Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 68

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 68
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 68 Viðauki 2 Skekkjur í spám Seðlabanka Íslands Skekkjur í hagspám stafa yfirleitt af ófullkomnum upplýsingum um efnahagsstærðir sem byggt er á, mistúlkun á stöðu þjóðarbúskapsins, ófyrir séðum atburðum og ófullkomnum líkönum. Einhverjar skekkjur eru óhjákvæmilegar, aðrar ekki. Athugun á skekkjum í spám Seðlabankans getur gefið vísbendingar um mistök í spágerðinni eða mögulegar kerfis- breytingar í þjóðarbúskapnum. Hvort tveggja má nýta við frekari þróun á haglíkönum bankans og notkun þeirra við spágerðina. Verðbólguspár Seðlabankans Verðbólguspár Seðlabankans eru gerðar fjórum sinnum á ári til þriggja ára í senn. Spárnar eru þannig að peningastefnunni í spágerðinni er leyft að bregðast við framtíðarfrávikum verðbólgu frá verðbólgu- markmiði Seðlabankans og framleiðsluspennu. Þessi tæknilega for- senda spágerðarinnar gerir það að verkum að vextir Seðlabankans fá að hreyfast þannig að verðbólga leiti aftur í markmið bankans eins fljótt og miðlunarferli peningastefnunnar segir til um en þó þannig að aðlögunin kosti sem minnst í auknum framleiðsluslaka. Þessi eiginleiki spárinnar gerir það að verkum að verðbólga er ávallt í eða nálægt verðbólgumarkmiðinu í lok spátímans. Verðbólga árið 2009 Tólf mánaða verðbólga náði hámarki í janúar 2009 í 18,6%. Mikill við- snúningur í verðbólguþróun átti sér stað á árinu og dróst hún nokkuð hratt saman og var orðin 7,5% undir lok ársins og hafði verðbólga ekki mælst minni frá því í febrúar 2008. Tólf mánaða verðbólga var að meðaltali 12% árið 2009 en undirliggjandi verðbólga (þ.e. verðbólga án beinna áhrifa breytinga óbeinna skatta) mældist 11,4%. Á mynd 1 má sjá spár um þróun verðbólgu frá nóvember 2008 til loka ársins 2009. Í ágúst 2009 fór Seðlabankinn að spá sérstaklega fyrir um bein verðlagsáhrif af hækkun neysluskatta. Spárnar sem birtust í Peningamálum 2009/3 og 2009/4 sýna því undirliggjandi verðbólgu. Þegar spá Peningamála í nóvember 2008 var gefin út, skömmu eftir hrun íslenska bankakerfisins, virtust engin takmörk fyrir mögulegri gengis lækkun og útlit var fyrir að verðbólga færi upp fyrir 20%. Full komin óvissa var á þessum tíma um fyrirkomulag pen- ingastefnunnar. Í lok nóvember voru hins vegar sett á gjaldeyrishöft sem komu í veg fyrir að krónan lækkaði enn frekar. Í janúar 2009 hafði gengi krónunnar styrkst nokkuð eftir mikla veikingu á haustmánuðum og var um 14% sterkara en það hafði verið við útgáfu Peningamála í nóvember. Bankinn spáði þá í janúar 11,9% verðbólgu árið 2009. Spáin sem birt var í byrjun maí 2009 gerði hins vegar ráð fyrir mun veikari efnahagsumsvifum en fyrri spá og töluvert hraðari hjöðnun verðbólgunnar eða 9,9% árið 2009. Í þeirri spá sem birtist í Peningamálum 2009/3 var því spáð að verðbólga yrði 11,8% á árinu 2009 og að undirliggjandi verðbólga yrði 11,1%. Í nóvemberhefti Peningamála var spáð 12% verðbólgu og undirliggjandi verðbólgu 11,3%. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Verðbólguspár PM 2008/3 - PM 2009/4 og undirliggjandi verðbólga 0 5 10 15 20 25 201020092008 Undirliggjandi verðbólga 11,4% árið 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Verðbólga Undirliggjandi verðbólga PM 2009/4 PM 2009/3 PM 2009/2 PM 2009/1 PM 2008/3 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.