Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 53 Svipaða þróun má sjá í fyrri niðursveiflum.4 Hún er einnig svipuð og í Bandaríkjunum þar sem vinnumarkaður er einnig mjög sveigjanlegur. Þar hefur bæði starfandi fólki og heildarvinnustundum fækkað það mikið að framleiðsla á unna klukkustund hefur aukist. Þróunin víða í Evrópu hefur hins vegar verið sú að fyrirtæki hafa haldið vinnuafli þrátt fyrir samdrátt eftirspurnar og framleiðni því minnkað. Umsamdar hækkanir vega upp launalækkanir Áhersla á hækkun lægstu launa í kjarasamningunum árið 2008 leiddi til þess að laun í fjölmennum atvinnugreinum þar sem láglaunahópar vega þungt, t.d. í iðnaði og verslun, hækkuðu töluvert á seinni hluta síðasta árs. Eins og sjá má á mynd VI-10 hafa samningsbundnar launa- hækkanir sem komu til framkvæmda í júlí og nóvember vegið upp lækkun nafnlauna á fyrstu fjórðungunum eftir hrun. Í samgöngugeir- anum hefur tæplega 1% lækkun launa frá þriðja ársfjórðungi 2008 fram á annan ársfjórðung 2009 snúist í rúmlega 3% hækkun á seinni hluta ársins, en þar kann einnig að hafa átt sér stað nokkurt launaskrið vegna tengsla greinarinnar við ferðaþjónustu. Einnig er áhugavert að sjá að í greinum sem samdráttur innlendrar eftirspurnar hefur bitnað hart á, eins og í verslun og þjónustu, hækkuðu laun um 3,5% á seinni hluta ársins. Sennilega er það ekki góð afkoma fyrirtækja í greininni sem skýrir þessa hækkun heldur vægi láglaunahópa og þar með áhrif kjarasamningsbundinna launa. Launahækkunin gæti því kallað á frek- ari niðurskurð og fækkun starfa í þessum atvinnugeirum til að mæta auknum launakostnaði. Kallar lágt launahlutfall á leiðréttingu? Þróun launa mun hafa töluverð áhrif á vinnuaflseftirspurn á næstu misserum. Hlutfall launa af vergum þáttatekjum jókst verulega í upp- sveiflunni enda launahækkanir miklar og varð hæst rúmlega 70% á árunum 2006 og 2007. Hátt launahlutfall hefur hvatt fyrirtæki til þess að lækka rekstrarkostnað með því að draga úr vinnuaflsnotkun og lækka laun eftir að samdráttarskeiðið hófst. Launahlutfallið lækkaði strax á árinu 2008 og síðan enn frekar árið 2009 og var þá orðið 57%. Þótt hlutfall launa af vergum þáttatekjum hafi verið orðið töluvert hátt í uppsveiflunni má leiða að því líkur að lækkun þess síðan þá sé orðin það mikil að leiðrétting þess upp á við sé líkleg. Þótt launahlutfallið hafi vissulega verið svipað á síðasta ári og það varð lægst í niðursveifl- unni á síðasta áratug, var það langt undir meðaltölum undanfarinna áratuga (sjá mynd VI-11).5 Það gæti þó haldist lágt lengur en þá þar sem áfallið sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir er mun meira en þá. Líklega hefur það atvinnuleysi sem samsvarar jafnvægi á vinnumark- 4. Sveiflur í heildarvinnustundafjölda eru meiri á þessum áratug þar sem Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nær yfir allt árið frá árinu 2003 í stað einnar viku í apríl og nóvember áður. 5. Hækkun hlutfalls launakostnaðar í lok síðustu aldar endurspeglar að raunlaun uxu hraðar en framleiðni á þessu tímabili. Þegar horft er til alls tímabilsins frá 1973 er rétt að hafa í huga að hér eru eigin laun sjálfstætt starfandi einstaklinga skráð með hagnaði en ekki laun- um. Þróun í fjölda sjálfstætt starfandi (t.d. fækkun bænda og fjölgun sjálfstætt starfandi iðnaðarmanna) hefur þess vegna áhrif á þróun launahlutfallsins. Þróun í vægi einstakra greina (t.d. aukið vægi þjónustu, þ.m.t. opinberrar þjónustu, þar sem launahlutfallið er tiltölulega hátt) hefur einnig áhrif á þróun launahlutfallsins í heild. Það er því rétt að fara varlega í að draga ályktanir af þróun launahlutfallsins yfir langt tímabil. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-10 Launabreytingar eftir atvinnugreinum 3. ársfj. 2008 - 4. ársfj. 2009 % -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 Fj ár m ál aþ jó nu st a, líf ey ris sj óð ir og v át ry gg in ga r Sa m gö ng ur o g fl ut ni ng ar V er sl un o g ým is v ið ge rð ar þj ón us ta By gg in ga st ar fs em i og m an nv irk ja ge rð Ið na ðu r A lls 3. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2009 3. ársfj. 2008 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-11 Launahlutfall og hagvöxtur 1973-2009 Hlutfall af vergum þáttatekjum Hagvöxtur (h. ás) Launahlutfall (v. ás) Launahlutfall, meðaltal 1973-2009 (v. ás) Launahlutfall, meðaltal 1973-1990 (v. ás) Launahlutfall, meðaltal 1990-2009 (v. ás) Launahlutfall, meðaltal 1999-2009 (v. ás) 48 51 54 57 60 63 66 69 72 75 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘09‘85‘80 ‘95‘90 ‘05‘00‘75 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.