Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 27 Ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hefur einnig lækkað samhliða lækkun vaxta Seðlabankans. Krafa ríkisbréfa hefur nýlega legið á bilinu 5,5%-7%. Lækkun hennar bendir til þess að vel hafi gengið að fjármagna ríkissjóð þrátt fyrir stóraukið framboð ríkisbréfa og -víxla, auk framboðs innstæðubréfa Seðlabankans. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur að sama skapi lækkað á síðustu mánuðum og er nú á bilinu 3,1%-3,7%. Eftirspurn eftir verðtryggðum og óverðtryggðum ríkistryggðum skuldabréfum virðist vera mikil. Þá er líklegt að óvissuþættir á borð við afnám gjaldeyrishafta og fram- vindu efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi þau áhrif að fjárfestar taki verðtryggð bréf fram yfir óverðtryggð í einhverjum mæli. Þá hefur Íbúðalánasjóður lækkað útgáfuáætlun sína í febrúar og ætti minna framboð að stuðla að lægri kröfu en ella. Á móti kemur reyndar nýleg útgáfa ríkissjóðs á verðtryggðum ríkisbréf- um með gjalddaga árið 2021. Fór fyrsta útboð flokksins fram í apríl. Ávöxtunarkrafan í útboðinu var 3,8% og var tilboðum tekið fyrir um 5,9 ma.kr. … og ávöxtunarferillinn hliðrast niður á við Frá útgáfu Peningamála í janúar sl. hefur ávöxtunarferill nafnvaxta hliðrast niður. Hliðrun styttri enda ferilsins samsvarar lækkun vaxta Seðlabankans en lækkun lengri endans er heldur meiri eða sem nemur rúmlega 1 prósentu þegar miðað er við u.þ.b. tíu ára ríkisskuldabréf. Lækkun vaxta bankans virðist því hafa miðlast ágætlega út allt vaxt- arófið. Lögun ferilsins er jafnframt lítt breytt, verðlagning samkvæmt honum bendir áfram til nokkuð skarprar lækkunar vaxta næsta árið. Lengra fram á veginn er ferillinn hins vegar tiltölulega flatur. Áhættuleiðréttur langtímavaxtamunur í samræmi við verðbólgumarkmið Langtímavextir íslenskra ríkisskuldabréfa eru nú u.þ.b. 7% og hafa lækkað um tæplega 2 prósentur frá því fyrir ári. Sé horft til munar á langtímanafnvöxtum við útlönd má sjá að hann hefur einnig minnk- að nokkuð. Þannig er t.d. vaxtamunurinn á milli íslenskra og þýskra langtíma ríkisskuldabréfa, sem gjarnan eru notuð í alþjóðlegum sam- anburði, nú tæplega 4 prósentur. Í meginatriðum ætti þessi vaxta- munur að endurspegla annars vegar mismun væntrar verðbólgu til lengri tíma og hins vegar mismun áhættuálags á íslensk og þýsk ríkisskuldabréf. Eins og vikið er nánar að hér að neðan er skuldatrygg- ingarálag á íslensk ríkisskuldabréf nú um 3,8 prósentur á meðan skuldatryggingarálag á þýska ríkið er einungis um 0,3 prósentur. Langtímavaxtamunurinn að teknu tilliti til mismunar áhættuþóknunar er því tæplega ½ prósenta, sem einmitt samsvarar mismun verðbólgu- markmiðs Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu. Þetta gefur vísbendingu um að langtímaverðbólguvæntingar séu á ný komnar í ágætt samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans (sjá nánar í kafla VIII). Ætla má að langtímavaxtamunurinn haldi áfram að minnka lækki áhættuálag á innlendar skuldbindingar áfram. % Mynd III-6 Framvirkir vextir á fjármálamarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. PM 2010/1 PM 2010/2 Ár 10987654321 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 Prósentur Mynd III-7 Langtímavaxtamunur1 Daglegar tölur 27. febrúar 2008 - 30. apríl 2010 1. Munur milli ávöxtunar RIKB 19 og 10 ára þýskra ríkisskuldabréfa. Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 201020092008 Mynd III-8 Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 30. apríl 2010 Kr./evra, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog víð (h. ás) 50 70 90 110 130 150 170 190 210 230 250 50 70 90 110 130 150 170 190 210 230 250 201020092008 3. janúar 2000 = 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.