Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 24 1. Magnús F. Guðmundsson fjallar um þjóðhagslega áhættu vegna aukins vægis áls í útflutningi í greininni „Áliðnaðurinn og sveiflur í útflutningstekjum“, í Peningamálum 2003/3. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Hagstofa Íslands. Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs (%) Mynd 3 Verð í erlendri mynt 1. ársfj. 1991 - 4. ársfj. 2009 Olía Ál Sjávarafurðir Annar útflutningur -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd 4 Hlutdeild í útflutningi 1970-2009 Sjávarafurðir Ál og kísiljárn Annað 0 10 20 30 40 50 60 70 20052000199519901985198019751970 Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd 5 Hlutdeild í vergum þáttatekjum 1973-2008 Sjávarútvegur Framleiðsla málma 0 5 10 15 20 25 2005200019951990198519801973 verð á sjávarafurðum og öðrum útflutningi (aðallega þjónustu) í erlendri mynt miðað við meðalgengi. Myndin sýnir að verð mismun- andi vara sveiflast mjög ólíkt. Verð á olíuvörum sveiflast langmest, verð á áli sveiflast heldur minna en samt mun meira en verð á sjáv- arafurðum. Verð á öðrum útflutningi en áli og sjávarafurðum, mest þjónustu, sveiflast langminnst. Eins og á mynd 2 sést að mikil rýrn- un viðskiptakjara á árinu 2009 orsakaðist af óvenju mikilli lækkun á verði áls og sjávarafurða. Þessi mikla lækkun byrjar að ganga til baka undir lok árs 2009 þegar verð bæði áls og sjávarafurða tekur að hækka á ný. Sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Áhrif á viðskiptakjör í heild Áhrif sveiflna í verði einstakra vöruflokka á sveiflur í viðskiptakjör- um ráðast af vægi viðkomandi vöruflokks í út- og innflutningi og fylgni verðsveiflnanna við verðsveiflur í öðrum vöruflokkum, auk stærðarinnar á verðsveiflunum í viðkomandi flokki. Meiri fylgni milli verðbreytinga einstakra vöruflokka leiðir til þess að sveiflur í verði á útflutningi í heild verða meiri en ella. Fylgnin á milli breytinga í verði áls og sjávarafurða miðað við sama tíma ársins á undan mælist 0,34 á tímabilinu 1991-2009 en einungis tæplega 0,1 ef mælingin nær aðeins út árið 2008.1 Auk fylgninnar skiptir einnig máli hvert vægi einstakra vöru- flokka er. Að öðru jöfnu leiðir aukið vægi greinar þar sem verðsveiflur eru meiri til þess að verð útflutnings í heild verður sveiflukenndara. Mynd 4 sýnir þróun vægis einstakra vöruflokka í útflutningi í heild. Þar sést að hlutdeild sjávarútvegs hefur minnkað hægt og sígandi úr tæplega 60% af öllum útflutningi í kringum árið 1990 í tæplega 30% nú. Á sama tíma hefur hlutdeild orkufreks iðnaðar, kísiljárns en fyrst og fremst áls, vaxið úr um 10% af öllum útflutningi í tæplega 30% árið 2008 og rúmlega 23% á síðasta ári. Þótt verðmæti út- flutnings áls sé nú ámóta mikið og verðmæti sjávarafurða munar enn miklu á hreinu framlagi þessara greina, þ.e. framlagi þeirra eftir að aðföng þeirra hafa verið dregin frá útflutningstekjunum. Þetta framlag er mælt með vinnsluvirði greinanna eða vergum þátta- tekjum þeirra. Mynd 5 sýnir þróun vergra þáttatekna í sjávarútvegi annars vegar og orkufrekum iðnaði hins vegar. Myndin sýnir að á þennan mælikvarða var vægi sjávarútvegs nær þrefalt meira en vægi orkufreks iðnaðar á árinu 2008. Þetta er hluti skýringarinnar á því að viðskiptakjör hafa ekki sveiflast meira en raun ber vitni þrátt fyrir að vægi áls í útflutningi hafi vaxið mikið. Innflutningur á súráli og öðrum aðföngum til álframleiðslu hefur einnig aukist mikið og verð- breytingar á þessum vörum fylgja mjög náið breytingum í álverði. Áhrif þessara sveiflna á viðskiptakjörin ræðst því frekar af vægi áls í vergum þáttatekjum en vægi þess í útflutningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.