Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 19

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 19 Norðurlöndunum hefur verð hlutabréfa engu að síður hækkað tölu- vert það sem af er ári. Fjármálamarkaðir hafa tekið við sér hraðar en margir bjuggust við. Þeir eru þó enn veikari en þeir voru fyrir hrun og er útlit fyrir að svo verði áfram enn um sinn. Peningamarkaðir hafa víðast hvar náð nokkru jafnvægi og bankar hafa slakað á kröfum vegna útlána. Áhættuálag á fjárskuldbindingar hefur lækkað mikið frá því sem var þegar fjármálakreppan stóð sem hæst og er nú svipað og það var fyrir hana. Í flestum löndum er sértækum aðgerðum seðlabanka og stjórnvalda til að bjarga fjármálastofnunum nánast lokið. Engu að síður eru ný útlán banka enn mjög lítil. Áhætta er víðast hvar enn talin mikil og hugsanlega á enn eftir að afskrifa töluvert af útlánum. Á móti kemur að skuldabréfamarkaðir hafa náð sér vel á strik, en þeir hafa þó ekki náð að bæta upp samdrátt í almennum útlánum. Því er aðgangur að lánsfjármagni enn mjög takmarkaður. Alþjóðleg fjármálaviðskipti eru í lágmarki og framboð lánsfjár takmarkað í löndum sem háð eru alþjóðlegum fjármálamörkuðum. … og einnig á hrávöruverði Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að olíuverð myndi hækka um 30% á þessu ári og stendur sú spá nær óbreytt, þótt hækkunin það sem af er ári sé heldur meiri en þá var spáð. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur olíuverð hækkað nokkuð frá fyrri ársfjórðungi en umtalsvert milli ára. Í spám Seðlabankans er tekið mið af fram- virku verði annars vegar og verðspám helstu greiningaraðila hins vegar. Spáin gerir því ráð fyrir að verð hráolíu muni hækka um 5% milli áranna 2010 og 2011. Á árinu 2012 eru horfur á áframhaldandi hækkun í kjölfar aukinnar olíueftirspurnar í heiminum. Hrávöruverð hækkaði töluvert undir lok síðasta árs og er hærra en gert var ráð fyrir í janúarspánni. Efnahagsbati í nýmarkaðsríkjum Asíu og þróunarríkjum á síðasta ári ýtti undir verðhækkanirnar en meira jafnvægi virðist vera á markaðnum um þessar mundir. Verð á matvælum hækkaði fram á mitt ár, féll síðan en hækkaði að nýju fram til ársloka. Það sem af er þessu ári hefur það heldur sigið. Verðbólguþrýstingur mjög takmarkaður Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur aukist töluvert á undanförnum mánuðum eftir að hafa náð lágmarki um mitt síðasta ár. Verðhjöðnun sem ríkti víða er nú yfirleitt lokið. Í byrjun þessa árs hefur verðbólga aukist. Skýrist það einkum af óhagstæðum grunn- áhrifum, sökum mikillar lækkunar olíuverðs í byrjun síðasta árs, og hækkunar hrávöru- og olíuverðs að undanförnu. Því er almennt gert ráð fyrir að það hægi aftur á verðbólgunni þegar líða tekur á árið. Undirliggjandi verðbólguþrýstingur er takmarkaður og því ekki útlit fyrir mikla verðbólgu á árinu, sem sést á því að kjarnaverðbólga hefur víðast hvar lækkað þótt mæld verðbólga hafi hækkað. Verðhjöðnun lauk í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum og hefur verðbólgan tekið nokkuð við sér. Er það einkum vegna grunn- áhrifa, en kjarnaverðbólga minnkaði milli mánaða í janúar í fyrsta sinn í 27 ár. Gert er ráð fyrir að verðbólgan verði rúmlega 2% á árinu, en að hún hafi verið mest í byrjun ársins. Verðhjöðnun á evrusvæðinu Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-4 Þróun á hlutabréfamörkuðum Daglegar tölur 2. janúar 2006 - 30. apríl 2010 Vísitala, 2. jan. 2006 = 100 Norðurlönd (MSCI) Evrusvæðið (MSCI) Nýmarkaðsríki (MSCI) Heimsverð (MSCI) 40 60 80 100 120 140 160 180 2009200820072006 2010 1. Mismunurinn er reiknaður sem munurinn á 3 mánaða millibanka- vöxtum og 3 mánaða vöxtum á ríkisbréfum. Heimild: Reuters EcoWin. Punktar Mynd II-5 Munur á millibankavöxtum og vöxtum á ríkisbréfum1 Daglegar tölur 2. janúar 2007 - 30. apríl 2010 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 2010200920082007 Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-6 Heimsmarkaðsverð olíu 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Heimsmarkaðsverð á hráolíu PM 2010/2 PM 2010/1 0 100 200 300 400 500 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.