Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 62

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 62
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 62 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Tólf mánaða verðbólga jókst á ný í febrúar sl. eftir að hafa hjaðnað hratt yfir árið 2009 og nam 8,3% í apríl. Verðbólga á fyrsta árs- fjórðungi var því lítillega meiri en spáð var í Peningamálum í janúar. Má rekja það að mestu til meiri hækkunar alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs, minni lækkunar íbúðaverðs og minni framleiðsluslaka en gengið var út frá í síðustu spá, auk þess sem óhagstæð grunnáhrif komu til. Horfur eru á að íbúðaverð haldi áfram að lækka en það vegur þungt í hjöðnun verðbólgu til skemmri tíma. Líklegt er að áhrif gengislækkunar krónunnar séu að mestu komin fram. Útlit er því fyrir að verðbólga haldi áfram að hjaðna á þessu ári þrátt fyrir tímabundið bakslag. Verðbólguvæntingar eru í samræmi við það og hafa lækkað síðan í janúar. Vænst er að mikill slaki á innlendum vöru- og vinnu- markaði, stöðugt gengi krónunnar og minnkandi verðbólguvæntingar leiði til þess að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumarkmið í byrjun næsta árs. Tímabundið bakslag í hjöðnun verðbólgu Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði hratt á árinu 2009 og nam 6,6% í janúar sl. Mæld verðbólga hafði þá ekki verið minni í tvö ár. Undanfarna mánuði hefur hún hins vegar aukist nokkuð á ný. Í apríl hækkaði vísitala neysluverðs um 0,25% og nam ársverðbólga 8,3%. Aukin verðbólga undanfarna mánuði skýrist einkum af hækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og verðhækkun á ýmsum almennum þjónustuliðum. Einnig eru töluverð grunnáhrif fyrir hendi þar sem 0,6% lækkun vísitölu neysluverðs í mars árið 2009 féll úr tólf mánaða mælingunni sem gerði það að verkum að ársverðbólga hækkaði mikið í mars. Í tengslum við tekjuöflunaraðgerðir hins opinbera hafa óbeinir skattar verið hækkaðir í nokkrum þrepum frá því í júní 2009. Hækkun óbeinna skatta hækkar verðlag varanlega en verðbólgu einungis tíma- bundið þangað til að verðhækkunin hverfur úr mælingu hennar. Að því gefnu að hækkunin hafi ekki áhrif á verðbólguvæntingar, ætti hún ekki að breyta undirliggjandi verðbólguhorfum og peningastefnan því að geta horft fram hjá þessum fyrstu umferðar áhrifum. Undirliggjandi ársverðbólga, þ.e. verðbólga án áhrifa breytinga óbeinna skatta, var 6,9% í apríl eða tæplega 1½ prósentu minni en mæld verðbólga. Ef einnig er horft fram hjá áhrifum ýmissa sveiflu- kenndra liða, opinberrar þjónustu og vaxtakostnaðar fasteignalána (kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa) nam undirliggjandi verðbólga 7,3% í apríl eða prósentu minna en mæld verðbólga. Árstíðarleiðrétt þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni mældist hins vegar 7,2% og hefur auk- ist nokkuð undanfarna mánuði en sá mælikvarði getur gefið vísbend- ingu um hvernig verðbólga er að þróast til skamms tíma. Lækkun húsnæðisverðs vegur þungt í hjöðnun verðbólgu Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hefur lækkað um 2,5% sl. tólf mánuði en þar vegast á lækkun íbúðaverðs og verðhækkun viðhalds- kostnaðar húsnæðis vegna gengislækkunar krónunnar. Íbúðaverð hefur lækkað um rúmlega 3% að nafnvirði sl. tólf mánuði en um Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - apríl 20101 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 12 mánaða breyting (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu, kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum raunvaxta. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Kjarnavísitala 3 Verðbólgumarkmið Mynd VIII-2 Verðbólga á ýmsa mælikvarða janúar 2001 - apríl 2010 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 12 mánaða breyting (%) Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Mynd VIII-3 Þriggja mánaða árstíðarleiðrétt verðbólga janúar 2001 - apríl 2010 -5 0 5 10 15 20 25 30 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 3 mánaða breyting (%) Þriggja mánaða verðbólga Þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.