Peningamál - 01.05.2010, Side 56

Peningamál - 01.05.2010, Side 56
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 56 að þetta hlutfall verði tæplega 2 prósentum lægra en í fyrra og 9½ prósentu lægra en þegar það varð hæst í uppsveiflunni á árunum 2006-2008. Hlutfallið hækkar síðan aftur í takt við aukna atvinnu og minnkandi atvinnuleysi á árinu 2012. Atvinnuleysi svipað og í síðustu spá Vinnumarkaðir taka oftast seinna við sér en hagvöxtur eftir efnahags- áfall. Algengt er að vinnuaflsnotkun dragist jafnvel saman í upphafi efnahagsbata. Eins og í öðrum löndum jókst atvinna t.d. hægt eftir niðursveifluna í byrjun aldarinnar.6 Um langt skeið eftir að hagvöxt- ur hafði tekið kröftuglega við sér dró verulega úr vinnuaflsnotkun. Atvinnuleysi jókst jafnvel fram á mitt árið 2004. Svipaða sögu er að segja um lönd þar sem sveigjanleiki vinnumarkaðar er einnig mikill eins og Bandaríkin. Rannsóknir benda til þess að eðli áfalla skipti jafnan máli fyrir þróun á vinnumarkaði eftir að samdráttarskeiðinu lýkur.7 Að jafnaði eykst atvinna ekki aftur fyrr en þremur ársfjórðungum eftir að hag- vöxtur hefur tekið við sér í venjulegum samdrætti og atvinnuleysi nær ekki toppi fyrr en tveimur ársfjórðungum síðar. Áhrifin eru jafnvel meiri ef um fjármálakreppu og/eða húsnæðisbólu er að ræða. Vegna sveigjanleika vinnumarkaðar gerir sú spá sem hér er birt ráð fyrir svip- uðum hraða bata í atvinnu og á venjulegu samdráttarskeiði, en sam- kvæmt spánni tekur atvinna að aukast á ný milli ársfjórðunga á þriðja fjórðungi næsta árs eða um ári seinna en hagvöxtur verður jákvæður. Atvinnuleysi tekur einnig að minnka á svipuðum tíma en það verður þó enn mjög mikið miðað við íslenskar aðstæður eða um 9% árið 2011 og tæplega 6% á árinu 2012. 6. Sjá ,,Ráðgátur á vinnumarkaði“ eftir Rannveigu Sigurðardóttur í Peningamálum 2005/1. 7. Sjá t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2010). World Economic Outlook, apríl 2010.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.