Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
0
•
2
53
Svipaða þróun má sjá í fyrri niðursveiflum.4 Hún er einnig
svipuð og í Bandaríkjunum þar sem vinnumarkaður er einnig mjög
sveigjanlegur. Þar hefur bæði starfandi fólki og heildarvinnustundum
fækkað það mikið að framleiðsla á unna klukkustund hefur aukist.
Þróunin víða í Evrópu hefur hins vegar verið sú að fyrirtæki hafa haldið
vinnuafli þrátt fyrir samdrátt eftirspurnar og framleiðni því minnkað.
Umsamdar hækkanir vega upp launalækkanir
Áhersla á hækkun lægstu launa í kjarasamningunum árið 2008 leiddi
til þess að laun í fjölmennum atvinnugreinum þar sem láglaunahópar
vega þungt, t.d. í iðnaði og verslun, hækkuðu töluvert á seinni hluta
síðasta árs. Eins og sjá má á mynd VI-10 hafa samningsbundnar launa-
hækkanir sem komu til framkvæmda í júlí og nóvember vegið upp
lækkun nafnlauna á fyrstu fjórðungunum eftir hrun. Í samgöngugeir-
anum hefur tæplega 1% lækkun launa frá þriðja ársfjórðungi 2008
fram á annan ársfjórðung 2009 snúist í rúmlega 3% hækkun á seinni
hluta ársins, en þar kann einnig að hafa átt sér stað nokkurt launaskrið
vegna tengsla greinarinnar við ferðaþjónustu. Einnig er áhugavert að
sjá að í greinum sem samdráttur innlendrar eftirspurnar hefur bitnað
hart á, eins og í verslun og þjónustu, hækkuðu laun um 3,5% á seinni
hluta ársins. Sennilega er það ekki góð afkoma fyrirtækja í greininni
sem skýrir þessa hækkun heldur vægi láglaunahópa og þar með áhrif
kjarasamningsbundinna launa. Launahækkunin gæti því kallað á frek-
ari niðurskurð og fækkun starfa í þessum atvinnugeirum til að mæta
auknum launakostnaði.
Kallar lágt launahlutfall á leiðréttingu?
Þróun launa mun hafa töluverð áhrif á vinnuaflseftirspurn á næstu
misserum. Hlutfall launa af vergum þáttatekjum jókst verulega í upp-
sveiflunni enda launahækkanir miklar og varð hæst rúmlega 70% á
árunum 2006 og 2007. Hátt launahlutfall hefur hvatt fyrirtæki til þess
að lækka rekstrarkostnað með því að draga úr vinnuaflsnotkun og
lækka laun eftir að samdráttarskeiðið hófst. Launahlutfallið lækkaði
strax á árinu 2008 og síðan enn frekar árið 2009 og var þá orðið 57%.
Þótt hlutfall launa af vergum þáttatekjum hafi verið orðið töluvert hátt
í uppsveiflunni má leiða að því líkur að lækkun þess síðan þá sé orðin
það mikil að leiðrétting þess upp á við sé líkleg. Þótt launahlutfallið
hafi vissulega verið svipað á síðasta ári og það varð lægst í niðursveifl-
unni á síðasta áratug, var það langt undir meðaltölum undanfarinna
áratuga (sjá mynd VI-11).5 Það gæti þó haldist lágt lengur en þá
þar sem áfallið sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir er mun meira en þá.
Líklega hefur það atvinnuleysi sem samsvarar jafnvægi á vinnumark-
4. Sveiflur í heildarvinnustundafjölda eru meiri á þessum áratug þar sem Vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar nær yfir allt árið frá árinu 2003 í stað einnar viku í apríl og nóvember áður.
5. Hækkun hlutfalls launakostnaðar í lok síðustu aldar endurspeglar að raunlaun uxu hraðar
en framleiðni á þessu tímabili. Þegar horft er til alls tímabilsins frá 1973 er rétt að hafa í
huga að hér eru eigin laun sjálfstætt starfandi einstaklinga skráð með hagnaði en ekki laun-
um. Þróun í fjölda sjálfstætt starfandi (t.d. fækkun bænda og fjölgun sjálfstætt starfandi
iðnaðarmanna) hefur þess vegna áhrif á þróun launahlutfallsins. Þróun í vægi einstakra
greina (t.d. aukið vægi þjónustu, þ.m.t. opinberrar þjónustu, þar sem launahlutfallið er
tiltölulega hátt) hefur einnig áhrif á þróun launahlutfallsins í heild. Það er því rétt að fara
varlega í að draga ályktanir af þróun launahlutfallsins yfir langt tímabil.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VI-10
Launabreytingar eftir atvinnugreinum
3. ársfj. 2008 - 4. ársfj. 2009
%
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
Fj
ár
m
ál
aþ
jó
nu
st
a,
líf
ey
ris
sj
óð
ir
og
v
át
ry
gg
in
ga
r
Sa
m
gö
ng
ur
o
g
fl
ut
ni
ng
ar
V
er
sl
un
o
g
ým
is
v
ið
ge
rð
ar
þj
ón
us
ta
By
gg
in
ga
st
ar
fs
em
i
og
m
an
nv
irk
ja
ge
rð
Ið
na
ðu
r
A
lls
3. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2009
3. ársfj. 2008 - 4. ársfj. 2009
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VI-11
Launahlutfall og hagvöxtur 1973-2009
Hlutfall af vergum þáttatekjum
Hagvöxtur (h. ás)
Launahlutfall (v. ás)
Launahlutfall, meðaltal 1973-2009 (v. ás)
Launahlutfall, meðaltal 1973-1990 (v. ás)
Launahlutfall, meðaltal 1990-2009 (v. ás)
Launahlutfall, meðaltal 1999-2009 (v. ás)
48
51
54
57
60
63
66
69
72
75
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
‘09‘85‘80 ‘95‘90 ‘05‘00‘75
%