólga verði í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans snemma á næsta ári en að mæld verðbólga verði í samræmi við markmiðið þegar líða tekur á næsta ár. Sem endranær ríkir mikil óvissa um efnahagshorfur. Þó hefur dregið úr óvissu um framgang efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með samþykki annarrar endurskoðunar áætlunarinnar. Mynd I-1 Gengi krónu gagnvart evru og inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði Desember 2008 - apríl 2010 Millj.evra Inngrip á gjaldeyrismarkaði (v. ás) Gengi krónu gagnvart evru (h. ás) Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 140 145 150 155 160 165 170 175 180 185 2009‘08 Kr./evra 2010

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.