Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 60

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 60 Áframhaldandi halli á viðskiptajöfnuði á næstu árum samkvæmt opinberum tölum en undirliggjandi jöfnuður áfram jákvæður Vaxtatekjur og -gjöld eru langstærsti liður þáttatekjujafnaðarins og mun þróun þeirra ráða mestu um þróun jafnaðarins á næstu árum. Vextir á erlendum lánum hafa lækkað mikið undanfarið sem hefur endurspeglast í lækkandi vaxtagjöldum á síðasta ári. Þegar pen- ingastefna viðskiptalanda Íslands færist í eðlilegt horf á ný munu vextir hækka og vaxtajöfnuðurinn versna á ný að öðru óbreyttu. Í spá Seðlabankans eru einnig áætluð áfallin vaxtagjöld vegna Icesave- skuldbindingarinnar. Því er útlit fyrir að halli á þáttatekjum muni aukast á ný á næstu árum. Viðskiptahallinn, samkvæmt opinberum tölum, mun því aukast á ný og er áætlað að hann nemi um 2% af vergri landsframleiðslu næstu tvö árin, vegna þess að aukinn þáttatekjuhalli vegur þyngra en afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði, auk þess sem vægi vaxtakostn- aðar vegna innlánsstofnana í slitameðferð fer minnkandi. Hins vegar er áætlað að afgangur á undirliggjandi viðskiptajöfnuði á árunum 2011-12 nemi u.þ.b. 2% af landsframleiðslu. Eins og fjallað er nánar um í rammagrein VII-2, stuðlar þessi viðskiptajöfnuður að sjálfbærum greiðslujöfnuði og tryggir að skuldir þjóðarbúsins fara smám saman minnkandi þegar líður á spátímann. Rammagrein VII-2 Horfur um greiðslujöfnuð Seðlabankinn hefur lagt mat á hugsanlega þróun greiðslujafnaðar á næstu misserum. Mikil óvissa er í matinu, því að forsendur er liggja til grundvallar spánni geta hæglega breyst og haft mikil áhrif á þróun greiðslujafnaðarins. Tafla 1 sýnir spá bankans um greiðslujöfnuðinn fram til árs- loka 2012. Liðirnir eru sýndir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Spáð er jákvæðum undirliggjandi viðskiptajöfnuði út tímabilið, þótt þáttatekjuhallinn aukist nokkuð þegar líður á það.1 Fjármagnsjöfn- uðurinn er aftur á móti neikvæður árin 2011-2012 og nemur hreint fjármagnsútflæði seinna árið 13% af vergri landsframleiðslu. 1. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er viðskiptajöfnuður að frádregnum reiknuðum vaxta- tekjum og áföllnum gjöldum vegna innlánsstofnana í slitameðferð. Nánari umfjöllun um undirliggjandi viðskiptajöfnuð og viðskiptajöfnuð út frá opinberum tölum er að finna í kafla VII. 2009 2010 2011 2012 Viðskiptajöfnuður1 3,0 5,0 2,4 1,6 Vöru- og þjónustujöfnuður 8,0 9,8 9,7 9,6 Þáttatekjujöfnuður -4,4 -4,8 -7,3 -8,0 Fjármagnsjöfnuður (án forða) -8,5 41,4 -6,7 -13,2 Hrein skuldastaða2 28 75 68 56 Heildarskuldir2 234 301 269 235 1. Taflan sýnir undirliggjandi þáttatekju- og viðskiptajöfnuð, þ.e. þar sem reiknaðar vaxtatekjur og vaxtagjöld innlánsstofnana í slitameðferð eru tekin burt. 2. Heildarskuldir og hrein skuldastaða eru undirliggjandi skuldir og undirliggjandi hrein skuldastaða, þ.e. einungis er tekið tillit til skulda innlánsstofnana í slitameðferð sem eignir eru taldar innheimtast fyrir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla 1 Greiðslujöfnuður (% af VLF)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.