Peningamál - 01.05.2010, Síða 54
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
0
•
2
54
aði heldur hækkað í kjölfar fjármálakreppunnar, í samræmi við reynslu
annarra landa.
Tvennt gæti hins vegar flýtt leiðréttingu launahlutfallsins: nið-
urstöður þeirra kjarasamninga sem gerðir verða í lok árs og staða
íslensku krónunnar. Flestir kjarasamningar á vinnumarkaði verða lausir
í lok ársins og gæti orðið þrýstingur á leiðréttingu launahlutfallsins
í þeim. Þó verður að telja fremur ólíklegt að sótt verði hart fram ef
marka má söguna og ef atvinnuleysi helst hátt eins og gert er ráð
fyrir í spánni sem hér er birt. Ári áður en launahlutfallið varð lægst á
síðasta áratug hafði verkalýðshreyfingin samið um engar almennar
launabreytingar á næstu tveimur árum. Þó var atvinnuleysi nær helm-
ingi minna þá en það er nú. Hins vegar var afkoma sjárvarútvegsins þá
slæm, ólíkt því sem nú er. Telja má líklegt að töluverður þrýstingur geti
einmitt skapast í komandi kjarasamningum í þeim fyrirtækjum sem
hafa séð hagnað sinn aukast vegna veiks gengis, og gætu fyrirtækin
látið hluta af honum í hærri laun. Verkfallsaðgerðir í samgöngugeir-
anum eru nýlegt dæmi um að þrýstings sé farið að gæta í útflutn-
ingstengdum fyrirtækjum. Verði verulegar launabreytingar í þessum
fyrirtækjum sem síðan hafa áhrif í innanlandsgreinum, gæti það leitt
til enn frekari niðurskurðar og fækkunar starfa til að mæta auknum
launakostnaði sem ekki væri innistæða fyrir.
Rammagrein VI-1
Breyting á áætlun
ársverka
Vegna breytinga á hlutverkum ráðuneyta hefur Vinnumálastofnun
(VMS) frá og með janúar sl. tekið við af fjármálaráðuneytinu (FMR)
við að áætla ársverkafjölda fyrir útreikning á hlutfalli atvinnulausra
af vinnuaflinu. Samkvæmt upplýsingum frá VMS verður áfram
stuðst við svipaða aðferðafræði og notuð var í FMR, nema hvað
tekið verður meira tillit til upplýsinga sem fram koma um þróun á
vinnumarkaði á árinu. Í stað þess að gefa út áætlun um ársverk fyrir
árið í heild í janúar ár hvert verður áætlunum breytt í takt við t.d.
ársfjórðungslegar niðurstöður Vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Ís-
lands (VMK).1 Óvíst er því hversu sambærilegar ársverkaáætlanirnar
verða við þessa breytingu.
Áætlun ársverka skiptir miklu máli fyrir mat á framleiðni og
þróun á vinnumarkaði, en einnig fyrir spár um ráðstöfunartekjur og
einkaneyslu. Þar sem ljóst er að ársverkaáætlun eins og hún hef-
ur verið framkvæmd hingað til hefur ekki tekið tillit til þeirra miklu
breytinga sem verða á heildarvinnustundum yfir hagsveifluna hefur
verið til skoðunar innan Seðlabankans að breyta um aðferðafræði og
nýta upplýsingar um heildarvinnustundafjölda úr VMK við áætlun
ársverka. Vegna breytinga á umsjón áætlunar ársverka var ákveðið
að stíga skrefið nú.
Þessi breyting hefur töluverð áhrif á mat á framleiðni og launa-
kostnaði á árinu 2009 þar sem samdráttur ársverka verður töluvert
meiri með nýju aðferðinni en áður var áætlað sem hefur í för með
sér að undirliggjandi framleiðni eykst í stað þess að dragast saman.
Til viðbótar við þessa breytingu sýna nýjar þjóðhagsreikningatölur að
launakostnaður jókst mun minna á síðasta ári en áður var talið. Áhrif
þessara tveggja breytinga eru því lítils háttar lækkun launakostnaðar
á framleidda einingu í stað rúmlega 7% aukningar í janúarspánni.
1. Árin 2006 og 2007 var áður birtri ársverkaáætlun þó breytt fyrir seinni hluta ársins í ljósi
mikilla breytinga á vinnuafli.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd 1
Fjöldi starfandi
1.ársfj. 2008 - 4.ársfj. 2009
Eldra mat
Nýtt mat
Fjöldi
140.000
145.000
150.000
155.000
160.000
165.000
170.000
175.000
20092008
1. Jákvæður vöxtur framleiðni kemur fram sem neikvætt framlag til
hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá
Seðlabankans 2010-2012.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VI-12
Launakostnaður á framleidda einingu
og framlag undirliða 1996-20121
Breyting frá fyrra ári (%)
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
14
‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96
Nafnlaun
Launakostnaður annar en laun
Undirliggjandi framleiðni
Launakostnaður á framleidda einingu