Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 20

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 20 lauk einnig í nóvember og var verðbólga 1,4% í mars sem er mesta verðbólga þar í rúmt ár. Kjarnaverðbólga er hins vegar mjög lág. Eins og annars staðar er lítill undirliggjandi verðbólguþrýstingur og mæld verðbólga í mars var að stórum hluta vegna grunnáhrifa. Því er gert ráð fyrir að verðbólgan fyrir árið í heild verði ekki nema rúmt 1%. Í Japan er enn verðhjöðnun, þótt eitthvað hafi hægt á henni, og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram út þetta ár. Verðbólga í Bretlandi hefur aftur á móti aukist hratt og var komin upp fyrir vikmörk Englandsbanka í janúar þegar hún mældist 3,5%. Ein helsta ástæða aukningarinnar, fyrir utan grunnáhrifin, er hækkun virðisaukaskatts og hækkun hrávöru- og olíuverðs. Undirliggjandi verðbólguþrýstingur er hins vegar lítill og því er gert ráð fyrir að það dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og að hún nemi 2,6% á árinu. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið svipuð, verðbólgan jókst í byrjun árs en undir- liggjandi verðbólguþrýstingur er takmarkaður og gert er ráð fyrir lítilli verðbólgu fyrir árið í heild. Þótt verðbólgan hafi eitthvað tekið við sér er undirliggjandi verðbólguþrýstingur víðast hvar lítill sem enginn og því hafa litlar breytingar orðið á peningalegu aðhaldi helstu ríkja frá útgáfu síðustu Peningamála nema hvað seðlabanki Ástralíu hefur hækkað stýrivexti sína í tvígang um 0,25 prósentur í mars og apríl og eru þeir nú 4,25%. Aðrir seðlabankar, þ.m.t. seðlabankar Rúmeníu, Rússlands og Ungverjalands, hafa hins vegar haldið áfram lækkun vaxta. Alþjóðaviðskipti drifkraftur hagvaxtar Alþjóðaviðskipti tóku verulega við sér undir lok síðasta árs og eru einn megin drifkraftur hagvaxtar í heiminum. Mörg lönd sem háð eru útflutningi hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn undanfarið og getur batinn í þessum löndum orðið hraður þegar heimsverslunin verður komin á fullt skrið á ný. Eftir að hafa dregist saman um rúm 12% á síðasta ári gerir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráð fyrir 5,8% aukningu í alþjóðaviðskiptum á þessu ári. Bæði Efnahags- og framfarastofn- unin (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa hækkað spá sína um alþjóðaviðskipti fyrir þetta ár verulega. Gert er ráð fyrir um 4% aukn- ingu í innflutningi helstu viðskiptalanda Íslands á þessu ári sem eru góðar fréttir fyrir íslenskan útflutning. Verð á helstu útflutningsvörum fer hækkandi Á síðasta ári var hlutfall áls í útflutningi um 37% en sjávarafurða 42%. Því hefur verðbreyting þessara tveggja útflutningsvara mikil áhrif á verðlag íslenskra útflutningsafurða. Álverð hefur haldið áfram að hækka á undanförnum mánuðum og hefur ekki verið jafn hátt í á annað ár. Verðforsendur í þeirri spá sem hér er birt eru svipaðar og þær voru í janúarspánni. Gert er ráð fyrir að álverð verði að meðaltali ríflega 27% hærra í ár en meðalverð síðasta árs og að það hækki áfram næstu árin, um 6,5% árið 2011 og um rúmlega 2% árið 2012. Forsendur fyrir álframleiðslu eru nánast óbreyttar frá síðustu Peningamálum enda hafa álverin þrjú framleitt með fullum afköst- um undanfarið eða tæplega 820 þús. tonn á ári. Gert er ráð fyrir smávægilegri aukningu álframleiðslu í ár en talsverðri aukningu í fram- leiðslu kísiljárns, þannig að heildarframleiðslumagn orkufreks iðnaðar Heimild: Reuters EcoWin. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-7 Alþjóðleg verðbólga Janúar 2002 - september 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20092008200720062005200420032002 1. Verð á hrávörum án olíu í USD. Heimildir: Bloomberg, Seðl banki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-7 Heimsmarkaðsverð á hrávöru1 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Heimsmarkaðsverð á hrávöru PM 2010/2 PM 2010/1 0 50 100 150 200 250 300 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 Heimild: Reuters EcoWin. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-8 Alþjóðleg verðbólga Janúar 2002 - mars 2010 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 201020092008200720062005200420032002 1. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. 2. Einfalt meðaltal vöruinnflutnings og -útflutnings í OECD-ríkjum og stærstu ríkjum utan OECD. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ársmeðaltala (%) Mynd II-9 Alþjóðaviðskipti Helstu viðskiptalönd Íslands1 Alþjóðaviðskipti2 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘12‘90 ‘92 ‘10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.