Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 41 í efa viðvarandi afgang á utanríkisviðskiptum sem spár Seðlabankans fela í sér. Sé litið til sögulegrar reynslu er hins vegar ljóst að hlutfall innflutnings af landsframleiðslu vék langt frá sögulegu meðaltali á uppsveifluárunum. Hlutdeild innflutnings um þessar mundir er því nær því sem tíðkast hefur í gegnum tíðina, þrátt fyrir mikinn samdrátt undangengin tvö ár. Í ljósi þess hversu mikill samdráttur ráðstöf- unartekna og gengislækkun krónunnar hefur verið má allt eins búast við því að hlutur innflutnings dragist enn meira saman en gert er ráð fyrir í spánni. Þó verður að hafa í huga að hlutdeild innflutnings kann að hafa aukist nokkuð til langs tíma vegna aukins vægis álframleiðslu. Myndir IV-17 og IV-18 varpa nánara ljósi á hvernig aðlögun efnahags- lífsins birtist í breyttum útgjaldahlutföllum. Efnahagsbatanum seinkar enn Miðað við mat Seðlabankans á árstíðarsveiflu landsframleiðslunnar er áætlað að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,2% á síðasta ársfjórðungi í fyrra og að hún muni einnig dragast saman um tæplega 0,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs og um 0,8% á öðrum fjórðungi. Frá þriðja fjórðungi tekur hún hins vegar að vaxa á ný er landsfram- leiðslan vex um 1,2% frá fyrri fjórðungi. Efnahagsbatanum seinkar því samkvæmt grunnspánni um einn ársfjórðung frá síðustu spá. Landsframleiðsla mun engu að síður dragast saman á milli ára í spánni og áætlað er að samdrátturinn nemi um 2½% í ár. Í janúarspánni var gert ráð fyrir tæplega prósentu meiri samdrætti en munurinn skýrist einkum af minni samdrætti þjóðarútgjalda því að framlag utanríkisvið- skipta til hagvaxtar er neikvæðara en í janúar. Nokkrum hagvexti er spáð á næstu árum, einkum á næsta ári þegar áætlað er að stóriðju- fjárfesting vaxi um rúmlega 61%. Hagvöxtur er þó minni en jafnan eftir svo harkalegan samdrátt. Framtíðarframleiðslugetu efnahagslífsins stafar ógn af vaxandi langtímaatvinnuleysi Ljóst er að framleiðslugeta hagkerfisins varð fyrir verulegum áhrifum af völdum banka- og gengishrunsins. Mikil uppbygging fjármagns og vinnuafls í fjármálafyrirtækjum reyndist lítils virði þegar á reyndi. Fjöldi fyrirtækja er ýmist farinn í þrot eða glímir við verulegan rekstrarvanda sem á endanum birtist í að hluti fjármagnsstofnsins fer forgörðum. Verulegur tilflutningur þarf að eiga sér stað á vinnuafli frá þeim fyr- irtækjum sem nutu góðs af uppsveiflunni, svo sem fjármálastofn- unum, sölufyrirtækjum innfluttra varanlegra neysluvara, ýmiss konar þjónustufyrirtækjum og byggingarfyrirtækjum, yfir í samkeppnis- og útflutningsgeirann þar sem rekstrarskilyrði eru betri og sóknarfæri að finna. Ætla má að hluti vinnuaflsins muni einnig flytja af landi brott. Hallarekstur hins opinbera tekur til sín stóran hluta af nýjum sparn- aði og lánastofnanir eru hikandi við lánveitingar til atvinnurekstrar. Aðgengi að veltufjármagni og lánsfé er því erfitt sem gerir það einnig að verkum að fyrirtæki draga úr umsvifum. Almennan rekstur þarf þar að auki í meiri mæli að fjármagna með innri fjármögnun sem dregur úr getu fyrirtækja til fjárfestingar. Allir þessir þættir koma að lokum fram í minni framleiðslugetu þjóðarbúsins og gerir grunnspáin því ráð fyrir að hún hafi dregist nokkuð saman í kjölfar fjármálakreppunnar en að Mynd IV-17 Hlutdeild einkaneyslu og fjárfestingar af landsframleiðslu á föstu verðlagi 1980-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Hlutur einkaneyslu af landsframleiðslu Meðalhlutdeild einkaneyslu af landsframl. 1980-2003 Hlutur fjármunamyndunar af landsframleiðslu Meðalhlutdeild fjármunamyndunar af landsframleiðslu 1980-2003 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘12‘08‘04‘00‘96‘92‘88‘84‘80 Mynd IV-18 Hlutdeild innflutnings og þjóðarútgjalda af landsframleiðslu á föstu verðlagi 1980-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Hlutur innflutnings af landsframleiðslu Meðalhlutdeild innflutnings af landsframl. 1980-2003 Hlutur þjóðarútgjalda af landsframleiðslu Meðalhlutdeild þjóðarútgjalda af landsframl. 1980-2003 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘12‘08‘04‘00‘96‘92‘88‘84‘80 Mynd IV-19 Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta og þróun framleiðsluspennu1 1. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2010 1. Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Framleiðsluspenna er mat Seðlabankans. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Hlutfall fyrirtækja (%) Ætti erfitt með að mæta óvæntri eftirspurn (v. ás) Framleiðsluspenna (h. ás) Búa við skort á starfsfólki (v. ás) % af framleiðslugetu 0 10 20 30 40 50 60 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘102009200820072006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.