Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 51 2. Eins og fram kemur á mynd VI-4 var langtímaatvinnuleysi einnig nokkurt í uppsveiflunni, en um fjórðungur þeirra sem var atvinnulaus árið áður en kreppan skall á hafði verið atvinnulaus lengur en sex mánuði, þótt fjöldinn væri aðeins lítið brot af því sem varð eftir að hún skall á, eða 6,5%. samsvarar því að atvinnuleysi aukist um tæpa prósentu. Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar og tölur um flutninga til og frá landinu á fyrsta fjórðungi ársins sýna að aðlögun vinnumarkaðarins heldur áfram, en mun hægar. Yfir helmingur atvinnulaus lengur en sex mánuði Þótt opinberar upplýsingar skorti um ástæður þess að fólk fer af atvinnuleysisskrá, eru vísbendingar um að nokkur hreyfing sé á fólki af skrá í vinnu. Langtímaatvinnuleysi (þ.e. atvinnulausir lengur en sex mánuðir) hefur þó aukist í takt við aukið atvinnuleysi og var hlutfall þeirra sem höfðu verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur 52% í ágúst sl. Langtímaatvinnuleysi minnkar alltaf tímabundið frá sumri og fram á vetrarmánuði þar sem hluti þeirra sem hefur verið atvinnulaus fær vinnu yfir sumarmánuðina, en hlutfall langtímaatvinnulausra af atvinnulausum var aftur komið í 52% í mars. Í síðustu niðursveiflu varð hlutfall langtímaatvinnulausra hæst um þriðjungur atvinnulausra. Eins og fram kemur á mynd VI-5 er þessi aukning langtímaatvinnu- leysis í takt við þróunina á fyrri samdráttarskeiðum.2 Atvinnuþátttaka svipuð og í niðursveiflunni á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar Fyrst eftir að kreppan skall á kom minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli fram í fjölgun atvinnulausra en frá og með öðrum ársfjórðungi árið 2009 fjölgaði einnig þeim sem yfirgáfu vinnumarkaðinn. Þetta eru dæmigerð viðbrögð við alvarlegum kreppum og reynsla úr öðrum fjármálakreppum gefur til kynna að hluti þessa fólks muni jafnvel ekki snúa aftur á vinnumarkaðinn. Atvinnuþátttaka hefur minnkað um 2,3 prósentur frá því að hún var mest árið 2007 og var 81% á síðasta ári. Þrátt fyrir að áfallið nú sé töluvert meira en í niðursveiflunni á fyrri hluta síðasta áratugar er atvinnuþátttaka svipuð. Viðbrögðin við minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli eru sem fyrr nokkuð mismunandi eftir aldurshópum. Eins og jafnan áður er það fyrst og fremst atvinnuþátttaka yngsta aldurshópsins, 16-24 ára, sem breytist í takt við hagsveifluna (sjá mynd VI-6). Í uppsveiflunni jókst atvinnuþátttaka í þessum aldurshópi úr 72% árið 2004 í 80% árið 2007 en var orðin 73,5% á síðasta ári. Hlutur yngsta launafólksins í samdrætti vinnuaflsins er því mun meiri (60%) en nemur hlutfalli þeirra af vinnuaflinu (16%). Brottflutningur erlendra ríkisborgara reyndist meiri en áður var talið Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar hefur í fyrri hagsveiflum einnig komið fram í því að Íslendingar hafa flutt til og frá landinu í takt við eftirspurn eftir vinnuafli. Mikið innstreymi erlends starfsfólks til Íslands á undanförnum árum hefur aukið þennan sveigjanleika enn frekar. Á árunum 2005-2008 voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brott- Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-4 Atvinnuleysi eftir lengd febrúar 2000 - mars 2010 Fjöldi 0-3 mánuðir 3-6 mánuðir 6-9 mánuðir 9-12 mánuðir Lengra en eitt ár 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 18.000 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun. Mynd VI-5 Samband atvinnuleysis og langtímaatvinnuleysis 1990-2009 Langtímaatvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli (%) 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Atvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli (%) 2009 1. Tölur vinnumarkaðskönnunar eftir 2003 eru ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-6 Atvinnuþátttaka, heildarvinnustundafjöldi og hagvöxtur 1991-20091 % Breyting frá fyrra ári (%) Breyting heildarvinnustunda (h. ás) Atvinnuþátttaka alls (v. ás) Atvinnuþátttaka 16-24 ára (v. ás) Hagvöxtur (v. ás) 60 65 70 75 80 85 90 95 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.