Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 38
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
0
•
2
38
dráttur ráðstöfunartekna var ívið meiri í fyrra en í janúarspánni. Ýmsar
vísbendingar bregða upp mynd af því að einkaneysla hafi náð nokkurri
fótfestu við núverandi stig. Árstíðarleiðrétt greiðslukortavelta hélst
þannig nær óbreytt innanlands en jókst erlendis á milli fyrsta fjórð-
ungs í ár og fjórða ársfjórðungs í fyrra, smásala jókst nokkuð á sama
tímabili og væntingar neytenda glæddust í apríl eftir að hafa verið í
langvarandi lægð.
Spáin gerir ráð fyrir því að bati einkaneyslu sem mældist á seinni
hluta síðasta árs gangi að hluta til baka á fyrri hluta þessa árs. Engu að
síður er gert ráð fyrir að einkaneysla vaxi um 1% í ár frá því í fyrra sem
eru nokkuð bjartari horfur en í janúarspánni þar sem gengið var út frá
liðlega 1% samdrætti. Munurinn liggur að mestu í hagstæðari upp-
hafsstöðu þar sem einkaneysla mældist meiri á síðasta fjórðungi í fyrra
en gert var ráð fyrir í janúar. Horfur lengra fram í tímann eru áþekkar
fyrri spám og gera ráð fyrir að einkaneysla vaxi um 3-4% á ári.
Samneysla dróst meira saman í fyrra en áður var talið en horfur
eru áþekkar fyrir yfirstandandi ár
Samneysla dróst saman um 2,7% í fyrra. Veruleg endurskoðun varð
á tölum Hagstofunnar um samdrátt samneyslunnar á fyrri helmingi
síðasta árs. Í janúarhefti Peningamála var fjallað um að svo virtist
sem aðhaldsaðgerðir stjórnvalda hefðu komið seinna til framkvæmda
en bankinn hefði áður áætlað. Endurskoðun Hagstofunnar sýnir að
samdráttur samneyslu í fyrra hafi verið í samræmi við sparnaðaráform
stjórnvalda og spár Seðlabankans á fyrri hluta ársins. Eins og nánar
er fjallað um í kafla V hér á eftir, hefur endurmat á skuldastöðu hins
opinbera dregið nokkuð úr þörf á aðhaldsaðgerðum og því má vænta
þess að samneysla og opinber fjárfesting verði nokkru meiri en ráðgert
var og geti betur stutt við efnahagsbatann. Seðlabankinn gerir því ráð
fyrir 3% samdrætti samneyslu í ár í stað 3,2% samdráttar í janúar-
spánni. Ennfremur er gert ráð fyrir minni samdrætti samneyslu á næstu
árum en í janúar.
Verri horfur um bata fjárfestingar þar sem stórframkvæmdum
seinkar
Fjármunamyndun dróst saman um 50% í fyrra skv. fyrstu áætlun
Hagstofunnar sem er í góðu samræmi við janúarspá Seðlabankans.
Samdrátturinn kom í kjölfar 21% samdráttar árið áður. Enn er þess
vænst að fjármunamyndun dragist saman og grunnspáin gerir ráð
fyrir u.þ.b. 10% samdrætti í ár. Þar vegur þyngst þriðjungs samdrátt-
ur íbúðafjárfestingar, opinberrar fjármunamyndunar og almennrar
atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju. Eins og rakið er hér að framan
er enn gert ráð fyrir að framkvæmdum tengdum stóriðju seinki, bæði
framkvæmdum við byggingu álbræðslna í Helguvík og Straumsvík og
á vegum orkufyrirtækjanna. Áætlað er að vöxtur stóriðjufjárfestingar í
ár verði um 45% en í janúarspánni var gengið út frá 82% vexti. Gangi
þessar forsendur eftir má vænta þess að atvinnuvegafjárfesting aukist
á milli ára og gerir Seðlabankinn ráð fyrir um 8½% vexti í ár sem eru
nokkru dekkri horfur en í janúar. Ekki er hægt að útiloka að frekari
tafir geti orðið og að af einhverjum fyrirhugaðra framkvæmda verði
ekki. Samþykkt annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda
1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Framlag helstu undirliða til árs-
breytingar kaupmáttar ráðstöfunartekna er fengið með því að vega
saman vægi undirþátta í ráðstöfunartekjum. Samlagning framlags
undirliða gefur því ekki nákvæmlega heildarbreytinguna vegna afrúnn-
unar og þar sem fullkomið tekjubókhald heimila liggur ekki fyrir hjá
Hagstofu Íslands.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-10
Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna
og framlag undirliða 2000-20121
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
Nafnlaun
Atvinna
Aðrar tekjur
Skattar
Verðlag
-30
-20
-10
0
10
20
30
´12´11´10´09´08´07´06´05´04´03´02´01´00
1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-11
Þróun fjármunamyndunar og framlag
helstu undirliða hennar 2000-20121
Fjármunamyndun alls
Atvinnuvegir án stóriðju
Stóriðja
Íbúðarhúsnæði
Hið opinbera
-60
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
´12´11´10´09´08´07´06´05´04´03´02´01´00