Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 16 Án gjaldeyrishafta hefði gengi krónunnar lækkað enn frekar … Þótt ótvírætt virðist að gengi krónunnar hefði lækkað enn frekar hefðu fjármagnshöftin ekki verið sett á, er afar erfitt að meta hversu mikið gengi krónunnar hefði getað lækkað. Lauslegt mat með þjóð- hagslíkani Seðlabankans gefur þó til kynna að gengi krónunnar hefði hæglega getað lækkað í 260-300 kr. gagnvart evru og jafnvel enn meira við ákveðin skilyrði. Þetta er svipað gengi og á aflandsmark- aðnum þegar það var lægst (sjá mynd III-10). Niðurstöður útreikn- inganna eru mjög háðar því hversu hratt peningastefnan bregst við með hækkun vaxta og hversu lengi fjárfestar vænta hárra vaxta í framtíðinni. Að auki má færa rök fyrir því að gengislækkunin hefði getað orðið enn meiri en þessar hermanir með þjóðhagslíkani bank- ans gefa til kynna þar sem þær taka líklega ekki nægjanlegt tillit til mögulegra áhrifa smæðar íslensks gjaldeyrismarkaðar og gera ekki ráð fyrir því að vítahringur lækkandi gengis og hækkandi áhættu- þóknunar á íslenskar fjáreignir myndist. Slíkur vítahringur gæti hæg- lega myndast þar sem mikil lækkun gengis gæti leitt til holskeflu gjaldþrota innlendra aðila, félagslegs og pólitísks óstöðugleika, auk- innar verðbólgu og hækkandi áhættuþóknunar, sem síðan leiðir til enn frekari gengislækkunar. … en höftunum fylgir kostnaður til lengri tíma Gjaldeyrishöftin hafa átt mikinn þátt í því að koma á gengisstöð- ugleika, sérstaklega eftir að þau fóru að virka sem skyldi þegar líða tók á síðasta ár. Þau eru hins vegar umdeild, enda ekki gallalaus. Meðal ókosta þeirra má t.d. nefna hefðbundinn efnahagslegan kostnað sem fylgir viðskiptahindrunum af hvaða tegund sem er og þá hagrænu sóun sem skapast þegar einstaklingar og fyrirtæki eyða kröftum sínum í að leita leiða fram hjá þeim og stjórnvöld kröftum sínum í að koma í veg fyrir brot á reglunum. Allt eru þetta kraftar sem væru betur nýttir á öðrum sviðum, þjóðarbúinu til meira gagns. Innlendum aðilum er einnig gert afar erfitt að verjast gjaldmiðla- áhættu með notkun skiptasamninga. Hagnaðarvonin af því að kom- ast hjá reglunum er einnig til þess fallin að grafa undan almennu viðskiptasiðferði og löghlýðni sem að öðru óbreyttu getur skaðað langtímahagvaxtargetu þjóðarbúsins. Samkeppnisstaða þeirra sem tilbúnir eru að brjóta reglurnar skekkist jafnframt gagnvart þeim sem löghlýðnari eru. Að lokum er líklegt að tilvist gjaldeyrishaftanna dragi að einhverju leyti úr áhuga alþjóðlegra fjárfesta á því að koma með fé inn í landið af ótta við að síðar verði nýjar reglur settar sem komi í veg fyrir að þeir geti tekið fé sitt út úr landinu á ný. Óttinn við hrun krónunnar þegar höftunum yrði aflétt kann einnig að halda aftur af erlendri fjárfestingu. Þessi kostnaður er ekki eins sýnilegur og ábatinn af því skjóli sem höftin veita krónunni, en hann er alveg jafn raunverulegur. Hins vegar er líklegt að kostnaðurinn hafi hingað til verið minni en ella þar sem aðrar ástæður hafa haldið aftur af innstreymi erlends fjár- magns inn í landið. Kostnaðurinn mun hins vegar ágerast eftir því sem tíminn líður, auk þess sem framfylgd haftanna verður æ erfiðari eftir því sem einstaklingar og fyrirtæki finna leiðir fram hjá þeim í leit að skjótfengnum ábata. Því er mikilvægt að gjaldeyrishöftin verði afnumin svo fljótt sem auðið er. Afnám þeirra má þó ekki verða til þess að grafa undan gengi krónunnar og tefla þar með endurreisn þjóðarbúskaparins í tvísýnu. Tímabundin höft vegna gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu eru heimil Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, t.d. EES-samn- ingurinn, aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofn- uninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.