Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 10
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
0
•
2
10
Eins og mynd I-10 sýnir er því spáð að landsframleiðsla í
Bandaríkjunum nái fljótlega sama stigi og fyrir kreppuna.5 Í hinum
löndunum er gert ráð fyrir að það taki lengri tíma og að landsfram-
leiðslan á Íslandi verði enn tæplega 5% undir því sem hún var fyrir
kreppuna í lok árs 2012. Því er ljóst að þótt samdrátturinn í kjölfar
fjármálakreppunnar hér á landi hafi fram til þessa verið heldur minni
en óttast var í fyrstu er útlit fyrir að hann verði töluvert meiri en í
flestum öðrum iðnríkjum.6 Samdráttarskeiðið hér er jafnframt lengra
og batinn hægari. Eins og sést á mynd I-11 er samdráttarskeiðið einn-
ig dýpra og lengra en fyrri hörð samdráttarskeið á Íslandi frá lokum
seinna stríðs. Fara þar saman áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu
og samdráttar heimsframleiðslu í kjölfarið, hinnar innlendu banka- og
gjaldeyriskreppu og síðan hinnar óhjákvæmilegu aðlögunar innlendrar
eftirspurnar eftir mörg ár ofþenslu.
Mikill samdráttur vinnutíma og minni hækkanir launakostnaðar
auðvelda aðlögun þjóðarbúskaparins að efnahagsáfallinu
Vinnuaflsnotkun hefur dregist verulega saman í kjölfar kreppunnar.
Spáð er að áfram dragi úr henni fram á mitt næsta ár, er hún tekur
að aukast á ný. Nú er ljóst að vinnuaflsnotkun minnkaði mun meira
á árinu 2009 en talið var í janúarspánni. Má ráða það af nýjum
tölum fyrir árið í heild og vísbendingum úr vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar um mikinn samdrátt á vinnutíma og starfshlutfalli
(sjá rammagrein VI-1). Brottflutningur af landinu hefur einnig verið
meiri en áður var talið. Nú er talið að vinnuaflsnotkunin hafi dregist
saman um 10% árið 2009 frá árinu áður, í stað 7% í janúarspánni. Í
þessu felst að hátt í 28 þúsund ársverk höfðu á síðasta ársfjórðungi
2009 tapast frá því að vinnuaflsnotkunin náði hámarki í aðdraganda
kreppunnar á öðrum ársfjórðungi 2008, eða sem samsvarar 16½% af
heildarvinnuaflinu. Minni notkun vinnuafls en í janúarspánni skýrist að
mestu af lægra atvinnuþátttökuhlutfalli.
Af ofangreindu leiðir að framleiðni vinnuafls jókst nokkuð á
síðasta ári, því vinnuaflsnotkun dróst töluvert meira saman en lands-
framleiðslan. Því er nú áætlað að launakostnaður samkvæmt þjóð-
hagsgrunni hafi einungis hækkað um innan við 1% á síðasta ári í stað
tæplega 5% í síðustu spá. Launakostnaður á framleidda einingu dróst
því lítillega saman í stað þess að hækka um rúmlega 7%. Innlendur
vinnumarkaður í kjölfar fjármálakreppunnar var því mun sveigjanlegri
en fyrri áætlanir höfðu bent til. Skýrir það að hluta af hverju verðbólga
jókst ekki meira en raun bar vitni í kjölfar gengishrunsins og af hverju
atvinnuleysi hefur ekki aukist meira eftir hrunið. Horfur eru á að
atvinnuleysi verði svipað og spáð var í janúar. Nánari umfjöllun um
vinnumarkaðinn er að finna í kafla VI.
5. Miðað er við að alþjóðlega fjármálakreppan hefjist á þriðja ársfjórðungi 2008 og er árstíð-
ar leiðrétt landsframleiðsla hvers lands sett jöfn 100 á þeim fjórðungi.
6. Samdrátturinn hér á landi er jafnvel enn meiri í samanburði við flest önnur lönd þegar horft
er á einkaneyslu eða innlenda eftirspurn. Eins og rakið er í kafla IV, er varanlega töpuð
framleiðslugeta einnig meiri hér á landi en í öðrum OECD-ríkjum.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-12
Atvinna - samanburður við PM 2010/1
Breyting frá fyrra ári (%)
PM 2010/2
PM 2010/1
-14
-12
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
‘13201220112010200920082007
Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-13
Atvinnuleysi - samanburður við PM 2010/1
% af mannafla
PM 2010/2
PM 2010/1
0
2
4
6
8
10
‘1320112010200920082007 2012
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-11
Efnahagsbati á fyrri samdráttarskeiðum
Vísitala, VLF síðasta ár fyrir samdrátt = 100
Samdráttarskeiðið 1967
Samdráttarskeiðið 1991
Samdráttarskeiðið 2009
90
92
94
96
98
100
102
104
43210
Ár frá upphafi samdráttar