Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 33

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 33 Í kjölfar þess að alþjóðleg lánsfjárskilyrði þrengdust upp úr miðju ári 2007 voru í þrígang gerðar breytingar á reglum um veð- lánaviðskipti til þess að auka aðgengi innlendra fjármálastofnana að lánsfé. Umfang veðlána jókst ört og náði hámarki í tæplega 500 ma.kr. á haustmánuðum 2008. Stækkun efnahagsreiknings Seðla- bankans í aðdraganda bankahrunsins má því að verulegum hluta rekja til aukinnar fjárfyrirgreiðslu í kjölfar aukins lausafjárvanda inn- lendra fjármálafyrirtækja. Eins og sjá má á mynd 3 byrjaði efnahags- reikningur Seðlabankans mun fyrr að stækka en hjá öðrum seðla- bönkum enda hófst vandinn nokkru fyrr hér en víðast annars staðar. Stækkun efnahagsreiknings Seðlabankans á sér jafnframt vart hlið- stæðu í öðrum þróuðum ríkjum. Eignir bankans fóru úr því að vera um 30% af vergri landsframleiðslu í upphafi ársins 2008 í um 80% af landsframleiðslu í lok þess árs (sjá mynd 4). Jafnvel þegar tek- ið er tillit til stærðar fjármálakerfisins í aðdraganda hrunsins má sjá að efnahagsreikningur Seðlabankans var hlutfallslega umfangsmeiri en efnahagur bandaríska, breska og evrópska seðlabankanna þegar þeir náðu hámarksstærð (sjá mynd 5). Stækkun efnahagsreiknings Seðlabanka Íslands í kjölfar bankahrunsins Í kjölfar bankahrunsins varð Seðlabankinn stór kröfuhafi gagnvart innlendum fjármálafyrirtækjum vegna krafna sem tryggðar eru með veðum af ýmsum toga. Þá töpuðust veðlán með veðum í bankabréf- um, en til að mæta hluta taps Seðlabankans varð samkomulag um að ríkissjóður keypti hluta veðlánastöðu Seðlabankans sem greidd verður með verðtryggðu skuldabréfi. Efnahagur Seðlabankans hefur því haldist umfangsmikill eftir fall bankanna þrátt fyrir að hefðbund- in veðlánaviðskipti hafi nánast algerlega lagst af, eins og mynd 2 sýnir. Kröfurnar á innlend fjármálafyrirtæki hafa nýlega verið fluttar í sérstakt dótturfélag Seðlabankans. Leitast verður við að hámarka virði þeirra eigna og koma þeim í verð þegar markaðsaðstæður leyfa. Efnahagur þessa dótturfélags bankans nam um 42% af heildarefna- hag Seðlabankans í lok síðasta árs þegar eignir þess námu 491 ma.kr. Stækkun gjaldeyrisvaraforðans, sem er liður í efnahagsáætlun stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur enn fremur aukið umfang efnahags bankans. Innstæður fjármálastofnana hjá Seðlabankanum jukust veru- lega samfara stækkun efnahagsreikningsins og um skeið var veru- leg ofgnótt lausafjár í bankakerfinu eftir bankahrunið sem lækkaði markaðsvexti niður fyrir æskilegt aðhaldsstig peningastefnunnar. Í kjölfar útgáfu innstæðubréfa skapaðist hins vegar meira samræmi á milli markaðsvaxta og vaxta Seðlabankans. Mikil aukning peningamagns í umferð hefur fylgt stækkun efnahagsreiknings seðlabanka Með einföldum hætti má segja að þegar seðlabanki lánar viðskipta- banka fé leggur hann andvirðið inn á reikning bankans í seðlabank- anum. Viðskiptabankinn getur síðan notað þetta fé til að lána áfram almenningi og lækkað útlánsvexti til að auka vilja lántaka til að taka ný lán. Peningamagn í umferð eykst og í kjölfarið ættu efnahags- umsvif að aukast að öðru óbreyttu og verðbólguþrýstingur því að verða meiri en ella. Það er því eðlilegt að margir velti fyrir sér hvort stórauknar innstæður viðskiptabanka í seðlabönkum í kjölfar alþjóðlegu fjár- málakreppunnar muni skila sér í verulega auknum lánveitingum sem að lokum kyndi undir verðbólgu. Því er jafnvel bætt við að þar sem skuldir hins opinbera hafi aukist víðast hvar vegna kreppunnar muni gæta aukins þrýstings á að seðlabankar slaki á í baráttunni gegn verðbólgu. Á móti kemur reyndar að mikil stækkun efnahagsreikn- inga seðlabanka endurspeglar að stórum hluta fyrrnefndar bráða- Mynd 4 Eignir seðlabanka í hlutfalli af landsframleiðslu Janúar 2007 - desember 2009 % af VLF Heimild: Reuters EcoWin. 0 5 10 15 20 25 30 0 15 30 45 60 75 90 200920082007 Ísland (h. ás) Svíþjóð (v. ás) Bretland (v. ás) Bandaríkin (v. ás) Evrusvæði (v. ás) % af VLF Mynd 5 Hámarksstærð seðlabanka í hlutfalli við stærð fjármálakerfisins í fjármálakreppunni1 % 1. Hámarksumfang heildareigna seðlabanka á tímabilinu 2008-9 í hlutfalli við stærð fjármálakerfis á árinu 2008. Byggt er á mati á stærð fjármálakerfisins á Íslandi um mitt ár 2008. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Englandsbanki, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Se ðl ab an ki Ís la nd s Se ðl ab an ki E vr óp u Se ðl ab an ki Ba nd ar ík ja nn a En gl an ds ba nk i Mynd 6 Vöxtur peningamagns Janúar 2005 - desember 2009 12 mánaða breyting (%) Heimild: Seðlabanki Íslands. -20 0 20 40 60 80 100 120 20092008200720062005 M1 M2 M3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.