Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 48 Afkoman betri en búist var við Í nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofunnar um afkomu hins opinbera á síðasta ári er ekki gert ráð fyrir að fallið hafi vaxtakostnaður á ríkissjóð vegna Icesave-skuldbindinganna. Afkoman reyndist því töluvert betri en í síðustu spá, en þar var gert ráð fyrir að hallarekstur hins opinbera myndi nema 13,5% af landsframleiðslu, en raunin varð 9,1%. Munar þar um fyrrnefnda vaxtabyrði af Icesave-skuldbindingunni, um 2 pró- sentur, en einnig reyndust tekjur af sköttum meiri en áætlað var, eða sem nam 2 prósentum og gjöld voru lægri sem nam 0,3 prósentum. Er það í samræmi við heldur meiri umsvif á líðandi ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Staðfesti endanlegar tölur þessar bráðabirgðatölur Hagstofunnar er ljóst að efnahagsáætlunin að því er varðar opinberu fjármálin er vel undir þeim tölulegu millimarkmiðum sem sett voru. Á það sérstaklega við um heildarjöfnuð en einnig frumjöfnuð. Hvernig og hve mikið stjórnvöld munu nýta það svigrúm sem hefur skapast til slökunar á aðhaldi á eftir að koma í ljós. Afkomuhorfur betri en áður Markmið efnahagsáætlunarinnar er að ná fram afgangi á frumjöfnuði á árinu 2011 og heildarjöfnuði á árinu 2013. Takist að semja um betri vaxtakjör á Icesave-skuldbindingum getur það, auk hagstæðari hag- vaxtarhorfa en áður var talið, orðið til þess að mun líklegra verður að markmiðið um afgang á heildarjöfnuði náist. Áfram er gert ráð fyrir að frumjöfnuður verði jákvæður árið 2011 og heildarjöfnuður árið 2013. Að því er varðar frumjöfnuð í ár eru horfur áþekkar og í síðustu spá Peningamála með frumhalla upp á 2,5% af landsframleiðslu í ár en á því næsta verður frumjöfnuður jákvæður um 1,3% af landsfram- leiðslu. Varðandi heildarjöfnuð í ár ríkir enn óvissa um áðurnefndan vaxtakostnað vegna Icesave-skuldbindinga og munar þar 1,7 prósent- um í afkomu. Eins og áður segir er ekki gert ráð fyrir að vaxtakostn- aður falli á ríkissjóð vegna þessara skuldbindinga í ár og er halli á heildarjöfnuði áætlaður 7,7% af landsframleiðslu. Afkomuhorfur árin 2011 og 2012 eru 1-2 prósentum betri en áður var talið sökum hærri áætlaðra tekna af sköttum og lægri vaxtakostnaðar. Minni hækkun óbeinna skatta Tekjustofnar ríkissjóðs reyndust sterkari en spáð hafði verið og því líklegt að hækkun óbeinna skatta verði minni en gert var ráð fyrir. Miðað við slakann í hagkerfinu eru skattar ekki hækkaðir meira en efnahagsáætlun stjórnvalda frá því í fyrra gerir kröfu um, bæði hvað varðar töluleg markmið og tímasetningu þeirra. Því er nú gert ráð fyrir að verðlagsáhrif vegna hækkunar óbeinna skatta verði minni en í fyrri spá og nemi á næsta ári 1,4 prósentum í stað 2,4 prósenta áður. Betur horfir með skuldastöðuna en áður Hagstæðari samningur um Icesave-skuldbindinguna og betri afkomu- horfur skila sér beint til lækkunar á skuldahlutfalli hins opinbera. Eftir sem áður er áætlað að það verði í hámarki á þessu og næsta ári í tæplega 68% af landsframleiðslu en taki að lækka frá og með árinu 2012 og er gert ráð fyrir að það hafi lækkað niður í 57% árið 2013. Vergar skuldir ná hins vegar hámarki í ár þegar þær nema rúmlega Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-3 Fjármál hins opinbera 2000-20121 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 32 36 40 44 48 52 56 60 -18 -14 -10 -6 -2 2 6 10 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-4 Fjármál ríkissjóðs 2000-20121 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 20 24 28 32 36 40 44 48 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-5 Skuldir hins opinbera sem hlutfall af VLF 2000-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Fjármálaráðuneytið, Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 % af VLF Vergar skuldir með hreinni Icesave-skuld Vergar skuldir án Icesave Hreinar skuldir ‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.