Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 11 Minni framleiðslugeta dregur úr slakanum sem myndaðist í kjölfar fjármálakreppunnar Fjármálakreppan hefur ekki einungis haft áhrif á almenna eftirspurn í þjóðarbúinu heldur einnig á framleiðslugetu þess, sem hefur dregist töluvert saman. Hluti fjármagnsstofnsins hefur tapast við gjaldþrot fyrirtækja og tilfærsla framleiðsluaðfanga frá fjármála-, byggingar- og þjónustugeirum til samkeppnis- og útflutningsgeirans hefur í för með sér aðlögunarkostnað, t.d. í formi endurmenntunar starfsfólks í nýjum störfum. Mannauður gæti jafnvel tapast varanlega haldist atvinnuleysi hátt til lengri tíma. Töpuð framleiðslugeta í kjölfar fjármálakreppunnar gerir það að verkum að slakinn sem hefur myndast við mikinn samdrátt eftirspurnar er minni en ella. Nú er talið að slakinn nái hámarki um mitt þetta ár í tæplega 5% af framleiðslugetu sem er heldur minni slaki en í janúar og vegast þar á meiri samdráttur í vinnuaflsnotkun og minni samdráttur fjármagnsstofns og umsvifa. Eins og áður er því spáð að slakinn fari smám saman minnkandi og verði horfinn í lok spátímabilsins. Nánari umfjöllun um framleiðslugetu og -slaka er að finna í kafla IV. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu Það sem liðið er af árinu hefur verðbólga reynst heldur meiri en bankinn spáði í janúar og mældist hún 7,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins í stað 7,1% í janúarspánni. Útlit er einnig fyrir að verðbólga verði nokkru meiri á öðrum fjórðungi, eða 7,4% í stað 6,8%. Meginskýringar þrálátari verðbólgu eru m.a. meiri hækkun alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs, minni lækkun húsnæðisverðs og minni fram- leiðsluslaki en spáð hafði verið. Verðbólguvæntingar hafa hins vegar þokast niður á við, þótt þær séu enn á suma mælikvarða nokkru hærri en samræmist verðbólgumarkmiðinu. Jafnframt er nú spáð heldur sterkara gengi krónunnar og lægri launakostnaði á framleidda einingu út þetta ár. Við þetta bætist að nú er gert ráð fyrir minni hækkunum óbeinna skatta á næstu tveimur árum þar sem afkoma hins opinbera er betri en talið var í janúar auk þess sem búist er við að skattstofn- arnir verði sterkari á spátímanum. Hækkun mældrar verðbólgu vegna hækkunar neysluskatta á næstu tveimur árum verður því minni en áður hefur verið gert ráð fyrir. Á heildina litið er því áfram talið að mikill slaki í þjóðarbúinu og tiltölulega stöðugt gengi krónunnar tryggi að verðbólga muni hjaðna í átt að verðbólgumarkmiðinu þegar líður á spátímann. Verðbólga á þessu ári er talin verða um 6,2% en í janúar- spánni var talið að hún yrði 5,6%. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hún verði um 3% og við markmið að meðaltali 2012. Nánari umfjöllun um alþjóðlega verðlagsþróun er að finna í kafla II og um þróun innlendrar verðbólgu og verðbólguvæntinga í kafla VIII. Helstu óvissuþættir Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum um þróun ytra umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og áhrif þeirrar þróunar á hann. Spáin byggist einnig á mati á virkni einstakra markaða og hvernig peningastefnan miðlast út í efnahagslífið. Um alla þessa þætti ríkir mikil óvissa, m.a. vegna þess að umfang fjármálakreppunnar á sér vart Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-14 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2010/1 % af framleiðslugetu PM 2010/2 PM 2010/1 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-15 Verðbólga - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá sama tíma árið áður (%) PM 2010/2 PM 2010/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-16 Verðbólga án skattaáhrifa - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá sama tíma árið áður (%) PM 2010/2 PM 2010/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘13201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.