Peningamál - 01.05.2010, Síða 36

Peningamál - 01.05.2010, Síða 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 36 … en sveigjanleiki efnahagslífsins hefur skipt sköpum við krefjandi aðstæður Sveigjanleiki efnahagslífsins hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að milda aðlögunina. Í fyrsta lagi hefur samdráttur fjárfestingar og einka- neyslu að verulegu leyti beinst að innflutningi sem hefur dregist saman um u.þ.b. 38% undanfarin tvö ár. Áhrifa samdráttar einkaneyslu gætir t.d. því í meira mæli utan landsteinanna en tilfellið er meðal margra annarra ríkja þar sem stærri hluti neysluútgjalda heimila samanstendur af innlendum vörum. Sambærilegur samdráttur einkaneyslu hefði því framkallað mun meiri aukningu atvinnuleysis við slík skilyrði. Í öðru lagi styrkti gengislækkun krónunnar samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgeiranum og stuðlaði m.a. að því að eftirspurn eftir íslenskum afurðum og þjónustu hélt velli vonum framar á fyrri hluta síðasta árs á einu dýpsta samdráttartímabili alþjóðaviðskipta frá lokum síðari heimsstyrjaldar (sjá umfjöllun í kafla II hér að framan). Eðli helstu útflutningsafurða er þó með þeim hætti að erfitt er um vik að sæta færis og auka framleiðslu þegar viðskipta- kjör eru hagstæð. Núverandi framleiðslugeta álbræðslu er nær fullnýtt og aukning hennar tímafrek, auk þess sem hámarksafli tekur mið af stöðu fiskistofna. Útflutningsfyrirtæki hafa engu að síður leitað ýmissa leiða til að hámarka útflutningsverðmæti og ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin misseri þótt náttúruöflin hafi sett strik í reikninginn undanfarnar vikur. Í þriðja lagi gerði uppbygging séreignarlífeyrissparnaðar og breytt löggjöf um útgreiðslur þeirra fjölda heimila kleift að mæta samdrætti ráðstöfunartekna með tímabundnum útgreiðslum úr þess- um sjóðum. Um 40 þúsund einstaklingar hafa fengið um 36 ma.kr. greidda út fyrir skatt með þessum hætti undanfarið ár. Útgreiðslurnar nema því um 2½% af vergri landsframleiðslu síðasta árs sem er áþekkt umfangi eftirspurnarhvetjandi aðgerða ýmissa ríkja í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Svigrúm hins opinbera til stuðningsaðgerða er af skornum skammti hér á landi, þótt beðið hafi verið með aðhalds- aðgerðir í ríkisfjármálum að mestu leyti fram á þetta ár, og því mikil- vægt að geta gripið til útgreiðslna af þessu tagi. Íslenska ríkið kemur ekki að fjármögnun þessara aðgerða en skatttekjur þess aukast af þeirra sökum. Þetta svigrúm var m.a. nýtt til hækkunar vaxtabóta sem kom til móts við aukna greiðslubyrði skuldsettra heimila. Eins og rakið er í kafla III, hafa fjármálaleg skilyrði heimila einnig batnað við það að skammtímavextir hafa lækkað í takt við lækkun vaxta Seðlabankans auk þess sem álag á vexti Seðlabankans sem ákvarðar dráttarvexti var nýlega lækkað með lagabreytingu. Í fjórða lagi hefur sveigjanleiki vinnumarkaðarins reynst meiri en gert var ráð fyrir. Ljóst var að mikill samdráttur í eftirspurn og framleiðslu myndi leiða til verulegrar aukningar atvinnuleysis. Sveigjanleiki vinnu- markaðarins hefur hins vegar gert vinnuaflsnotkun kleift að dragast saman um rúmlega 16% frá miðju ári 2008 án þess að framkalla álíka aukningu í atvinnuleysi. Þar gegna brottflutningur vinnuafls, tilflutningur fólks úr vinnu í skóla, minni yfirvinna og fjölgun hlutastarfa veigamiklu hlutverki. Lækkun raunlauna er ennfremur til þess fallin að draga úr þörf fyrirtækja á að segja upp fólki og auðveldar því aðlögun þjóðarbúskap- arins í kjölfar áfallsins (sjá nánari umfjöllun í kafla VI hér á eftir). 1. Myndin sýnir útgreiðslur og uppsafnaðar greiðslur eftir mánuðum miðað við þær umsóknir sem höfðu verið samþykktar fram til loka marsmánaðar 2010. Heimildir: Ríkisskattstjóri, Seðlabanki Íslands. M.kr. Mynd IV-4 Útgreiðslur úr frjálsum séreignasparnaði1 Útgreiðslur eftir mánuðum (v. ás) Uppsafnaðar greiðslur (h. ás) M.kr. 0 300 600 900 1.200 1.500 1.800 2.100 2.400 2.700 3.000 0 4.000 8.000 12.000 16.000 20.000 24.000 28.000 32.000 36.000 40.000 ‘12201120102009 Mynd IV-5 Þróun atvinnu og hagvöxtur 1981-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Þróun vinnuaflsnotkunar Hagvöxtur -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘10‘05‘00‘95‘90‘85‘81 1. Vergar þáttatekjur jafngilda vergri landsframleiðslu að frádregnum óbeinum sköttum og viðbættum framleiðslustyrkjum. Vergar þáttatekjur eru metnar út frá framleiðslu einstakra atvinnugreina. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Þróun vergra þáttatekna og framlag einstakra atvinnugreina 2000-20091 Vergar þáttatekjur Landbúnaður Iðnaður Byggingarstarfsemi -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Verslun o.fl. Fjármálaþjónusta Önnur þjónusta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.