Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 23 Rammagrein II-1 Viðskiptakjör og raungengi Viðskiptakjör eru hlutfall verðlags út- og innflutnings og mæla hvað fæst af innflutningi fyrir hverja einingu útflutnings. Viðskiptakjör eru jafnan sett fram sem vísitala miðað við ákveðið grunnár og sýna því hlutfallslega breytingu verðlags út- og innflutnings. Raungengi mælir hins vegar hlutfall innlends kostnaðar á móti erlendum, mælt í sömu mynt. Algengast er að mæla raungengið út frá verðlagi á neyslu- vörum. Ef verðlag á útfluttum vörum væri það sama og verðlag á neysluvörum og verðlag á innfluttum vörum það sama og verðlag á neysluvörum í helstu viðskiptalöndum, mælt í krónum, væri þróun viðskiptakjaranna nákvæmlega eins og þróun raungengis ins. Að ein- hverju leyti er tilhneiging til þess að þessar stærðir þróist eins, en það eru einnig kraftar sem toga þær í mismunandi áttir. Samsetning útflutnings er mjög ólík samsetningu neysluvara hér á landi. Það er minni munur á samsetningu innflutnings til Íslands og samsetningu neyslu í helstu viðskiptalöndum okkar en samt nokkur. Þróun viðskiptakjara og raungengis Mynd 1 sýnir þróun viðskiptakjara og raungengis frá 1970 til 2009. Myndin sýnir að á fyrri hluta tímabilsins var mjög náið samband á milli viðskiptakjara í vöruviðskiptum og raungengis. Á tímabilinu 1971-1989 mælist fylgnin á milli breytinga í þessum stærðum 0,66 en fylgnin á milli þeirra á tímabilinu 1971-2009 um 0,55. Á tímabilinu 1990-2009 er fylgnin töluvert minni eða 0,34. Mikil lækkun beggja stærða á einu ári, árinu 2009, hefur mikil áhrif á mældu fylgnina. Ef tekið er mið af tímabilinu 1990-2008 er fylgnin nánast engin. Ef horft er til breytinga í viðskiptakjörum í heild minnkar fylgnin við breyt- ingar í raungengi einnig nokkuð en þó ekki eins mikið. Þetta endur- speglar að einhverju leyti að þjónusta er meira verðlögð miðað við kostnaðaraðstæður hér innanlands en helstu flokkar vöruútflutnings. Fylgnin á milli breytinga í viðskiptakjörum og breytinga í raun- gengi á fyrri hluta tímabilsins endurspeglar annars vegar mikilvægi sjávarútvegsins í vöruútflutningnum á þessum tíma og hins vegar þá stefnu stjórnvalda á þeim tíma að lækka raungengi þegar viðskipta- kjör sjávarútvegsins versnuðu en leyfa hækkunum á verði sjávaraf- urða að hækka almennt verðlag í landinu og þar með raungengið. Frá árinu 1990 er þetta samband mun veikara en áður. Einnig má ætla að auknar gengissveiflur í kjölfar þess að gengi krónunnar var sett á flot í upphafi þessarar aldar endurspeglist að einhverju leyti í meiri sveiflum í raungengi án þess að það komi fram með sama hætti í sveiflum í viðskiptakjörum. Mynd 1 sýnir að ef sú mikla lækkun á viðskiptakjörum sem varð á árinu 2009 er undanskilin voru sveifl- ur í viðskiptakjörum minni eftir árið 1980 en þær voru á áttunda áratug síðustu aldar. Á árinu 2009 fór saman mikil lækkun á verði áls og sjávarafurða á heimsmarkaði og mikil lækkun innlends verðlags vegna lækkunar kostnaðarstigs hér innanlands. Þetta síðast talda leiddi til mikillar lækkunar á verðlagi þjónustu og annars vöruútflutn- ings þar sem verðlagning tekur mið af innlendu kostnaðarstigi og þar með raungengi. Verð á áli og sjávarafurðum ræðst hins vegar af aðstæðum á erlendum mörkuðum og hafa venjulegar kostnaðar- breytingar hér innanlands sáralítil áhrif á framleiðsluna. Eins og sjá má á mynd 2 hafa verðbreytingar á sjávarafurð- um verið fyrirferðarmiklar í þróun viðskiptakjara, sérstaklega framan af. Einnig sést greinilega að verðbreyting sjávarafurða var í takt við verðbreytingu hrávöruverðs stærstan hluta tímabilsins, en undanfar- in 6-7 ár hefur það breyst í takt við breytta samsetningu á útflutn- ingi sjávarafurða. Undanfarin ár hafa sveiflur í viðskiptakjörum hins vegar ráðist meira af sveiflum í ál- og hrávöruverði. Ólíkar verðsveiflur helstu vöruflokka Mynd 3 sýnir þróun verðs á helstu afurðum útflutnings og heims- markaðsverðs á olíu. Miðað er við verð á áli og olíu í dollurum en Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 2000 = 100 Mynd 1 Viðskiptakjör og raungengi 1970-2009 Viðskiptakjör alls Viðskiptakjör vöruviðskipta Raungengi 65 70 75 80 85 90 95 100 105 110 115 120 20052000199519901985198019751970 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Framlag helstu undirliða til árs- breytinga viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega breyt- ingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi vöru og þjónustu. Liðurinn „annað“ er afgangsliður. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breytingar frá fyrra ári (%) Mynd 2 Viðskiptakjör og framlag undirliða 1990-20121 Viðskiptakjör vöru og þjónustu Sjávarafurðaverð Álverð Hrávöruverð Olíuverð Annað -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.