Peningamál - 01.05.2010, Síða 38

Peningamál - 01.05.2010, Síða 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 38 dráttur ráðstöfunartekna var ívið meiri í fyrra en í janúarspánni. Ýmsar vísbendingar bregða upp mynd af því að einkaneysla hafi náð nokkurri fótfestu við núverandi stig. Árstíðarleiðrétt greiðslukortavelta hélst þannig nær óbreytt innanlands en jókst erlendis á milli fyrsta fjórð- ungs í ár og fjórða ársfjórðungs í fyrra, smásala jókst nokkuð á sama tímabili og væntingar neytenda glæddust í apríl eftir að hafa verið í langvarandi lægð. Spáin gerir ráð fyrir því að bati einkaneyslu sem mældist á seinni hluta síðasta árs gangi að hluta til baka á fyrri hluta þessa árs. Engu að síður er gert ráð fyrir að einkaneysla vaxi um 1% í ár frá því í fyrra sem eru nokkuð bjartari horfur en í janúarspánni þar sem gengið var út frá liðlega 1% samdrætti. Munurinn liggur að mestu í hagstæðari upp- hafsstöðu þar sem einkaneysla mældist meiri á síðasta fjórðungi í fyrra en gert var ráð fyrir í janúar. Horfur lengra fram í tímann eru áþekkar fyrri spám og gera ráð fyrir að einkaneysla vaxi um 3-4% á ári. Samneysla dróst meira saman í fyrra en áður var talið en horfur eru áþekkar fyrir yfirstandandi ár Samneysla dróst saman um 2,7% í fyrra. Veruleg endurskoðun varð á tölum Hagstofunnar um samdrátt samneyslunnar á fyrri helmingi síðasta árs. Í janúarhefti Peningamála var fjallað um að svo virtist sem aðhaldsaðgerðir stjórnvalda hefðu komið seinna til framkvæmda en bankinn hefði áður áætlað. Endurskoðun Hagstofunnar sýnir að samdráttur samneyslu í fyrra hafi verið í samræmi við sparnaðaráform stjórnvalda og spár Seðlabankans á fyrri hluta ársins. Eins og nánar er fjallað um í kafla V hér á eftir, hefur endurmat á skuldastöðu hins opinbera dregið nokkuð úr þörf á aðhaldsaðgerðum og því má vænta þess að samneysla og opinber fjárfesting verði nokkru meiri en ráðgert var og geti betur stutt við efnahagsbatann. Seðlabankinn gerir því ráð fyrir 3% samdrætti samneyslu í ár í stað 3,2% samdráttar í janúar- spánni. Ennfremur er gert ráð fyrir minni samdrætti samneyslu á næstu árum en í janúar. Verri horfur um bata fjárfestingar þar sem stórframkvæmdum seinkar Fjármunamyndun dróst saman um 50% í fyrra skv. fyrstu áætlun Hagstofunnar sem er í góðu samræmi við janúarspá Seðlabankans. Samdrátturinn kom í kjölfar 21% samdráttar árið áður. Enn er þess vænst að fjármunamyndun dragist saman og grunnspáin gerir ráð fyrir u.þ.b. 10% samdrætti í ár. Þar vegur þyngst þriðjungs samdrátt- ur íbúðafjárfestingar, opinberrar fjármunamyndunar og almennrar atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju. Eins og rakið er hér að framan er enn gert ráð fyrir að framkvæmdum tengdum stóriðju seinki, bæði framkvæmdum við byggingu álbræðslna í Helguvík og Straumsvík og á vegum orkufyrirtækjanna. Áætlað er að vöxtur stóriðjufjárfestingar í ár verði um 45% en í janúarspánni var gengið út frá 82% vexti. Gangi þessar forsendur eftir má vænta þess að atvinnuvegafjárfesting aukist á milli ára og gerir Seðlabankinn ráð fyrir um 8½% vexti í ár sem eru nokkru dekkri horfur en í janúar. Ekki er hægt að útiloka að frekari tafir geti orðið og að af einhverjum fyrirhugaðra framkvæmda verði ekki. Samþykkt annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Framlag helstu undirliða til árs- breytingar kaupmáttar ráðstöfunartekna er fengið með því að vega saman vægi undirþátta í ráðstöfunartekjum. Samlagning framlags undirliða gefur því ekki nákvæmlega heildarbreytinguna vegna afrúnn- unar og þar sem fullkomið tekjubókhald heimila liggur ekki fyrir hjá Hagstofu Íslands. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna og framlag undirliða 2000-20121 Kaupmáttur ráðstöfunartekna Nafnlaun Atvinna Aðrar tekjur Skattar Verðlag -30 -20 -10 0 10 20 30 ´12´11´10´09´08´07´06´05´04´03´02´01´00 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-11 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2000-20121 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju Stóriðja Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ´12´11´10´09´08´07´06´05´04´03´02´01´00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.