Peningamál - 01.05.2010, Page 60

Peningamál - 01.05.2010, Page 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 60 Áframhaldandi halli á viðskiptajöfnuði á næstu árum samkvæmt opinberum tölum en undirliggjandi jöfnuður áfram jákvæður Vaxtatekjur og -gjöld eru langstærsti liður þáttatekjujafnaðarins og mun þróun þeirra ráða mestu um þróun jafnaðarins á næstu árum. Vextir á erlendum lánum hafa lækkað mikið undanfarið sem hefur endurspeglast í lækkandi vaxtagjöldum á síðasta ári. Þegar pen- ingastefna viðskiptalanda Íslands færist í eðlilegt horf á ný munu vextir hækka og vaxtajöfnuðurinn versna á ný að öðru óbreyttu. Í spá Seðlabankans eru einnig áætluð áfallin vaxtagjöld vegna Icesave- skuldbindingarinnar. Því er útlit fyrir að halli á þáttatekjum muni aukast á ný á næstu árum. Viðskiptahallinn, samkvæmt opinberum tölum, mun því aukast á ný og er áætlað að hann nemi um 2% af vergri landsframleiðslu næstu tvö árin, vegna þess að aukinn þáttatekjuhalli vegur þyngra en afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði, auk þess sem vægi vaxtakostn- aðar vegna innlánsstofnana í slitameðferð fer minnkandi. Hins vegar er áætlað að afgangur á undirliggjandi viðskiptajöfnuði á árunum 2011-12 nemi u.þ.b. 2% af landsframleiðslu. Eins og fjallað er nánar um í rammagrein VII-2, stuðlar þessi viðskiptajöfnuður að sjálfbærum greiðslujöfnuði og tryggir að skuldir þjóðarbúsins fara smám saman minnkandi þegar líður á spátímann. Rammagrein VII-2 Horfur um greiðslujöfnuð Seðlabankinn hefur lagt mat á hugsanlega þróun greiðslujafnaðar á næstu misserum. Mikil óvissa er í matinu, því að forsendur er liggja til grundvallar spánni geta hæglega breyst og haft mikil áhrif á þróun greiðslujafnaðarins. Tafla 1 sýnir spá bankans um greiðslujöfnuðinn fram til árs- loka 2012. Liðirnir eru sýndir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Spáð er jákvæðum undirliggjandi viðskiptajöfnuði út tímabilið, þótt þáttatekjuhallinn aukist nokkuð þegar líður á það.1 Fjármagnsjöfn- uðurinn er aftur á móti neikvæður árin 2011-2012 og nemur hreint fjármagnsútflæði seinna árið 13% af vergri landsframleiðslu. 1. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er viðskiptajöfnuður að frádregnum reiknuðum vaxta- tekjum og áföllnum gjöldum vegna innlánsstofnana í slitameðferð. Nánari umfjöllun um undirliggjandi viðskiptajöfnuð og viðskiptajöfnuð út frá opinberum tölum er að finna í kafla VII. 2009 2010 2011 2012 Viðskiptajöfnuður1 3,0 5,0 2,4 1,6 Vöru- og þjónustujöfnuður 8,0 9,8 9,7 9,6 Þáttatekjujöfnuður -4,4 -4,8 -7,3 -8,0 Fjármagnsjöfnuður (án forða) -8,5 41,4 -6,7 -13,2 Hrein skuldastaða2 28 75 68 56 Heildarskuldir2 234 301 269 235 1. Taflan sýnir undirliggjandi þáttatekju- og viðskiptajöfnuð, þ.e. þar sem reiknaðar vaxtatekjur og vaxtagjöld innlánsstofnana í slitameðferð eru tekin burt. 2. Heildarskuldir og hrein skuldastaða eru undirliggjandi skuldir og undirliggjandi hrein skuldastaða, þ.e. einungis er tekið tillit til skulda innlánsstofnana í slitameðferð sem eignir eru taldar innheimtast fyrir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla 1 Greiðslujöfnuður (% af VLF)

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.