Peningamál - 01.05.2010, Page 32

Peningamál - 01.05.2010, Page 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 32 Þetta geta seðlabankar gert með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi geta þeir beint aðgerðum sínum að bankakerfinu og boðið fjármála- stofnunum hagstæðari kjör en ríkja á hefðbundnum lánsfjármörk- uðum, t.d. millibanka-, peninga- eða skuldabréfamörkuðum. Hér kemur fleira til en eingöngu vaxtakjörin því að líftími lána, veðkröf- ur, verðmat veða og gjaldmiðlasamsetning skipta einnig miklu máli. Dugi lánafyrirgreiðsla ekki getur komið til eiginfjárframlag frá hinu opinbera eins og dæmi eru um úr kreppunni. Í öðru lagi geta að- gerðir beinst að öðrum fjármálafyrirtækjum og einkaaðilum. Seðla- bankar geta t.d. lánað einkaaðilum beint eða fjölgað fjármálastofn- unum sem hafa aðgengi að lánsfjármögnun seðlabanka. Í þriðja lagi geta aðgerðir þeirra beinst að starfsemi mikilvægra lánsfjármark- aða og geta t.d. falist í kaupum á torseljanlegum skuldabréfum eða ábyrgðarveitingum til lykilaðila á markaði. Í fjórða lagi geta aðgerðir seðlabanka beinst að hinu opinbera, t.d. með kaupum á ríkisskulda- bréfum til þess að lækka vexti og vaxtaálag sem hefur um leið áhrif á eignaverð og fjármálaleg skilyrði einkaaðila (sjá t.d. grein Seðla- banka Evrópu frá 2009 og Cross, 2010). Það er ekkert því til fyrirstöðu að hið opinbera geti gripið til ofangreindra stuðningsaðgerða og því er eðlilegt að skoða efna- hagsreikning hins opinbera og seðlabanka sem eina heild þegar litið er til aðgerða af þessu tagi. Þetta stafar af því að fjármögnun að- gerðanna getur hvort heldur er falist í auknum skuldum seðlabanka, t.d. með auknum innstæðum fjármálastofnana, eða aukinni útgáfu ríkisskuldabréfa. Grundvallaratriðið í öllum stuðningsaðgerðunum sem nefndar voru hér að framan er að verið er að skiptast á eignum sem eru ólíkar að gerð að því er varðar seljanleika og lánsfjáráhættu. Hið opinbera eða seðlabankar eru þannig að draga úr áhættu í fjár- málakerfinu eða meðal einkaaðila með því að færa hana að hluta yfir á sig í því augnamiði að auðvelda fjármögnunarskilyrði og auka virkni fjármálakerfisins. Efnahagur seðlabanka stækkar af þessum völdum og veruleg aukning í innstæðum banka hjá seðlabanka er fylgifiskur þessarar stækkunar. Það getur reynst áhættusamt að færa áhættu yfir á seðlabanka og hið opinbera með þessum hætti, eins og reynsla Íslands er glöggt dæmi um, og skiptir því miklu að búa svo um hnútana að fjármálalegri áhættu sem þessum aðgerðum fylgir sé haldið í lágmarki eftir því sem kostur er og að hún sé viðráðanleg (sjá Borio og Disyata, 2009, og kafla 4.5.5 og 7.6.1 í skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis). Auk þess getur verulegur freistnivandi skapast ef álitið er að stjórnvöld muni ætíð koma mikilvægum fjármálastofn- unum til bjargar og því er mikilvægt að leita leiða til að draga einnig úr þeim vanda (sjá Tarullo, 2009, og Tucker, 2010). Stækkun efnahagsreiknings Seðlabanka Íslands í aðdraganda fjármálakreppunnar Efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands stækkaði ört samfara veru- legri stækkun bankakerfisins (sjá mynd 1). Í lok árs 2004 var reglum um veðhæf bréf í viðskiptum við Seðlabankann breytt og fjármála- stofnunum m.a. gert kleift að leggja óverðtryggð skuldabréf útgefin af innlendum fjármálafyrirtækjum fram sem veð í slíkum viðskipt- um.1 Í framhaldinu jókst útgáfa banka á óverðtryggðum bréfum og veðlán Seðlabankans jukust sömuleiðis. Mynd 3 Efnahagsreikningar seðlabanka Janúar 2007 - desember 2009 31.1.2007 = 100 Heimild: Reuters Ecowin. 50 100 150 200 250 300 350 400 450 200920082007 Ísland Svíþjóð Bretland Bandaríkin Evrusvæði Mynd 2 Daglán og veðlán Seðlabanka Íslands Janúar 2000 - mars 2010 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Daglán Veðlán Mynd 1 Efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands Janúar 2004 - desember 2009 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. Veðlán og aðrar kröfur á banka Krafa á ríkissjóð Erlendar eignir Aðrar eignir -1.600 -1.200 -800 -400 0 400 800 1.200 1.600 200920082007200620052004 Seðlar og mynt Innstæður og kröfur banka Gjaldeyrisreikningar og aðrar gengisbundnar kröfur banka Innstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana Aðrar skuldir og eigið fé Erlendar skuldir 1. Í reglum um viðskipti lánastofnana við Seðlabanka Íslands segir: „Hæf verðbréf í endurhverfum viðskiptum Seðlabankans eru innstæðubréf bank- ans, rafrænt skráð spariskírteini ríkissjóðs, ríkisbréf, ríkisvíxlar, íbúðabréf, húsbréf og húsnæðisbréf, svo og skuldabréf sem gefin eru út í íslenskum krónum og uppfylla eft- irfarandi skilyrði: (a) Útgefið markaðsvirði flokks sé yfir 3 ma.kr. og staðfest sé að það magn hafi selst; (b) Útgefandi hafi lánshæfismat frá einhverju þriggja matsfyrirtækja; Standard & Poor‘s, Moody‘s eða Fitch og langtímalánshæfiseinkunn A- eða betra miðað við matskerfi Standard & Poor‘s og Fitch og A3 eða betra hjá Moody‘s; (c) Bréfin hafi viðskiptavaka hjá Kauphöll Íslands hf. eða sambærilegri stofnun.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.