Peningamál - 01.05.2010, Page 11

Peningamál - 01.05.2010, Page 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 11 Minni framleiðslugeta dregur úr slakanum sem myndaðist í kjölfar fjármálakreppunnar Fjármálakreppan hefur ekki einungis haft áhrif á almenna eftirspurn í þjóðarbúinu heldur einnig á framleiðslugetu þess, sem hefur dregist töluvert saman. Hluti fjármagnsstofnsins hefur tapast við gjaldþrot fyrirtækja og tilfærsla framleiðsluaðfanga frá fjármála-, byggingar- og þjónustugeirum til samkeppnis- og útflutningsgeirans hefur í för með sér aðlögunarkostnað, t.d. í formi endurmenntunar starfsfólks í nýjum störfum. Mannauður gæti jafnvel tapast varanlega haldist atvinnuleysi hátt til lengri tíma. Töpuð framleiðslugeta í kjölfar fjármálakreppunnar gerir það að verkum að slakinn sem hefur myndast við mikinn samdrátt eftirspurnar er minni en ella. Nú er talið að slakinn nái hámarki um mitt þetta ár í tæplega 5% af framleiðslugetu sem er heldur minni slaki en í janúar og vegast þar á meiri samdráttur í vinnuaflsnotkun og minni samdráttur fjármagnsstofns og umsvifa. Eins og áður er því spáð að slakinn fari smám saman minnkandi og verði horfinn í lok spátímabilsins. Nánari umfjöllun um framleiðslugetu og -slaka er að finna í kafla IV. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu Það sem liðið er af árinu hefur verðbólga reynst heldur meiri en bankinn spáði í janúar og mældist hún 7,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins í stað 7,1% í janúarspánni. Útlit er einnig fyrir að verðbólga verði nokkru meiri á öðrum fjórðungi, eða 7,4% í stað 6,8%. Meginskýringar þrálátari verðbólgu eru m.a. meiri hækkun alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs, minni lækkun húsnæðisverðs og minni fram- leiðsluslaki en spáð hafði verið. Verðbólguvæntingar hafa hins vegar þokast niður á við, þótt þær séu enn á suma mælikvarða nokkru hærri en samræmist verðbólgumarkmiðinu. Jafnframt er nú spáð heldur sterkara gengi krónunnar og lægri launakostnaði á framleidda einingu út þetta ár. Við þetta bætist að nú er gert ráð fyrir minni hækkunum óbeinna skatta á næstu tveimur árum þar sem afkoma hins opinbera er betri en talið var í janúar auk þess sem búist er við að skattstofn- arnir verði sterkari á spátímanum. Hækkun mældrar verðbólgu vegna hækkunar neysluskatta á næstu tveimur árum verður því minni en áður hefur verið gert ráð fyrir. Á heildina litið er því áfram talið að mikill slaki í þjóðarbúinu og tiltölulega stöðugt gengi krónunnar tryggi að verðbólga muni hjaðna í átt að verðbólgumarkmiðinu þegar líður á spátímann. Verðbólga á þessu ári er talin verða um 6,2% en í janúar- spánni var talið að hún yrði 5,6%. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hún verði um 3% og við markmið að meðaltali 2012. Nánari umfjöllun um alþjóðlega verðlagsþróun er að finna í kafla II og um þróun innlendrar verðbólgu og verðbólguvæntinga í kafla VIII. Helstu óvissuþættir Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum um þróun ytra umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og áhrif þeirrar þróunar á hann. Spáin byggist einnig á mati á virkni einstakra markaða og hvernig peningastefnan miðlast út í efnahagslífið. Um alla þessa þætti ríkir mikil óvissa, m.a. vegna þess að umfang fjármálakreppunnar á sér vart Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-14 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2010/1 % af framleiðslugetu PM 2010/2 PM 2010/1 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-15 Verðbólga - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá sama tíma árið áður (%) PM 2010/2 PM 2010/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-16 Verðbólga án skattaáhrifa - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá sama tíma árið áður (%) PM 2010/2 PM 2010/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘13201220112010200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.