Peningamál - 01.05.2010, Page 27
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
0
•
2
27
Ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hefur einnig lækkað samhliða
lækkun vaxta Seðlabankans. Krafa ríkisbréfa hefur nýlega legið á
bilinu 5,5%-7%. Lækkun hennar bendir til þess að vel hafi gengið að
fjármagna ríkissjóð þrátt fyrir stóraukið framboð ríkisbréfa og -víxla,
auk framboðs innstæðubréfa Seðlabankans.
Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur að sama skapi lækkað á síðustu
mánuðum og er nú á bilinu 3,1%-3,7%. Eftirspurn eftir verðtryggðum
og óverðtryggðum ríkistryggðum skuldabréfum virðist vera mikil. Þá
er líklegt að óvissuþættir á borð við afnám gjaldeyrishafta og fram-
vindu efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi
þau áhrif að fjárfestar taki verðtryggð bréf fram yfir óverðtryggð í
einhverjum mæli. Þá hefur Íbúðalánasjóður lækkað útgáfuáætlun sína
í febrúar og ætti minna framboð að stuðla að lægri kröfu en ella. Á
móti kemur reyndar nýleg útgáfa ríkissjóðs á verðtryggðum ríkisbréf-
um með gjalddaga árið 2021. Fór fyrsta útboð flokksins fram í apríl.
Ávöxtunarkrafan í útboðinu var 3,8% og var tilboðum tekið fyrir um
5,9 ma.kr.
… og ávöxtunarferillinn hliðrast niður á við
Frá útgáfu Peningamála í janúar sl. hefur ávöxtunarferill nafnvaxta
hliðrast niður. Hliðrun styttri enda ferilsins samsvarar lækkun vaxta
Seðlabankans en lækkun lengri endans er heldur meiri eða sem nemur
rúmlega 1 prósentu þegar miðað er við u.þ.b. tíu ára ríkisskuldabréf.
Lækkun vaxta bankans virðist því hafa miðlast ágætlega út allt vaxt-
arófið.
Lögun ferilsins er jafnframt lítt breytt, verðlagning samkvæmt
honum bendir áfram til nokkuð skarprar lækkunar vaxta næsta árið.
Lengra fram á veginn er ferillinn hins vegar tiltölulega flatur.
Áhættuleiðréttur langtímavaxtamunur í samræmi við
verðbólgumarkmið
Langtímavextir íslenskra ríkisskuldabréfa eru nú u.þ.b. 7% og hafa
lækkað um tæplega 2 prósentur frá því fyrir ári. Sé horft til munar á
langtímanafnvöxtum við útlönd má sjá að hann hefur einnig minnk-
að nokkuð. Þannig er t.d. vaxtamunurinn á milli íslenskra og þýskra
langtíma ríkisskuldabréfa, sem gjarnan eru notuð í alþjóðlegum sam-
anburði, nú tæplega 4 prósentur. Í meginatriðum ætti þessi vaxta-
munur að endurspegla annars vegar mismun væntrar verðbólgu
til lengri tíma og hins vegar mismun áhættuálags á íslensk og þýsk
ríkisskuldabréf. Eins og vikið er nánar að hér að neðan er skuldatrygg-
ingarálag á íslensk ríkisskuldabréf nú um 3,8 prósentur á meðan
skuldatryggingarálag á þýska ríkið er einungis um 0,3 prósentur.
Langtímavaxtamunurinn að teknu tilliti til mismunar áhættuþóknunar
er því tæplega ½ prósenta, sem einmitt samsvarar mismun verðbólgu-
markmiðs Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu. Þetta gefur
vísbendingu um að langtímaverðbólguvæntingar séu á ný komnar í
ágætt samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans (sjá nánar í kafla
VIII). Ætla má að langtímavaxtamunurinn haldi áfram að minnka lækki
áhættuálag á innlendar skuldbindingar áfram.
%
Mynd III-6
Framvirkir vextir á fjármálamarkaði
Heimild: Seðlabanki Íslands.
PM 2010/1 PM 2010/2
Ár
10987654321
5,0
5,5
6,0
6,5
7,0
7,5
8,0
8,5
9,0
9,5
Prósentur
Mynd III-7
Langtímavaxtamunur1
Daglegar tölur 27. febrúar 2008 - 30. apríl 2010
1. Munur milli ávöxtunar RIKB 19 og 10 ára þýskra ríkisskuldabréfa.
Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands.
0
2
4
6
8
10
12
201020092008
Mynd III-8
Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum
Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 30. apríl 2010
Kr./evra, Kr./USD, Kr./GBP
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Bandaríkjadalur (v. ás)
Evra (v. ás)
Breskt pund (v. ás)
Vísitala meðalgengis - viðskiptavog víð (h. ás)
50
70
90
110
130
150
170
190
210
230
250
50
70
90
110
130
150
170
190
210
230
250
201020092008
3. janúar 2000 = 100