Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 34
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 34 aðgerðir þeirra í kjölfar fjármálakreppunnar og óvissunnar í kjölfar hennar sem m.a. hefur komið fram í mikilli aukningu eftirspurnar eft- ir innstæðum í seðlabönkum (sjá t.d. Keister og McAndrews, 2009). Peningamagn í umferð hefur því ekki vaxið með sama hætti og stækkun efnahagsreiknings seðlabanka gæti gefið til kynna. Flestir seðlabankar greiða ennfremur vexti af innstæðum fjármálastofnana og geta því haft áhrif á þann hvata sem þær hafa til að lána hluta af innstæðum áfram til viðskiptavina sinna. Verðstöðugleika þarf því ekki að stafa sama ógn af auknum innstæðum og ætla mætti út frá einföldum hagfræðilíkönum. Eins og sjá má á mynd 6, var vöxtur peningamagns orðinn óhóflegur löngu fyrir fjármálakreppuna og var ítrekað fjallað um þá ógn sem af þessum vexti gæti stafað fyrir langtímaverðstöðugleika í fyrri heftum Peningamála. Vöxtur peningamagns varð hins vegar gríðarlegur í kjölfar fyrrnefndra lausafjáraðgerða Seðlabankans. Þar fór einnig saman mikill flótti fjárfesta úr ýmsum tegundum fjárfest- ingar, eins og hlutabréfa, í ríkistryggðar bankainnstæður. Frá banka- hruninu hefur hins vegar smám saman dregið úr vexti peningamagns og síðustu mánuði hefur það tekið að dragast saman. Seðlabankar þurfa að vinda ofan af stækkun efnahagsreikninga sinna Þótt verðstöðugleika þurfi enn sem komið er ekki að stafa ógn af mikilli stækkun efnahagsreiknings seðlabanka er hætta á að til lengri tíma muni hún valda auknum verðbólguþrýstingi. Verkefni seðla- banka víða um heim er því að vinda ofan af stuðningsaðgerðum sínum í takt við efnahagsbatann en tryggja um leið verðstöðugleika. Efnahagsreikningar þeirra munu því minnka á nýjan leik þótt þeir verði um nokkurt skeið stærri en fyrir kreppu, t.d. vegna vilja fjár- málastofnana til að vera með styrkari lausafjárstöðu. Hér á landi er líklegt að stærð gjaldeyrisvaraforðans muni halda uppi stærð efnahags Seðlabankans á næstu árum. Sala á eignum Seðlabankans í framtíðinni mun hins vegar á móti minnka efnahag bankans og auðvelda honum að stýra lausu fé í umferð með verð- bólgumarkmiðið í huga. Heimildaskrá Alessandri, P., og A. G. Haldane (2009), „Banking on the state“, Englands- banki, nóvember 2009. Borio, C., og P. Disyata (2009), „Unconventional monetary policy: an ap- praisal“, BIS Working Papers, nr. 292. Cross, M., (2010). „The Bank‘s balance sheet during the crisis“, Bank of England Quarterly Bulletin 2010 Q1, 34-42. Keister, T., og J. J. McAndrews (2009), „Why are banks holding so many excess reserves“, Federal Reserve Bank of New York Current Issues in Economics and Finance, 15. desember 2009. Rannsóknarnefnd Alþingis (2010), Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. Seðlabanki Evrópu (2009), “Recent developments in the balance sheets of the Eurosystem, the Federal Reserve System and the Bank of Japan”, ECB Monetary Bulletin, október 2009, 81-94. Tarullo, D. K., (2009), „Confronting too big to fail“, ræða frá 21. október 2009. Tucker, P., (2010), „Resolution of large and complex financial institutions: The big issues“, ræða frá 19. mars 2010. Mynd 7 Peningamagn sem hlutfall af VLF 1990 - 20091 % 1. Miðað er við M3 þar sem það á við en M2 í öðrum tilvikum. Heimild: Reuters EcoWin. 20 40 60 80 100 120 ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 Bandaríkin Bretland Svíþjóð Ísland Evrusvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.