Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 70

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 70
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 70 verðbólguvæntingar líkt og þjóðhagslíkan bankans gerir. Gagnlegt getur verið að bera saman spágetu þessara líkana við spár með þjóð- hagslíkani sem birtar voru í Peningamálum fyrir árið 2009. Á mynd 2 eru bornar saman spár Seðlabankans um verðbólgu einn til þrjá ársfjórðunga fram í tímann fyrir árið 2009. Staðalfrávik spáa sem birtar hafa verið í Peningamálum á því ári er borið saman við kostnaðarlíkanið og þrjú mismunandi ARIMA-líkön.1 Til samanburðar eru einnig sýndar spáskekkjur út frá einföldum ráfferli (e. random walk) sem spáir einfaldlega sömu verðbólgu og í síðasta ársfjórðungi út spátímabilið. Einföldu tímaraðalíkönin skila öll betri niðurstöðu (minni spá- skekkju) en spár Peningamála þegar spáð er einn ársfjórðung fram í tímann. Spár ARIMA-líkans 2 og Peningamála eru hins vegar áþekkar þegar spáð er tvo ársfjórðunga fram í tímann. ARIMA-líkan 2 stendur sig best þegar spáð er þrjá ársfjórðunga fram í tímann. Spár Peningamála þrjá ársfjórðunga fram í tímann eru hins vegar heldur síðri en spár ARIMA-líkananna. Í öllum tilfellum reyndust spár ráfferilsins hins vegar lakastar. Hafa verður í huga að skamm- tímaverðbólguspár birtar í Peningamálum í fyrra voru að einhverju leyti byggðar á niðurstöðum ARIMA-líkana. Þegar staðalfrávik spáa sem birtar voru í Peningamálum 2009 er borið saman við staðalfrávik þeirra sem birtar voru 2008 (sjá umfjöllun í Peningamálum 2009/2) má sjá að spáskekkja fyrir árið 2009 hefur lækkað verulega óháð því hvort spáð er einn, tvo eða þrjá ársfjórðunga fram í tímann. Líkt og í Peningamálum 2009/2 benda þessar niðurstöður til þess að bæta megi skammtíma verðbólguspár Seðlabankans enn frekar með því að nýta þessi einföldu tímaraðalíkön. Spár um þróun þjóðarbúskaparins árið 2009 Til að fá betri mynd af gæðum verðbólguspánna er einnig nauðsynlegt að bera saman þá meginþætti sem spárnar eru byggðar á svo sem hagvöxt, aðstæður á vinnumarkaði og eignaverð. Í töflu 3 má sjá sam- anburð á spám úr Peningamálum um þróun helstu þjóðhagsstærða fyrir árið 2009. Hafa verður í huga við mat á hagspám fyrir árið 2009 að þetta ár er einstakt í íslenskri hagsögu. Þannig var samdráttur innlendrar eftir- spurnar og landsframleiðslu sá mesti frá upphafi þjóðhagsreikninga, atvinnuleysi meira en áður hafði mælst og verðbreytingar framleiðslu- þátta og fjölda útgjaldaþátta slíkar að önnur eins breyting hlutfallslegs verðs hafði ekki áður sést. Allar spárnar eiga það sammerkt að hafa gert ráð fyrir að stærri hluti aðlögunarinnar að kreppunni færi fram í gegnum raunstærðir fremur en breytingu hlutfallslegs verðs. Þær gerðu því ráð fyrir of mikl- um samdrætti í landsframleiðslu og þar með meiri framleiðsluslaka og 1. Fyrsta ARIMA-líkanið er byggt á spám fyrir helstu undirliði vísitölu neysluverðs og þeir eru síðan vegnir saman í eina heildarvísitölu. Næsta ARIMA-líkan (ARIMA-líkan 2) spáir heildar- vísitölu neysluverðs beint. Bæði þessi líkön voru til umfjöllunar í viðauka 2 í Peningamálum 2009/2. Bankinn hefur nú einnig metið ARIMA-líkan sem spáir heildarvísitölu neysluverðs án óbeinna skattaáhrifa (ARIMA-líkan 3). Tólf undirliðir vísitölu neysluverðs skiptast í búvörur án grænmetis, grænmeti, aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur, aðrar innlendar vörur, innfluttar mat- og drykkjarvörur, nýir bílar ásamt varahlutum, bensín, aðrar innfluttar vörur, áfengi og tóbak, húsnæði, opinber þjónusta og að lokum önnur þjónusta. Mynd 2 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum og ýmsum einföldum líkönum árið 20091 1. Fyrsti ársfjórðungur er fjórðungurinn sem Peningamál eru birt eða fyrsti fjórðungurinn sem spáð er. Annar ársfjórðungur er næsti fjórðungur á eftir birtingu Peningamála. Þriðji ársfjórðungur er fjórðungurinn þar á eftir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Staðalfrávik (%) Peningamál Einfalt kostnaðarlíkan ARIMA-líkan 1 ARIMA-líkan 2 ARIMA-líkan 3 Ráfferill 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 2,0 3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.