Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 81

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 81
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 81 Hinn 5. mars tilkynnti fjármálaeftirlitið að gengið hefði verið frá upp- lýsingaskiptasamningum við Fjármálaeftirlitið á Bresku Jómfrúareyjum og Verðbréfaeftirlit Alberta-fylkis í Kanada. Hinn 6. mars fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um heimild til ríkis- ábyrgðar vegna Icesave-reikninganna. Var ábyrgðarheimildinni hafnað með um 98% gildra atkvæða. Gengu því eldri lög um ábyrgðarheimild með fyrirvörum, nr. 136/2009, aftur í gildi. Hinn 10. mars veitti Fjármálaeftirlitið Arev verðbréfafyrirtæki hf. aukn- ar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Hinn 17. mars ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innláns- stofnana lækkuðu í 7,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,75%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9,0% og daglánavextir í 10,5%. Hinn 22. mars samþykkti Alþingi (483. mál á 138. þingi) lög sem banna verkfall flugvirkja, sem hófst á miðnætti kvöldið áður. Gildis- tími kjarasamnings sem rann út 31. október 2009 var framlengdur út nóvember 2010. Hinn 23. mars úrskurðaði nefnd um erlenda fjárfestingu að ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við fjárfestingu Magma Energy Sweden AB í HS Orku hf. Úrskurður nefndarinnar telst endanlegur. Hinn 25. mars samþykkti Alþingi breytingu (386. mál á 138. þingi) á lögum um tekjuskatt, sem heimilar ríkisskattstjóra að krefjast kyrr- setningar eigna hjá aðilum sem grunaðir eru um stórfelld brot á fram- talsreglum eða ef talin er veruleg hætta á að stórfelld vanhöld verði á skattskilum. Hinn 29. mars veitti Fjármálaeftirlitið Arctica Finance hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Samhliða fékk Arctica Eignarhaldsfélag ehf. heimild til að eiga og fara með yfir 50% eignarhlut í Arctica Finance. Hinn 30. mars staðfesti matsfyrirtækið Standard & Poor's lánshæfisein- kunnir Ríkissjóðs Íslands fyrir erlendar langtíma- og skammtímaskuld- bindingar BBB-/A-3. Lánshæfiseinkunnir fyrir innlendar langtíma- og skammtímaskuldbindingar voru lækkaðar í BBB/A-3 úr BBB+/A-2. Lánshæfiseinkunnirnar voru teknar af gátlista, þar sem þær hafa verið með neikvæðum horfum frá 5. janúar 2010. Horfur eru áfram nei- kvæðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.