Peningamál - 01.05.2010, Side 71

Peningamál - 01.05.2010, Side 71
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 71 atvinnuleysi. Þjóðarútgjaldaspárnar eru hins vegar ekki langt frá lagi. Hagstofa Íslands endurskoðar tölur úr þjóðhagsreikningum allt að fjór- um sinnum yfir tveggja ára tímabil ef ástæða þykir til. Ef miklu munar á fyrstu birtingu og endurskoðuðum tölum getur það haft mikil áhrif á spár. Á mynd 3 má sjá meðaltal spáa fyrir þjóðarútgjöld árið áður en fyrstu bráðabirgðatölur Hagstofunnar eru birtar borið saman við fyrstu bráðabirgðatölur Hagstofunnar og síðustu uppfærslu talnanna. Sjá má að ársfjórðungsspárnar fyrir annan til fjórða ársfjórðung ársins 2009 hafa allar gert ráð fyrir meiri samdrætti þjóðarútgjalda. Nýjustu þjóð- hagstölurnar frá því í mars benda til þess að samdráttur þjóðarútgjalda hafi verið meiri á fyrsta og þriðja ársfjórðungi en fyrstu tölur bentu til. Samdráttur einkaneyslu reyndist minni en spáð var Að því er varðar einstaka undirliði þjóðarútgjalda hafa spár um þróun fjárfestingar verið með ágætum en erfiðara hefur reynst að spá fyrir um þróun einkaneyslu árið 2009. Upphaflega var gert ráð fyrir yfir 20% samdrætti einkaneyslu sem fór minnkandi er leið á árið, sér- staklega eftir að þjóðhagstölur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung birtust í júní og september árið 2009. Einkaneysla veltur á þáttum eins og ráðstöfunartekjum heimila, atvinnuleysi og gengi. Gengisspáin fyrir árið 2009 hefur verið nær óbreytt frá sumarmánuðum 2009. Spár um ráðstöfunartekjur hafa hins vegar verið reikulli. Erfitt hefur reynst að spá fyrir um þróun ráðstöfunartekna og endanlegar tölur fyrir síðasta ár munu ekki liggja fyrir fyrr en í september. Í september í fyrra kom PM PM PM PM PM PM Bráða- (%) 2008/3 2009/1 2009/2 2009/3 2009/4 2010/1 birgðat.1 Einkaneysla -24,8 -25,2 -23,5 -19,7 -16,2 -16,0 -14,6 Samneysla 2,9 1,5 -2,7 -2,3 -1,2 -0,4 -3,0 Fjárfesting -20,2 -28,9 -44,8 -48,4 -48,0 -48,3 -49,9 Þjóðarútgjöld -17,6 -20,3 -23,5 -21,5 -19,7 -19,4 -20,1 Útflutningur -0,5 0,4 -3,0 -1,8 1,3 1,6 6,2 Innflutningur -24,5 -26,9 -35,6 -33,0 -25,7 -25,4 -24,0 Hagvöxtur -8,3 -9,9 -11,0 -9,1 -8,5 -7,7 -6,5 Verðbólga 14,1 11,9 9,9 11,8 12,0 12,0 12,0 Undirliggjandi verðbólga 14,1 11,8 9,6 11,1 11,3 11,4 11,4 Gengi krónu gagnvart evru 141,1 146,6 158,2 169,2 171,7 172,0 172,0 Framleiðsluspenna -4,7 -5,8 -8,3 -6,8 -4,2 -3,9 -3,4 Atvinnuleysi 6,3 9,4 9,3 8,9 8,2 8,0 8,0 Vöxtur launa2 6,4 4,2 4,2 4,4 4,4 4,7 0,6 Kaupmáttur ráðstöfunartekna -13,7 -17,1 -15,6 -19,9 -19,2 -17,6 -18,03 Utanríkisverslun 5,2 5,4 -14,1 -11,4 -11,4 -10,3 -8,2 Álverð í USD -3,4 -39,2 -41,8 -38,7 -36,1 -35,4 -35,8 Sjávarútvegsverð í erl. mynt -2,9 -9,0 -12,0 -12,6 -8,5 -10,4 -12,8 Útflutt ál 4,5 7,9 3,0 3,5 4,7 6,0 3,8 Útfluttar sjávarafurðir -2,9 2,0 0,0 -1,0 -2,0 4,0 3,4 1. Bráðabirgðatölurnar eru notaðar sem grundvöllur fyrir spá Seðlabankans sem birt er í þessu hefti Peninga- mála. 2. Rauntala fyrir vöxt launa árið 2009 var fyrst birt í mars 2010. Reyndust þær aðrar en spárnar yfir árið gerðu ráð fyrir, en þær byggðust að miklu leyti á þróun launavísitölu Hagstofu Íslands. 3. Gögn um ráðstöfunartekjur fyrir árið 2009 liggja ekki fyrir fyrr en í september 2010. Talan -18,0% er spá Seðlabankans. Tafla 3 Spár og forsendur um þróun helstu þjóðhagsstærða fyrir árið 2009 úr Peningamálum 2008/3 til Peningamála 2010/1 Mynd 3 Þjóðarútgjöld 1. Meðaltal ársfjórðungsspáa nær þó ekki lengra aftur en til PM 2008/3. 2. Fyrstu gögn fyrir 4. ársfj. 2009 komu í mars 2010. Því hefur fyrsta áætlun ekki verið uppfærð. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Meðaltal spáa síðustu fjóra ársfjórðunga á undan fyrstu áætlun Hagstofunnar1 Fyrsta áætlun Hagstofunnar (birting talna fyrir 1. ársfj. er í júní, 2. ársfj. er í sept., 3. ársfj. í des. og 4. ársfj. í mars). Lokatölur (Hagstofan í mars 2010)2 -25 -20 -15 -10 -5 0 4. ársfj. 2009 3. ársfj. 2009 2. ársfj. 2009 1. ársfj. 2009 20092008

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.