Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 28 Gengi krónunnar hefur hækkað Miðað við þrönga viðskiptavog hefur gengi krónunnar hækkað um 3½% frá útgáfu síðustu Peningamála í janúar. Þar af hefur krónan styrkst um tæplega 6% gagnvart evru og pundi en er óbreytt gagn- vart Bandaríkjadal. Þessi styrking hefur orðið án nokkurra inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði en bankinn hefur ekki átt viðskipti á þeim markaði frá því snemma í nóvember í fyrra. Hert eftirlit með gjaldeyrishöftum skýrir þessa þróun að miklu leyti. Þó eru aðrir þættir sem einnig kunna að hafa lagst á sveif með krónunni. Viðskiptakjör hafa batnað á árinu og afgangur af vöruskiptum við útlönd aukist (sjá umfjöllun í köflum II og VII). Innstæður á gjaldeyrisreikningum í bankakerfinu hafa hald- ist nokkuð stöðugar síðustu mánuði. Fyrirtæki eru því ekki að safna erlendum gjaldeyri. Bati á viðskiptum við útlönd ætti því að styðja við gengi krónunnar. Velta á gjaldeyrismarkaði hefur hins vegar verið með minnsta móti frá áramótum sem bendir til að hægfara styrking krón- unnar undanfarið geti reynst brothætt. Veltan á fyrsta fjórðungi ársins nam 3,5 ma.kr. samanborið við 16 ma.kr. á fjórða fjórðungi síðasta árs og 11,4 ma.kr. á sama tíma fyrir ári. Gengi krónunnar á aflandsmarkaði hefur heldur veikst frá útgáfu Peningamála í janúar og hafa viðskipti farið fram á genginu 260-290 kr. á móti evru og endurspeglar sú þróun í meginatriðum harðari framfylgd gjaldeyrishafta. Þróunina á aflandsmarkaði þarf þó að túlka með varúð því viðskipti eru mjög fátíð og eru vísbendingar um að enn frekar hafi dregið úr þeim á undanförnum mánuðum. Vaxtaálag á skuldbindingar ríkissjóðs enn hátt Eins og kemur fram hér að ofan hefur skuldatryggingarálag á ríkissjóð til fimm ára að undanförnu verið í grennd við 3,8 prósentur. Þróun álagsins hefur að sumu leyti verið í takt við þróun álags á ríkissjóði þeirra landa sem talin eru hafa farið verst út úr fjármálakreppunni eða sem eru mjög skuldsettir (sjá mynd III-12). Álagið fór lækkandi á síðari hluta síðasta árs og var nálægt 3,5 prósentum áður en Icesave- lögunum svokölluðu var synjað staðfestingar af forseta Íslands. Í kjölfarið lækkaði lánshæfismatsfyrirtækið Fitch lánshæfismat ríksins niður fyrir fjárfestingarflokk og aðrir breyttu horfunum í neikvæðar. Þetta endurspeglar mat þessara aðila á áhrifum tafa á framgangi efnahagsáætlunar stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í kjölfarið fór skuldatryggingarálagið hæst í 6,75 prósentur. Síðan þá hefur álagið heldur lækkað og er nú um 3,8 prósentur eins og fyrr segir. Þessi þróun endurspeglar einnig að hluta alþjóðlega þróun, þ.e. aukna bjartsýni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þegar líða tók á síð- asta ár og aukinn ótta síðustu vikur við að skuldsettir ríkissjóðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. ríkissjóður Grikklands. Áhrif þessa óróleika á skuldatryggingarálag íslenska ríkissjóðsins hefur þó verið takmarkað fram að þessu. Annað eignaverð Frá hruni bankanna hefur innlendur hlutabréfamarkaður leikið mun minna hlutverk en áður enda var vægi bankanna og ann- arra fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði mjög mikið fyrir fall þeirra. Úrvalsvísitalan (OMXI6) stóð í 962 stigum fyrir þessa útgáfu Mynd III-10 Gengi krónu gagnvart evru Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 30. apríl 2010 Kr./evra Erlendis Innanlands1 1. Gengi innanlands er lokagengi dagsins. Heimild: Reuters. 2008 2009 50 100 150 200 250 300 350 2010 Punktar Mynd III-11 Skuldatryggingarálag ríkisins Daglegar tölur 28. mars 2007 - 30. apríl 2010 Heimild: Bloomberg. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 2010200920082007 M.kr. Mynd III-9 Velta á gjaldeyrismarkaði Daglegar tölur 4. desember 2008 - 30. apríl 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 1.300 20102009‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.