Peningamál - 01.05.2010, Side 80

Peningamál - 01.05.2010, Side 80
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 80 ANNÁLL Hinn 27. janúar ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækkuðu í 8,0%, hámarksvextir á 28 daga innstæðu- bréfum í 9,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9,5% og dag- lánavextir í 11,0%. Hinn 29. janúar heimilaði sjávarútvegsráðherra veiðar á 130.000 tonn- um af loðnu á vetrarvertíð. Koma 97.100 tonn í hlut íslenskra skipa. Febrúar 2010 Hinn 1. febrúar tilkynnti matsfyrirtækið Standard and Poor's óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, en að matið yrði áfram á athugunarlista vegna óvissu um erlenda lánsfjármögnun, afnám gjaldeyrishafta og stöðuna í Icesave-málinu. Hinn 8. febrúar skipaði ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála fjár haldsstjórn fyrir Álftanes að tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Hinn 17. febrúar var tilkynnt að fjármálaeftirlitið hefði sett á stofn þriggja manna ráðgjafarnefnd um mat á hæfi stjórnarmanna í eftirlits- skyldum fjármálafyrirtækjum. Hinn 24. febrúar gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út álit um aðildarumsókn Íslands að ESB. Niðurstaða hennar var að Ísland full- nægði öllum skilyrðum sem umsóknarríki og var lagt til að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Hinn 25. febrúar samþykkti Alþingi breytingu (389. mál á 138. þingi) á lögum um nauðungarsölu þannig að fram til 1. ágúst 2010 geti skuld- ari samkvæmt umsókn fengið frestun á sölu eigin íbúðarhúsnæðis um allt að þrjá mánuði. Breytingin gekk í gildi samdægurs. Áður var í lögum ákvæði um frestun á nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis fram yfir 28. febrúar. Hinn 26. febrúar lýsti matsfyrirtækið Moody's áhyggjum af þeim þrýst- ingi sem þráteflið í Icesave-málinu setti til lækkunar á Baa3 lánshæfis- einkunn Íslands. Engar breytingar voru tilkynntar á lánshæfismati. Mars 2010 Hinn 4. mars samþykkti Alþingi breytingar á hlutafélagalögum (71. mál á 138. þingi). Með breytingunni er hlutverk stjórnarformanna takmarkað þannig að staða starfandi stjórnarformanna má heita úr sögunni. Þá eru fest í lög afdráttarlaus ákvæði um kynjajöfnuð í félags- stjórnum. Hinn 4. mars staðfesti Fjármálaeftirlitið sameiginlegar reglur fjármála- fyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, eins og því var falið með lögum nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.