Peningamál - 01.05.2010, Page 24

Peningamál - 01.05.2010, Page 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 24 1. Magnús F. Guðmundsson fjallar um þjóðhagslega áhættu vegna aukins vægis áls í útflutningi í greininni „Áliðnaðurinn og sveiflur í útflutningstekjum“, í Peningamálum 2003/3. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Hagstofa Íslands. Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs (%) Mynd 3 Verð í erlendri mynt 1. ársfj. 1991 - 4. ársfj. 2009 Olía Ál Sjávarafurðir Annar útflutningur -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd 4 Hlutdeild í útflutningi 1970-2009 Sjávarafurðir Ál og kísiljárn Annað 0 10 20 30 40 50 60 70 20052000199519901985198019751970 Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd 5 Hlutdeild í vergum þáttatekjum 1973-2008 Sjávarútvegur Framleiðsla málma 0 5 10 15 20 25 2005200019951990198519801973 verð á sjávarafurðum og öðrum útflutningi (aðallega þjónustu) í erlendri mynt miðað við meðalgengi. Myndin sýnir að verð mismun- andi vara sveiflast mjög ólíkt. Verð á olíuvörum sveiflast langmest, verð á áli sveiflast heldur minna en samt mun meira en verð á sjáv- arafurðum. Verð á öðrum útflutningi en áli og sjávarafurðum, mest þjónustu, sveiflast langminnst. Eins og á mynd 2 sést að mikil rýrn- un viðskiptakjara á árinu 2009 orsakaðist af óvenju mikilli lækkun á verði áls og sjávarafurða. Þessi mikla lækkun byrjar að ganga til baka undir lok árs 2009 þegar verð bæði áls og sjávarafurða tekur að hækka á ný. Sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Áhrif á viðskiptakjör í heild Áhrif sveiflna í verði einstakra vöruflokka á sveiflur í viðskiptakjör- um ráðast af vægi viðkomandi vöruflokks í út- og innflutningi og fylgni verðsveiflnanna við verðsveiflur í öðrum vöruflokkum, auk stærðarinnar á verðsveiflunum í viðkomandi flokki. Meiri fylgni milli verðbreytinga einstakra vöruflokka leiðir til þess að sveiflur í verði á útflutningi í heild verða meiri en ella. Fylgnin á milli breytinga í verði áls og sjávarafurða miðað við sama tíma ársins á undan mælist 0,34 á tímabilinu 1991-2009 en einungis tæplega 0,1 ef mælingin nær aðeins út árið 2008.1 Auk fylgninnar skiptir einnig máli hvert vægi einstakra vöru- flokka er. Að öðru jöfnu leiðir aukið vægi greinar þar sem verðsveiflur eru meiri til þess að verð útflutnings í heild verður sveiflukenndara. Mynd 4 sýnir þróun vægis einstakra vöruflokka í útflutningi í heild. Þar sést að hlutdeild sjávarútvegs hefur minnkað hægt og sígandi úr tæplega 60% af öllum útflutningi í kringum árið 1990 í tæplega 30% nú. Á sama tíma hefur hlutdeild orkufreks iðnaðar, kísiljárns en fyrst og fremst áls, vaxið úr um 10% af öllum útflutningi í tæplega 30% árið 2008 og rúmlega 23% á síðasta ári. Þótt verðmæti út- flutnings áls sé nú ámóta mikið og verðmæti sjávarafurða munar enn miklu á hreinu framlagi þessara greina, þ.e. framlagi þeirra eftir að aðföng þeirra hafa verið dregin frá útflutningstekjunum. Þetta framlag er mælt með vinnsluvirði greinanna eða vergum þátta- tekjum þeirra. Mynd 5 sýnir þróun vergra þáttatekna í sjávarútvegi annars vegar og orkufrekum iðnaði hins vegar. Myndin sýnir að á þennan mælikvarða var vægi sjávarútvegs nær þrefalt meira en vægi orkufreks iðnaðar á árinu 2008. Þetta er hluti skýringarinnar á því að viðskiptakjör hafa ekki sveiflast meira en raun ber vitni þrátt fyrir að vægi áls í útflutningi hafi vaxið mikið. Innflutningur á súráli og öðrum aðföngum til álframleiðslu hefur einnig aukist mikið og verð- breytingar á þessum vörum fylgja mjög náið breytingum í álverði. Áhrif þessara sveiflna á viðskiptakjörin ræðst því frekar af vægi áls í vergum þáttatekjum en vægi þess í útflutningi.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.