Peningamál - 01.05.2010, Page 48

Peningamál - 01.05.2010, Page 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 48 Afkoman betri en búist var við Í nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofunnar um afkomu hins opinbera á síðasta ári er ekki gert ráð fyrir að fallið hafi vaxtakostnaður á ríkissjóð vegna Icesave-skuldbindinganna. Afkoman reyndist því töluvert betri en í síðustu spá, en þar var gert ráð fyrir að hallarekstur hins opinbera myndi nema 13,5% af landsframleiðslu, en raunin varð 9,1%. Munar þar um fyrrnefnda vaxtabyrði af Icesave-skuldbindingunni, um 2 pró- sentur, en einnig reyndust tekjur af sköttum meiri en áætlað var, eða sem nam 2 prósentum og gjöld voru lægri sem nam 0,3 prósentum. Er það í samræmi við heldur meiri umsvif á líðandi ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Staðfesti endanlegar tölur þessar bráðabirgðatölur Hagstofunnar er ljóst að efnahagsáætlunin að því er varðar opinberu fjármálin er vel undir þeim tölulegu millimarkmiðum sem sett voru. Á það sérstaklega við um heildarjöfnuð en einnig frumjöfnuð. Hvernig og hve mikið stjórnvöld munu nýta það svigrúm sem hefur skapast til slökunar á aðhaldi á eftir að koma í ljós. Afkomuhorfur betri en áður Markmið efnahagsáætlunarinnar er að ná fram afgangi á frumjöfnuði á árinu 2011 og heildarjöfnuði á árinu 2013. Takist að semja um betri vaxtakjör á Icesave-skuldbindingum getur það, auk hagstæðari hag- vaxtarhorfa en áður var talið, orðið til þess að mun líklegra verður að markmiðið um afgang á heildarjöfnuði náist. Áfram er gert ráð fyrir að frumjöfnuður verði jákvæður árið 2011 og heildarjöfnuður árið 2013. Að því er varðar frumjöfnuð í ár eru horfur áþekkar og í síðustu spá Peningamála með frumhalla upp á 2,5% af landsframleiðslu í ár en á því næsta verður frumjöfnuður jákvæður um 1,3% af landsfram- leiðslu. Varðandi heildarjöfnuð í ár ríkir enn óvissa um áðurnefndan vaxtakostnað vegna Icesave-skuldbindinga og munar þar 1,7 prósent- um í afkomu. Eins og áður segir er ekki gert ráð fyrir að vaxtakostn- aður falli á ríkissjóð vegna þessara skuldbindinga í ár og er halli á heildarjöfnuði áætlaður 7,7% af landsframleiðslu. Afkomuhorfur árin 2011 og 2012 eru 1-2 prósentum betri en áður var talið sökum hærri áætlaðra tekna af sköttum og lægri vaxtakostnaðar. Minni hækkun óbeinna skatta Tekjustofnar ríkissjóðs reyndust sterkari en spáð hafði verið og því líklegt að hækkun óbeinna skatta verði minni en gert var ráð fyrir. Miðað við slakann í hagkerfinu eru skattar ekki hækkaðir meira en efnahagsáætlun stjórnvalda frá því í fyrra gerir kröfu um, bæði hvað varðar töluleg markmið og tímasetningu þeirra. Því er nú gert ráð fyrir að verðlagsáhrif vegna hækkunar óbeinna skatta verði minni en í fyrri spá og nemi á næsta ári 1,4 prósentum í stað 2,4 prósenta áður. Betur horfir með skuldastöðuna en áður Hagstæðari samningur um Icesave-skuldbindinguna og betri afkomu- horfur skila sér beint til lækkunar á skuldahlutfalli hins opinbera. Eftir sem áður er áætlað að það verði í hámarki á þessu og næsta ári í tæplega 68% af landsframleiðslu en taki að lækka frá og með árinu 2012 og er gert ráð fyrir að það hafi lækkað niður í 57% árið 2013. Vergar skuldir ná hins vegar hámarki í ár þegar þær nema rúmlega Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-3 Fjármál hins opinbera 2000-20121 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 32 36 40 44 48 52 56 60 -18 -14 -10 -6 -2 2 6 10 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-4 Fjármál ríkissjóðs 2000-20121 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 20 24 28 32 36 40 44 48 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-5 Skuldir hins opinbera sem hlutfall af VLF 2000-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Fjármálaráðuneytið, Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 % af VLF Vergar skuldir með hreinni Icesave-skuld Vergar skuldir án Icesave Hreinar skuldir ‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.