Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 54
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 54 aði heldur hækkað í kjölfar fjármálakreppunnar, í samræmi við reynslu annarra landa. Tvennt gæti hins vegar flýtt leiðréttingu launahlutfallsins: nið- urstöður þeirra kjarasamninga sem gerðir verða í lok árs og staða íslensku krónunnar. Flestir kjarasamningar á vinnumarkaði verða lausir í lok ársins og gæti orðið þrýstingur á leiðréttingu launahlutfallsins í þeim. Þó verður að telja fremur ólíklegt að sótt verði hart fram ef marka má söguna og ef atvinnuleysi helst hátt eins og gert er ráð fyrir í spánni sem hér er birt. Ári áður en launahlutfallið varð lægst á síðasta áratug hafði verkalýðshreyfingin samið um engar almennar launabreytingar á næstu tveimur árum. Þó var atvinnuleysi nær helm- ingi minna þá en það er nú. Hins vegar var afkoma sjárvarútvegsins þá slæm, ólíkt því sem nú er. Telja má líklegt að töluverður þrýstingur geti einmitt skapast í komandi kjarasamningum í þeim fyrirtækjum sem hafa séð hagnað sinn aukast vegna veiks gengis, og gætu fyrirtækin látið hluta af honum í hærri laun. Verkfallsaðgerðir í samgöngugeir- anum eru nýlegt dæmi um að þrýstings sé farið að gæta í útflutn- ingstengdum fyrirtækjum. Verði verulegar launabreytingar í þessum fyrirtækjum sem síðan hafa áhrif í innanlandsgreinum, gæti það leitt til enn frekari niðurskurðar og fækkunar starfa til að mæta auknum launakostnaði sem ekki væri innistæða fyrir. Rammagrein VI-1 Breyting á áætlun ársverka Vegna breytinga á hlutverkum ráðuneyta hefur Vinnumálastofnun (VMS) frá og með janúar sl. tekið við af fjármálaráðuneytinu (FMR) við að áætla ársverkafjölda fyrir útreikning á hlutfalli atvinnulausra af vinnuaflinu. Samkvæmt upplýsingum frá VMS verður áfram stuðst við svipaða aðferðafræði og notuð var í FMR, nema hvað tekið verður meira tillit til upplýsinga sem fram koma um þróun á vinnumarkaði á árinu. Í stað þess að gefa út áætlun um ársverk fyrir árið í heild í janúar ár hvert verður áætlunum breytt í takt við t.d. ársfjórðungslegar niðurstöður Vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Ís- lands (VMK).1 Óvíst er því hversu sambærilegar ársverkaáætlanirnar verða við þessa breytingu. Áætlun ársverka skiptir miklu máli fyrir mat á framleiðni og þróun á vinnumarkaði, en einnig fyrir spár um ráðstöfunartekjur og einkaneyslu. Þar sem ljóst er að ársverkaáætlun eins og hún hef- ur verið framkvæmd hingað til hefur ekki tekið tillit til þeirra miklu breytinga sem verða á heildarvinnustundum yfir hagsveifluna hefur verið til skoðunar innan Seðlabankans að breyta um aðferðafræði og nýta upplýsingar um heildarvinnustundafjölda úr VMK við áætlun ársverka. Vegna breytinga á umsjón áætlunar ársverka var ákveðið að stíga skrefið nú. Þessi breyting hefur töluverð áhrif á mat á framleiðni og launa- kostnaði á árinu 2009 þar sem samdráttur ársverka verður töluvert meiri með nýju aðferðinni en áður var áætlað sem hefur í för með sér að undirliggjandi framleiðni eykst í stað þess að dragast saman. Til viðbótar við þessa breytingu sýna nýjar þjóðhagsreikningatölur að launakostnaður jókst mun minna á síðasta ári en áður var talið. Áhrif þessara tveggja breytinga eru því lítils háttar lækkun launakostnaðar á framleidda einingu í stað rúmlega 7% aukningar í janúarspánni. 1. Árin 2006 og 2007 var áður birtri ársverkaáætlun þó breytt fyrir seinni hluta ársins í ljósi mikilla breytinga á vinnuafli. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 1 Fjöldi starfandi 1.ársfj. 2008 - 4.ársfj. 2009 Eldra mat Nýtt mat Fjöldi 140.000 145.000 150.000 155.000 160.000 165.000 170.000 175.000 20092008 1. Jákvæður vöxtur framleiðni kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-12 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 1996-20121 Breyting frá fyrra ári (%) -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96 Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.