Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
0
•
2
23
Rammagrein II-1
Viðskiptakjör og
raungengi
Viðskiptakjör eru hlutfall verðlags út- og innflutnings og mæla hvað
fæst af innflutningi fyrir hverja einingu útflutnings. Viðskiptakjör eru
jafnan sett fram sem vísitala miðað við ákveðið grunnár og sýna því
hlutfallslega breytingu verðlags út- og innflutnings. Raungengi mælir
hins vegar hlutfall innlends kostnaðar á móti erlendum, mælt í sömu
mynt. Algengast er að mæla raungengið út frá verðlagi á neyslu-
vörum. Ef verðlag á útfluttum vörum væri það sama og verðlag á
neysluvörum og verðlag á innfluttum vörum það sama og verðlag á
neysluvörum í helstu viðskiptalöndum, mælt í krónum, væri þróun
viðskiptakjaranna nákvæmlega eins og þróun raungengis ins. Að ein-
hverju leyti er tilhneiging til þess að þessar stærðir þróist eins, en
það eru einnig kraftar sem toga þær í mismunandi áttir. Samsetning
útflutnings er mjög ólík samsetningu neysluvara hér á landi. Það er
minni munur á samsetningu innflutnings til Íslands og samsetningu
neyslu í helstu viðskiptalöndum okkar en samt nokkur.
Þróun viðskiptakjara og raungengis
Mynd 1 sýnir þróun viðskiptakjara og raungengis frá 1970 til 2009.
Myndin sýnir að á fyrri hluta tímabilsins var mjög náið samband á
milli viðskiptakjara í vöruviðskiptum og raungengis. Á tímabilinu
1971-1989 mælist fylgnin á milli breytinga í þessum stærðum 0,66
en fylgnin á milli þeirra á tímabilinu 1971-2009 um 0,55. Á tímabilinu
1990-2009 er fylgnin töluvert minni eða 0,34. Mikil lækkun beggja
stærða á einu ári, árinu 2009, hefur mikil áhrif á mældu fylgnina. Ef
tekið er mið af tímabilinu 1990-2008 er fylgnin nánast engin. Ef horft
er til breytinga í viðskiptakjörum í heild minnkar fylgnin við breyt-
ingar í raungengi einnig nokkuð en þó ekki eins mikið. Þetta endur-
speglar að einhverju leyti að þjónusta er meira verðlögð miðað við
kostnaðaraðstæður hér innanlands en helstu flokkar vöruútflutnings.
Fylgnin á milli breytinga í viðskiptakjörum og breytinga í raun-
gengi á fyrri hluta tímabilsins endurspeglar annars vegar mikilvægi
sjávarútvegsins í vöruútflutningnum á þessum tíma og hins vegar þá
stefnu stjórnvalda á þeim tíma að lækka raungengi þegar viðskipta-
kjör sjávarútvegsins versnuðu en leyfa hækkunum á verði sjávaraf-
urða að hækka almennt verðlag í landinu og þar með raungengið.
Frá árinu 1990 er þetta samband mun veikara en áður. Einnig má
ætla að auknar gengissveiflur í kjölfar þess að gengi krónunnar var
sett á flot í upphafi þessarar aldar endurspeglist að einhverju leyti í
meiri sveiflum í raungengi án þess að það komi fram með sama hætti
í sveiflum í viðskiptakjörum. Mynd 1 sýnir að ef sú mikla lækkun á
viðskiptakjörum sem varð á árinu 2009 er undanskilin voru sveifl-
ur í viðskiptakjörum minni eftir árið 1980 en þær voru á áttunda
áratug síðustu aldar. Á árinu 2009 fór saman mikil lækkun á verði áls
og sjávarafurða á heimsmarkaði og mikil lækkun innlends verðlags
vegna lækkunar kostnaðarstigs hér innanlands. Þetta síðast talda
leiddi til mikillar lækkunar á verðlagi þjónustu og annars vöruútflutn-
ings þar sem verðlagning tekur mið af innlendu kostnaðarstigi og
þar með raungengi. Verð á áli og sjávarafurðum ræðst hins vegar
af aðstæðum á erlendum mörkuðum og hafa venjulegar kostnaðar-
breytingar hér innanlands sáralítil áhrif á framleiðsluna.
Eins og sjá má á mynd 2 hafa verðbreytingar á sjávarafurð-
um verið fyrirferðarmiklar í þróun viðskiptakjara, sérstaklega framan
af. Einnig sést greinilega að verðbreyting sjávarafurða var í takt við
verðbreytingu hrávöruverðs stærstan hluta tímabilsins, en undanfar-
in 6-7 ár hefur það breyst í takt við breytta samsetningu á útflutn-
ingi sjávarafurða. Undanfarin ár hafa sveiflur í viðskiptakjörum hins
vegar ráðist meira af sveiflum í ál- og hrávöruverði.
Ólíkar verðsveiflur helstu vöruflokka
Mynd 3 sýnir þróun verðs á helstu afurðum útflutnings og heims-
markaðsverðs á olíu. Miðað er við verð á áli og olíu í dollurum en
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
2000 = 100
Mynd 1
Viðskiptakjör og raungengi 1970-2009
Viðskiptakjör alls
Viðskiptakjör vöruviðskipta
Raungengi
65
70
75
80
85
90
95
100
105
110
115
120
20052000199519901985198019751970
1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Framlag helstu undirliða til árs-
breytinga viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega breyt-
ingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi vöru
og þjónustu. Liðurinn „annað“ er afgangsliður.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breytingar frá fyrra ári (%)
Mynd 2
Viðskiptakjör og framlag undirliða
1990-20121
Viðskiptakjör vöru og þjónustu
Sjávarafurðaverð
Álverð
Hrávöruverð
Olíuverð
Annað
-15
-10
-5
0
5
10
15
‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90