Peningamál - 01.05.2010, Side 28

Peningamál - 01.05.2010, Side 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 28 Gengi krónunnar hefur hækkað Miðað við þrönga viðskiptavog hefur gengi krónunnar hækkað um 3½% frá útgáfu síðustu Peningamála í janúar. Þar af hefur krónan styrkst um tæplega 6% gagnvart evru og pundi en er óbreytt gagn- vart Bandaríkjadal. Þessi styrking hefur orðið án nokkurra inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði en bankinn hefur ekki átt viðskipti á þeim markaði frá því snemma í nóvember í fyrra. Hert eftirlit með gjaldeyrishöftum skýrir þessa þróun að miklu leyti. Þó eru aðrir þættir sem einnig kunna að hafa lagst á sveif með krónunni. Viðskiptakjör hafa batnað á árinu og afgangur af vöruskiptum við útlönd aukist (sjá umfjöllun í köflum II og VII). Innstæður á gjaldeyrisreikningum í bankakerfinu hafa hald- ist nokkuð stöðugar síðustu mánuði. Fyrirtæki eru því ekki að safna erlendum gjaldeyri. Bati á viðskiptum við útlönd ætti því að styðja við gengi krónunnar. Velta á gjaldeyrismarkaði hefur hins vegar verið með minnsta móti frá áramótum sem bendir til að hægfara styrking krón- unnar undanfarið geti reynst brothætt. Veltan á fyrsta fjórðungi ársins nam 3,5 ma.kr. samanborið við 16 ma.kr. á fjórða fjórðungi síðasta árs og 11,4 ma.kr. á sama tíma fyrir ári. Gengi krónunnar á aflandsmarkaði hefur heldur veikst frá útgáfu Peningamála í janúar og hafa viðskipti farið fram á genginu 260-290 kr. á móti evru og endurspeglar sú þróun í meginatriðum harðari framfylgd gjaldeyrishafta. Þróunina á aflandsmarkaði þarf þó að túlka með varúð því viðskipti eru mjög fátíð og eru vísbendingar um að enn frekar hafi dregið úr þeim á undanförnum mánuðum. Vaxtaálag á skuldbindingar ríkissjóðs enn hátt Eins og kemur fram hér að ofan hefur skuldatryggingarálag á ríkissjóð til fimm ára að undanförnu verið í grennd við 3,8 prósentur. Þróun álagsins hefur að sumu leyti verið í takt við þróun álags á ríkissjóði þeirra landa sem talin eru hafa farið verst út úr fjármálakreppunni eða sem eru mjög skuldsettir (sjá mynd III-12). Álagið fór lækkandi á síðari hluta síðasta árs og var nálægt 3,5 prósentum áður en Icesave- lögunum svokölluðu var synjað staðfestingar af forseta Íslands. Í kjölfarið lækkaði lánshæfismatsfyrirtækið Fitch lánshæfismat ríksins niður fyrir fjárfestingarflokk og aðrir breyttu horfunum í neikvæðar. Þetta endurspeglar mat þessara aðila á áhrifum tafa á framgangi efnahagsáætlunar stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í kjölfarið fór skuldatryggingarálagið hæst í 6,75 prósentur. Síðan þá hefur álagið heldur lækkað og er nú um 3,8 prósentur eins og fyrr segir. Þessi þróun endurspeglar einnig að hluta alþjóðlega þróun, þ.e. aukna bjartsýni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þegar líða tók á síð- asta ár og aukinn ótta síðustu vikur við að skuldsettir ríkissjóðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. ríkissjóður Grikklands. Áhrif þessa óróleika á skuldatryggingarálag íslenska ríkissjóðsins hefur þó verið takmarkað fram að þessu. Annað eignaverð Frá hruni bankanna hefur innlendur hlutabréfamarkaður leikið mun minna hlutverk en áður enda var vægi bankanna og ann- arra fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði mjög mikið fyrir fall þeirra. Úrvalsvísitalan (OMXI6) stóð í 962 stigum fyrir þessa útgáfu Mynd III-10 Gengi krónu gagnvart evru Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 30. apríl 2010 Kr./evra Erlendis Innanlands1 1. Gengi innanlands er lokagengi dagsins. Heimild: Reuters. 2008 2009 50 100 150 200 250 300 350 2010 Punktar Mynd III-11 Skuldatryggingarálag ríkisins Daglegar tölur 28. mars 2007 - 30. apríl 2010 Heimild: Bloomberg. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 2010200920082007 M.kr. Mynd III-9 Velta á gjaldeyrismarkaði Daglegar tölur 4. desember 2008 - 30. apríl 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 1.300 20102009‘08

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.