Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 42 hún verði kominn á svipað stig í lok spátímans og hún var fyrir hrunið. Miðað við langtímaleitnivöxt framleiðslugetunnar má hins vegar áætla að u.þ.b. 5% framleiðslugetunnar hafi varanlega tapast í kjölfar fjár- málahrunsins.6 Mat á framleiðslugetu er ætíð háð mikilli óvissu en þó sjaldan jafn mikilli eins og við verulegar breytingar af þessu tagi. Viðhorfskönnun Capacent Gallup, sem rætt var um hér að framan, gefur til kynna að verulegur framleiðsluslaki sé fyrir hendi. Aðeins lítið brot fyrirtækja býr við skort á starfsfólki og flest fyrirtæki segjast auðveldlega geta brugð- ist við óvæntri aukningu í eftirspurn. Í spánni er gert ráð fyrir að fram- leiðsluslakinn nái hámarki um mitt þetta ár en að smám saman dragi úr honum og jafnvægi skapist á milli eftirspurnar og framleiðslugetu í efnahagslífinu þegar líður á árið 2013. Framleiðslugetu í framtíðinni stafar þó nokkur ógn ef mannauður tapast takist langtímaatvinnuleysi fjölmenns hóps að festa rætur sínar hér á landi eða ef endurskipulagn- ing skulda nær ekki fram að ganga sem skyldi. 6. Þá er miðað við að framleiðslugetan hafi vaxið í samræmi við u.þ.b. 3% leitnivöxt frá árinu 2005 og sú framleiðslugeta borin saman við spáða framleiðslugetu sjö árum eftir hrunið, sem er í samræmi við hefðbundna aðferðafræði við mat á slíku tapi. Þetta er heldur meira tap á framleiðslugetu en OECD metur fyrir OECD-ríkin í heild, en þeirra mat er á bilinu 3-3½%. Hærra mat hér á landi er í samræmi við þá staðreynd að hrunið hér á landi var stærra í sniðum en einnig í samræmi við niðurstöður alþjóðlegra rannsókna sem benda til þess að tapið verði því meira sem þjóðhagslegt ójafnvægi fyrir hrunið er meira (sjá OECD, Economic Outlook, nóvember 2009 og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, World Economic Outlook, október 2009). Rammagrein IV-1 Sveiflur í einkaneyslu1 Í samanburði við önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er íslenskur þjóðarbúskapur tiltölulega sveiflukenndur. Staðalfrávik breytinga í landsframleiðslu er nokkuð hátt en þó ekki miklu hærra en hjá nokkrum öðrum ríkjum innan OECD. Hægt er að benda á nokkrar eðlilegar ástæður fyrir þessu. Það sem er erfiðara að skýra er að einkaneysla á Íslandi er mun sveiflukenndari en lands- framleiðslan og tekjur. Innan hagfræðinnar er almennt talið að heimilin leitist við að jafna neyslu yfir tíma og að miklar sveiflur í einkaneyslu séu skaðleg- ar fyrir hagræna velferð. Út frá þessum kenningum mætti ætla að sveiflur í einkaneyslu ættu að vera minni en sveiflur í framleiðslu og tekjum. Ísland er þó ekki eina ríkið innan OECD þar sem einkaneysl- an sveiflast meira en landsframleiðslan en það er öfgakenndasta dæmið í þeim hópi. Hlutfall staðalfráviks breytinga í einkaneyslu og staðalfráviks breytinga í landsframleiðslu er þannig mun hærra á Ís- landi en í nokkru öðru ríki innan OECD. Í þessari rammagrein er reynt að draga fram helstu ástæður þessara miklu sveiflna í einka- neyslu á Íslandi.2 1. Þessi rammagrein byggist á grein Rósu Bjarkar Sveinsdóttur, Svövu J. Haraldsdóttur og Þórarins G. Péturssonar (2010), „Business cycle fluctuations in Iceland”, Seðlabanki Íslands, Working Papers, væntanleg. 2. Ásgeir Daníelsson (2008) fjallar um þróun íslensku hagsveiflunnar í samhengi við alþjóð- lega þróun. 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-20 Framleiðsluspenna 1991-20121 -6 -4 -2 0 2 4 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.