Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 52 flutta rúmlega 16 þúsund. Nokkur óvissa var fram eftir síðasta ári um viðbrögð erlendra starfsmanna í kjölfar efnahagserfiðleikanna. Þar til lokatölur fyrir árið 2009 lágu fyrir virtist sem brottflutningur erlendra ríkisborgara væri óverulegur. Niðurstaðan var hins vegar að um 2.400 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu frá landinu en til þess, eða um 15% af þeim sem fluttu til landsins í uppsveiflunni.3 Hlutur erlendra ríkisborg- ara af mannfjölda er nú tæplega 7%. Fjöldi íslenskra ríkisborgara sem fluttu frá landinu umfram þá sem fluttu til landsins var nánast jafnmik- ill. Alls fluttu því tæplega 5.000 fleiri frá landinu en til þess á síðasta ári og má áætla að atvinnuleysi hefði að öðru óbreyttu verið um 2-2½ prósentu meira en ella án brottflutnings frá landinu. Hreint útflæði fólks í kjölfar efnahagssamdráttar hefur því verið töluvert meira en í fyrri efnahagskreppum hér á landi, enda samdráttur efnahagslífsins töluvert meiri og innflæði vinnuafls á tímum uppsveiflunnar sem á undan fór mun meira en áður. Fyrirtæki lækka starfshlutfall til að draga úr launakostnaði Atvinnurekendur sem vilja draga úr kostnaði geta gert það á annan hátt en með lækkun nafnlauna. Töluvert hefur verið um að fyrirtæki lækki starfshlutföll í þessari niðursveiflu. Tölur úr Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sýna að fólki í hlutastörfum fjölgaði um rúmlega 10% milli ára og vinnutími fólks í fullu starfi minnkaði um 1,5 klst. á viku. Meðalvinnutími hefur dregist saman um 2,8 klukkustundir á viku frá því að hann varð mestur í síðustu uppsveiflu árið 2006. Samdráttur heildarvinnutíma samsvarar því að fækkað hafi á vinnumarkaði um u.þ.b. 28 þúsund ársverk á síðasta fjórðungi 2009 frá því að vinnuafls- notkunin náði hámarki í aðdraganda kreppunnar á öðrum ársfjórð- ungi 2008, eða sem samsvarar 16½% af vinnuaflinu. Kosturinn við að draga úr vinnuaflsnotkun með því að draga úr vinnutíma hvers og eins í stað þess að fækka starfsmönnum er að aðlögun eftirspurnar verður auðveldari þar sem samdráttur tekna einstaklinga verður minni en ella. Það leiðir einnig til minna taps á mannauði og minni kostn- aðar við endurþjálfun þegar eftirspurn tekur við sér á ný. Á móti kemur að starfsmenn geta festst í atvinnugreinum og störfum sem eiga ekki framtíð fyrir sér. Það gæti leitt til meira atvinnuleysis en ella eftir að hagvöxtur hefur tekið við sér. Einnig er líklegt að þetta hafi dregið nokkuð úr þrýstingi á nafnlaunalækkanir. Samdráttur vinnuaflsnotkunar töluvert meiri en samdráttur lands- framleiðslu Aðlögun að efnahagssamdrættinum hefur haft í för með sér að lands- framleiðsla á unna stund hefur aukist þar sem heildarvinnustundum fækkaði töluvert meira á síðasta ári en sem nemur samdrætti lands- framleiðslu (sjá mynd VI-9). Heildarvinnustundum fækkaði um tæp- lega 11% á síðasta ári og unnum mannárum um 10% en landsfram- leiðsla dróst saman um 6,5%. Landsframleiðsla á unna stund jókst því um tæplega 4,7% milli ára og undirliggjandi framleiðni m.v. ársverk jókst um 2½%. Framleiðni vinnuaflsins jókst því í kjölfar hrunsins. 3. Flestir voru þegar farnir úr landi en ekki afskráðir úr þjóðskrá fyrr en í lok ársins. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-7 Brottflutningur, atvinnuleysi og hagvöxtur 1986-2009 Hlutfall af mannafla % Erlendir ríkisborgarar (v. ás) Íslenskir ríkisborgarar (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás) -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘86 ‘88 ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 Mynd VI-8 Breytingar á vinnuafli 1. ársfj. 2004 - 1. ársfj. 2010 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs (%) -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 Heimild: Hagstofa Íslands. Meðalvinnutími (klst.) Heildarvinnu- stundir (%) Fjöldi starfandi (%) Atvinnuþátttaka (prósentur) 1. Tölur vinnumarkaðskönnunar eftir 2003 eru ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-9 Hagvöxtur og heildarvinnustundir 1992-20091 Breyting milli ára (%) Heildarvinnustundir VLF á unna klst. Hagvöxtur -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.