Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 80

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 80
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 80 ANNÁLL Hinn 27. janúar ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækkuðu í 8,0%, hámarksvextir á 28 daga innstæðu- bréfum í 9,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9,5% og dag- lánavextir í 11,0%. Hinn 29. janúar heimilaði sjávarútvegsráðherra veiðar á 130.000 tonn- um af loðnu á vetrarvertíð. Koma 97.100 tonn í hlut íslenskra skipa. Febrúar 2010 Hinn 1. febrúar tilkynnti matsfyrirtækið Standard and Poor's óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, en að matið yrði áfram á athugunarlista vegna óvissu um erlenda lánsfjármögnun, afnám gjaldeyrishafta og stöðuna í Icesave-málinu. Hinn 8. febrúar skipaði ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála fjár haldsstjórn fyrir Álftanes að tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Hinn 17. febrúar var tilkynnt að fjármálaeftirlitið hefði sett á stofn þriggja manna ráðgjafarnefnd um mat á hæfi stjórnarmanna í eftirlits- skyldum fjármálafyrirtækjum. Hinn 24. febrúar gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út álit um aðildarumsókn Íslands að ESB. Niðurstaða hennar var að Ísland full- nægði öllum skilyrðum sem umsóknarríki og var lagt til að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Hinn 25. febrúar samþykkti Alþingi breytingu (389. mál á 138. þingi) á lögum um nauðungarsölu þannig að fram til 1. ágúst 2010 geti skuld- ari samkvæmt umsókn fengið frestun á sölu eigin íbúðarhúsnæðis um allt að þrjá mánuði. Breytingin gekk í gildi samdægurs. Áður var í lögum ákvæði um frestun á nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis fram yfir 28. febrúar. Hinn 26. febrúar lýsti matsfyrirtækið Moody's áhyggjum af þeim þrýst- ingi sem þráteflið í Icesave-málinu setti til lækkunar á Baa3 lánshæfis- einkunn Íslands. Engar breytingar voru tilkynntar á lánshæfismati. Mars 2010 Hinn 4. mars samþykkti Alþingi breytingar á hlutafélagalögum (71. mál á 138. þingi). Með breytingunni er hlutverk stjórnarformanna takmarkað þannig að staða starfandi stjórnarformanna má heita úr sögunni. Þá eru fest í lög afdráttarlaus ákvæði um kynjajöfnuð í félags- stjórnum. Hinn 4. mars staðfesti Fjármálaeftirlitið sameiginlegar reglur fjármála- fyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, eins og því var falið með lögum nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.