Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 39 og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er þó til þess fallin að auðvelda aðgengi innlendra aðila að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum sem er mikilvæg forsenda þess að af framkvæmdunum verði. Rekstrarvandi fyrirtækja er enn mikill og endurskipulagning skulda gengur hægt fyrir sig Það ríkir hins vegar ekki einungis óvissa um framvindu stórfram- kvæmda. Staða fjölmarga fyrirtækja er erfið. Víðtæk endurskipulagn- ing á efnahag og rekstri þeirra stendur yfir. Um helmingur stórra lána viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja og um 40% smærri og meðalstórra lána til fyrirtækja var í vanskilum í lok febrúar í ár. Hlutfall fyrirtækjalána sem eru í skilum að lokinni endurskipulagningu skulda er enn lágt. Árangur af endurskipulagningu skulda fyrirtækja gæti haft veruleg áhrif á þróun fjárfestingar og atvinnuleysis. Sú hætta er fyrir hendi að seinkun á endurskipulagningunni hafi tímabundið komið í veg fyrir frekari aukningu atvinnuleysis og gjaldþrota fyrirtækja aðeins til þess að hægja á efnahagsbatanum þegar fram í sækir. Reynslan, t.d. frá Japan á tíunda áratug síðustu aldar, bendir til þess að tafir við endurskipulagningu skulda fyrirtækja í kjölfar kerfislægs fjármálaáfalls geti tafið efnahagsbatann. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að endur- skipulagningunni vaxi ásmegin í kjölfar þess að endurreisn bankakerf- isins er nú að mestu leyti lokið og að almenn fjárfesting taki við sér snemma á næsta ári. Niðurstöður viðhorfskönnunar Capacent Gallup, sem gerð var í febrúar og mars meðal stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum landsins, gefa ekki tilefni til að vænta örari bata fjárfestingar, heldur benda þær þvert á móti til þess að samdráttur almennrar atvinnuvegafjárfestingar nemi u.þ.b. þriðjungi á þessu ári. Íbúðafjárfesting í ár er rúmlega fimmtungur þess sem hún var árið 2007 þegar offjárfestingin náði hámarki Offramboð íbúðahúsnæðis dylst engum sem fer um höfuðborg- arsvæðið og nærliggjandi sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands jókst íbúðafjöldi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akranesi, Árborg og Hveragerði um rúmlega 18% á árunum 2003-2008. Að Reykjavík undanskilinni var aukningin mun meiri eða um þriðjungur. Til viðbótar eru framkvæmdir hafnar á fjölda íbúða og þúsundir lóða standa auðar. Samkvæmt skýrslu VSÓ Ráðgjafar voru liðlega 1.900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og rúmlega 500 íbúðir á Suðurnesjum, Akranesi, Árborg og Hveragerði ýmist fok- heldar eða lengra komnar í byggingu undir lok síðasta árs. Því til við- bótar voru rúmlega 1.100 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 200 íbúðir á fyrrnefndum svæðum sem voru skemmra á veg komnar. Um 6.500 lóðir standa þar að auki auðar.5 Fjöldi íbúða í byggingu og auðra lóða nemur því tæplega 11% af heildarfjölda íbúða á þessum svæðum en rúmlega 17% þegar Reykjavík er undanskilin. Einstaklingar, verktak- ar og fjármálastofnanir sitja því uppi með verulegan fjölda íbúða í 5. Sjá VSÓ Ráðgjöf, (2009), „Byggingavaktin. Uppfærð og útvíkkuð útgáfa: Bygg inga fram- kvæmdir við íbúðahúsnæði í sveitarfélögum á SV-horninu og á höfuðborgarsvæðinu“, desember 2009. 1. Myndin sýnir stöðu lána hjá viðskiptabönkunum þremur í lok febrúar 2010. Lán með eftistöðvar umfram 100 m.kr. eru skilgreind sem stór lán. Heimildir: Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands. Hlutfall heildarlána að bókfærðu virði í hverjum flokki (%) Mynd IV-12 Staða lána hjá stóru viðskiptabönkunum þremur1 Í skilum án endurskipulagningar Í skilum eftir endurskipulagningu Í vanskilum (umfram 90 daga) 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Lán til einstaklinga Stór lán til einstaklinga Smá og meðalstór fyrirtækjalán Stór fyrirtækjalán 50 40 57 22 14 11 21 31 36 49 22 47 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd IV-13 Gjaldþrot fyrirtækja og framlag atvinnugeira 1. ársfj. 2008 - 1. ársfj. 2010 Gjaldþrot alls Heild- og smásöluverslun Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Framleiðsla Fasteignaviðskipti Aðrar greinar -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 201020092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.